Svara þráð

Spjall

Afhverju ekki ?4.desember 2014 kl.16:04
Hver vegna vill KR ekki nýta SÍF lóðina með byggingafélaginu Búseta? (Smbr. frétt í Vesturbæjarblaðinu) Er nóg pláss á félagssvæðinu eða eru stjórnendur félagsins með eitthvað annað á prjónunum ? Langar að vita meira.
Mozki
6.desember 2014 kl.18:37
Sammála. Afhverju hefur KR ekki sóst eftir SÍF húsinu fyrir lítið knattspyrnuhús? Afhverju þar að byggja íbúðir þarna? Hvar ætlar KR að stækka æfingasvæðið sitt í framtíðinni?
Forvitinn
6.desember 2014 kl.19:33
Nú get ég ekki svarað fyrir stjórn KR, enda ekki meðlimur í henni og hef aldrei verið. Varðandi SÍF lóðina þá hefur saga hennar á undanförnum árum verið furðuleg. Til að gera langa sögu stutta þá ákvað Reykjavíkurborg að kaupa lóðina á 200+ milljónir og gefa byggingarfélaginu Búseta lóðina án endurgjalds. Lóðaleigusamningur á SÍF lóðinni hefði hins vegar runnið út eftir 1,5 ár og borgin geta fengið hana án endurgjalds. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fæ innan úr borgarkerfinu er lítill áhugi á því að koma til móts við KR vegna uppbyggingar á lóðinni. Núverandi meirihluti hefur lýst því yfir að KR eigi ekki að fá hluta af lóðinni og að æskilegra væri að þarna verði byggðar félagslegar íbúðir. Nýtingin verður meiri ef KR er ekki hluti af uppbyggingu lóðarinnar.
Andri
7.desember 2014 kl.20:54
Er o% vilji hjá borgaryfirvöldum að gera eitthvað fyrir KR er Dagur þar fremstur í flokki.Meðan verið er að setja upp battavelli við alla skóla í Breiðholti er ekkert gert í Vesturbænum alltaf bent á litla völlinn við KR.
Vesturbæingur
7.desember 2014 kl.23:48
Almennt er lítið gert fyrir íþróttafélög í Reykjavík. Valur er auðvitað undantekning en hagmsunir Vals fara saman við hagsmuni Dags um að byggja í Vatnsmýrinni. Að öðru leyti er borgin mjög treg til að kom að uppbyggingu íþróttastarfs í borginni. Það er meiri áhugi á að setja fjármuni í listir og menningu. Ég kynntist baráttu Fylkis fyrir byggingu stúku hjá sér og það var með ólíkindum hvað borgin var erfið og treg við Fylki. Það var ekki fyrr en formaður Fylkis fór í fjölmiðla að borgin lét af hendi 4 miljónir fyrir sæti í stúkuna, sem hún hafði lofað þeim fyrr um veturinn. Eftir það hafa samskiiptin verið styrrð og er Dagur samt sem áður Fylkismaður. Ég ræddi einu sinni við fulltrúa bæði meirihluta og minnihluta í borginni og það var alveg ljóst að áhugi fyrir battavöllum í vesturbæinn er mjög takmarkaður. Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir frá xD voru með fund í Neskirkju fyrir nokkru þar sem þau lístu margra ára baráttu sinni fyrir bættri íþróttaaðstöðu í vesturbænum. Vandinn er að þrátt fyrir viðleitni þeirra heyrðist mér á þeim að þau eru í minnihluta í eigin flokki í þessum málum og almennt í borgarstjórn. KR hefur greinilega ekki þann slagkraft sem klúbburinn þyrfti að hafa innan borgarkerfisins. Auðvitað væri best að þurfa ekki að treysta á uppbyggingu hins opinbera en þannig er bara veruleikinn í dag. Ekkert gerist án leyfa og með samþykktu skipulagi. Ég óttast að KR og önnur Reykjavíkurfélög muni sitja eftir og horfa á félög eins og Breiðablik, FH, Stjörnuna, HK, Hauka o.fl. félög spóla fram úr okkur enda mikill vilji og geta til annara sveitarfélaga til að byggja upp og efla íþróttastarf. Í Reykjavík meiga íþróttafélög ekki einu sinni fara inni í skóla til að kynna starf sitt. Vinafólk mitt sem flutti af Grandanum í Hafnafjörðinn sögðu það samstarf skóla og íþróttafélaga í Hafnafirði vera allt annað og betra en í Reykjavík. Meira gert til að fá börnin í íþróttir og betur haldið utan um starfið í gegnum skólana. Hér er íþróttafélögum haldið frá börnum eins og barnaníðingum.
