Svara þráð

Spjall

Undirbúningurinn og næsta sumar1.desember 2014 kl.23:34
Sælir félagar Hvað finnst ykkur um stöðu efstu liða í deildinni? Undirbúningstímabilið er rétt að fara af stað og leikmenn að fara út eða fara í önnur lið. (KR) Bjarni er ekki að kaupa neina stóra leikmenn til að fylla upp í skörð manna á borð við Mumma, Hauk Heiðar, Baldurs og Kjartans. Engu að síður finnst mér þeir leikmenn sem komnir eru eða rætt er um að fá nokkuð áhugaverðir. Persónulega vildi ég sjá tvo góða varnarmenn í liðið. Að mínu mati var vörnin akelesarhæll KR á síðasta tímabili. (FH) Stöðugleiki er eina orðið sem mér dettur í hug. Reyndur og góður þjálfari með góaðn hóp og búnir að fá til sín hörku leikmann frá Breiðablik og stefnir í gott tímabil hjá þeim ef haldið er rétt á spöðunum. (Stjarnan) Hef haft blendnar tilfinningar til Stjörnunar. Mér fannst þeir ekki verðskulda Íslandsmeistaratitilinn, þó svo mér hafi þótt það skárra að sjá hann fara í GB en í Hafnafjörðinn. Rangstöðumörk og heppnisstimpill situr eftir í kollinum þegar ég husga um Stjörnunar. Búnir að missa mjög öfluga leikmenn og ég veit ekki hvort það er hugrekki eða fífldyrska að sækja sér ekki reyndan markmann til að standa milli stanganna. Halldór Orri er kominn til baka og liðið virðist vera nokkuð solid. Verja þeir titilinn? Ég held ekki og ég held að það sannist að þeir áttu hann ekki skilið í ár. (Valur) Finnst eins og þeir eigi ekki erindi í upptalningu bestu liða deildarninnar en með nýjum(gömlum) þjálfara er kannski séns að þeir sýni eitthvað meira á næsta sumar. Annars læt ég aðra um að tjá sig um val. (Breiðablik) Eru eitt besta lið landsins, þrátt fyrir slæmt gengi í sumar. Tel að þeir hafi spilað undir getu í allt sumar og eigi mikið inni. Nýr þjálfari og breytingar á liðinu gætin hins vegar haldið aftur af þeim. Án þess að ræða hér nákvemlega hver er að koma og fara í hverju liði þá held ég að FH verði líklegastir til að vinna næsta sumar. Stjarnan mun elta FH eitthvað og veita þeim einhverja keppni. KR, veit ekki. Vona að Bjarni og Gummi byggi upp flott lið en óttast að sumarið verið erfitt. Blikar hafa getuna til að veita efstu liðum smá keppni en held að þjálfaraskiptin verði þeim erfið.
Andrés
2.desember 2014 kl.08:34
Andrés, ég er þér alveg sammála varðandi vönina, að þar voru vandamál okkar KR-inga á síðasta tímabili. Persónulega vil ég sjá tvo nýja sterka bakverði og svo annan nýjan sterkan miðvörð með Rasmus, ef hann þá kemur. Enginn núverandi varnarmaður hjá KR er nógu sterkur í toppbaráttu að mínu mati og sé ég helst fyrir mér að útlendingar fylli öftustu línuna. Það er alveg hæpið að ALLT falli með einu liði eins og Stjörnunni tvö tímabil í röð og að áberandi léleg dómgæsla geri þá að meisturum aftur. Annars hef ég fulla trú á Bjarna og Gumma, sem vita auðvitað manna best hvaða kröfur við stuðningsmenn KR gerum.
Andrés
2.desember 2014 kl.08:38
Fyrirgefðu Andrés og aðrir lesendur síðunnar, að ég undirritaður var ekki alveg vaknaður þegar ég skrifaði óvart undir nafninu Andrés, en ekki Stefán hér að ofan. Svolítið pínlegt í morgunsárið.
Stefán
2.desember 2014 kl.11:33
Krafan er Evrópusæti næsta sumar - en auðvitað stefnum við alltaf á titilinn. Er bara ekki alveg í spilunum eins og er, en maður veit aldrei. Árið 2011 voru FH-ingarnir líklegri en við og þeim var spáð titlinum. - Ekki sammála með Stjörnuna, feikilega sterkt lið og á köflum 2013 voru þeir bestir. Í innbyrðisleikjum hafa þeir verið miklu erfiðari andstæðingar fyrir okkur en FH síðustu árin. Það hjálpar þeim líka að þeir virðast alltaf vera vanmetnir.
ábs
2.desember 2014 kl.14:29
Talandi um rangstöðumörk þá kom nú eitt slíkt á móti einmitt Stjörnunni á KR vellinum í sumar. Veigar Páll var einhver staðar í miðbænum að fá sér pylsu og ís þegar sendingin kom inn á hann. Sammála að FH sé það lið sem á kannski mestan möguleika og gott að setja strax pressuna á þá og Stjörnuna. Kelfavík gæti líka komið á óvart næsta sumar og Valur er með fínt lið. Hef enga trú á Breiðablik og held að þeir verði að byggja upp næstu árin. Ósammála Andrési, félaga minum, um að KR sé tvísýnt næsta sumar. Í liðinu eru frábærir leikmenn sem ég hef fullt traust til og er sannfærður um að muni stíga fram og sýna okkur hversu verðugir leikmenn þeir eru. Jónas Guðni verður frábær næsta sumar. Atli á eftir að blómstra og ég held að Gary verði enn betri. Óskar mun eiga gott ár og Gunnar Þór neglir sína stöðu niður. Ætla mér svo að vona og trúa að Skúli Jón komi og taki þessa stjörnustæla í nösina.
Andri
2.desember 2014 kl.21:04
Veit ekki alveg hvað ég get sagt á þessum tímapunkti annað en að ég vill fá einhvern góðan leikmann í Jólagjöf.
Damus7
3.desember 2014 kl.00:59
Ætlaði að stinga upp á því að KR gerði jóladagatal með Íslandsmeistaratitlum félagsins en fattaðis svo að það eru bara 24 dagar til Jóla í desember og KR auðvitað unnið 26 tittla :) :) :) Bjarni og Gummi, við viljum góðan leikmann í jólagjöf!
Andrés
3.desember 2014 kl.14:17
Gary Martin vill fá 3-5 leikmenn inn áður en hann framlengir. Hann hefur bara rétt fyrir sér - það þarf að styrkja liðið þegar við höfum misst jafn góða menn og raun ber vitni. En hvaða menn eru þetta sem eiga að koma inn - og eru nægilega góðir? Það er alveg ljóst að FH eru búnir að kaupa bestu bitana á íslenska markaðnum. Þeir eru meðvitaðir um það, og stoppa þá þar en fara strax að horfa til útlanda. Næst ætla þeir víst að fá 2 Belga í gegnum umboðsmann Kassim Doumbia. Þessar styrkingar eiga sér stað þrátt fyrir að FH hafi tapað á úrslitaleik í fyrra og aðeins misst Ólaf Pál Snorra sem er varla burðarstólpi. Hvað er KR að gera í leikmannamálum?
KR_ERU_BESTIR
3.desember 2014 kl.15:23
Gary Martin hefur auðvitað alveg rétt fyrir sér þegar hann segir að KR þurfi 3-5 STERKA leikmenn. FH og Stjarnan eru einfaldlega betur mönnuð lið en KR eins og