Andri
9.desember 2014 kl.21:42
Það hefur löngum verið talað um það í KR heimilinu að börn í Vesturbæjarskóla skiluðu sér ekki í íþróttastarfið sem boðið er uppá hjá KR. Aðalástæðan hefur verið talin Hringbrautin eða þannig hefur maður skilið það. Hefur verið talað um að það þyrfti að gera undirgöng eða brú þannig að börnin ættu greiða leið í KR heimilið. Þeir hörðustu vilja breyta Hringbrautinni í reiðhjólastíg! Nefni engin nöfn. Undirritaður átti leið inn á heimasíðu Vesturbæjarskóla og rak þar augun í tengil með nafnið „Tómstundir í boði“. Þar eru auglýsingar frá einstaklingum og fyrirtækjum sem eiga það öll sammerkt að þau taki frístundakorti sem greiðslu. Það vakti athygli undirritaðs að hvergi er tengill á KR á heimasíðu Vesturbæjarskóla. Kannski er Hringbrautin ekki vandamálið! Á heimasíðu Melaskóla var heldur ekki að finna tengil á KR. Þetta er með ólíkindum því KR er einn af hornsteinum Vesturbæjarins. Eða eins og skáldið sagði „fæddur í Vesturbænum uppalinn í KR“.
1414
9.desember 2014 kl.22:04
Íþróttafélög meiga ekki auglýsa starfsemi sína í skólum borgarinnar. Starfsemi trúfélaga og íþróttafélaga er bönnuð í skólum í Reykjavík. Konan mín er kennari og segir allan ganga á því hvort skólar fylgi þessum reglum en engu að síður er þetta veruleikinn sem við búum við. Einhver kom með þá hugmynd að grafa Hringbrautina niður og ég held að það væri þjóðráð. Slíkt myndi auka byggingarmagn í Vesturbænum og tengja gamla vesturbæinn við KR. Er ekki kominn tími á að Reykjavíkurfélögin standi saman gegn borginni? Mér finnst þessi aðförð að íþróttastarfi vera með ólíkindum og spyr mig hvort það fólk sem stýrir borginni sé með öllu mjalla. Kannski þurfum við KR-ingar bara að fara að verða pólitískari og taka þátt í forvali flokkanna og kjósa inn á alla lista fólk sem hefur áhuga á að byggja upp íþróttatarf í borginni.
Andrés
10.desember 2014 kl.11:22
Það starfa margir Vesturbæingar sem borgarfulltrúar. Það er bara spurning um að Kjartan Magnússon og félagar fari að vinna af FULLUM KRAFTI þá vinnu sem ætlast er til af þeim í Vesturbænum.
Stefán
9.janúar 2015 kl.11:06
Nú eru tæp ellefu ár síðan ég lagði fyrst fram þá tillögu á vettvangi borgarstjórnar að þörf KR fyrir stærra íþróttasvæði yrði svarað með því að úthluta félaginu SÍF-lóðinni, Keilugranda 1. Unnið var að málinu þegar ég var formaður íþrótta- og tómstundaráðs um tveggja ára skeið á þarsíðasta kjörtímabili og samþykkti ráðið þá viljayfirlýsingu um að lóðinni yrði ráðstafað í þessu skyni. Fljótlega eftir að meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar (Besta flokksins) tók við árið 2010 kom í ljós að þessir flokkar höfðu engan áhuga á að ráðstafa lóðinni í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Vesturbænum. Á undanförnum árum höfum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað flutt tillögur um að Keilugrandalóðinni verði allri úthlutað í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í samvinnu við KR en Samfylkingin undir stjórn Dags B. Eggertssonar hefur lagst gegn þeim og verið mjög föst í þeirri hugsun að á þessari lóð eigi að byggja fjölbýlishús. Að mínu mati er það skammsýni því það svæði sem KR hefur til umráða dugar ekki til að sinna núverandi þörf fyrir íþróttastarf barna og unglinga í Vesturbænum, hvað þá þeirri fjölgun sem fyrirsjáanleg er í hverfinu vegna þéttingar byggðar á næstu árum. Ef farið er yfir sögu þessa máls sést að ég og félagar mínir í Sjálfstæðisflokknum höfum barist af fullum krafti fyrir þessu máli á undanförnum árum en án árangurs vegna afstöðu meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Tók ég málið m.a. upp til sérstakrar umræðu á síðasta borgarstjórnarfundi, 16. desember, og hvatti meirihlutann til að endurskoða afstöðu sína í málinu enda sennilega um að ræða síðustu lóðina í Vesturbænum, sem hentað getur til stækkunar KR-svæðisins. Því miður bendir allt til þess að meirihlutinn muni á næstunni úthluta lóðinni til byggingarfélags, sem vill reisa þar fjölbýlishús.
Kjartan Magnússon
9.janúar 2015 kl.11:25
Þakka þér fyrir greinargott svar og það má kannski benda á áhugaverða frétt úr Morgunblaðinu, sem fjallaði um lóðina og það sem er ekki hægt að kalla neitt annað en brask með opinbert fé: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/01/08/keypti_lod_a_240_milljonir_ad_othorfu/
Andrés
9.janúar 2015 kl.13:01
Got svar hjá þér Kjartan Magnússon og þyrfti að komast í prentun víðar, t.d. í dagblöðin.
Stefán
11.janúar 2015 kl.12:38
Tel þetta skynsamlegt hjá borgaryfirvöldum .Byggja upp eitt öflugt félag Vestarlega í borginni Valur er með gott uppbyggingarsvæði öfugt við KR
Helgi
11.janúar 2015 kl.12:58
Sennilega er Helgi að reyna að efna til ófriðar með þessum skrifum og því ætti ég sennilega ekki að svara honum. En ég ætla samt að gera það. Það er auðvitað stundum nauðsynlegt í pólitík að taka kaldar ákvarðanir í þágu heildarinnar. Í þessu tilfelli hins vegar get ég ekki séð að rótgróin félög eins og Valur og KR með jafnvel tugi þúsunda íbúa hvort um sig í kringum sig eigi að sameinast. Það væri þá fyrsta skrefið í þá átt að gera gott starf verra og ennþá verra. Auðvitað er svæði af skornum skammt í Vesturbænum og þess heldur nauðsynlegra að ana ekki í þá vitleysu að loka þeim með vitlausum framkvæmdum.Áfram KR og lengi lifi Valur.
Bjarni
11.janúar 2015 kl.15:39
Er ekki núverandi formaður KR fyrrum formaður stjórnar Búseta sem er að fá lóðina?
Anti Feng Shui11.janúar 2015 kl.17:46
Því miður þá er Reykjavíkurborg orðin algjört grín. Trekk í trekk eru teknar rangar ákvarðanir af Íslendingum sem bitna á borgarbúum. Kaup á Vals svæðinu, færslan á nýja Landsspítalanum, staðsetning Háskóla Reykjavíkur, Hofsvallargatan, Borgartúnið, hótel byggingar í miðborginni. Þið getið gleymt því að Borgarstjórinn Medusa sé að fara gera eitthvað fyrir Reykjavík, hvað þá KR. Hvernig er hægt að treysta borgarstjórum sem hafa eitrað vatn í garðinum sínum? Mikið anti-Feng Shui í gangi í Reykjavík
Damus7
12.janúar 2015 kl.00:24
Það er reginmisskilningur að núverandi svæði KR anni ekki öllum iðkendum félagsins. Núverandi svæði hefur í reynd alla burði til þess. Það er hins vegar lélegt skipulag á svæðinu og léleg nýting sem stendur starfinu fyrir þrifum. Til hvers í ósköpunum að vera með þrjá grasvelli en aðeins einn gervigrasvöll. Þetta er efni í langan pistil frá mér en ég einfaldlega læt það vera að sinni.
Pepsi
12.janúar 2015 kl.08:15
Hvað sem öðru líður, þá sárvantar yfirbuggðan völl til knattspyrnuþjálfunar á KR-svæðið.
Stefán
12.janúar 2015 kl.17:30
Er það ekki í vinnslu? Allavega var því kvíslað að mér, fyrir ekki svo löngu.
Damus7
12.janúar 2015 kl.21:46
Hvernig væri þá að hætta að hvísla og tala upphátt !
Mozki
12.janúar 2015 kl.23:55
Eins og var gert 2007?
Damus7
13.janúar 2015 kl.08:30
Frábært ! Mættum við fá meira að heyra ?
Stefán
13.janúar 2015 kl.17:42
Ætli það verði ekki gert þegar þetta er orðið borðfast. þær upplýsingar sem ég hef fengið er langt frá því að vera borðfast. td hvað staðsetningu varðar. Eina fasta í þessu er að verið sé að vinna í málinu sem var nú þokkalega gefið.
Damus7
14.janúar 2015 kl.22:55
Ef ekki einu sinni liggur fyrir staðsetning þá er þetta ansi stutt á veg komið.
Pepsi
15.janúar 2015 kl.19:40
Ég endurtek og útskýri þetta aðeins betur: Er því miður ekki meira inn í þessu en svo, að því var bara hvíslað að mér svo ekki taka því þannig að ég geti komið með eitthvað haldbært. Eina sem ég sagði er í raun bara það, að það er verið að vinna í þessu sem er gefið en ætti að róa einhverja sem halda að það sé ekki verið að hugsa neit um þessi mál. Burts sé frá því þá væri mjög gott að snúa þessum þræði aftur í upprunan sinn, þ.e.a.s að það " Er o% vilji hjá borgaryfirvöldum að gera eitthvað fyrir KR er Dagur þar fremstur í flokki."
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012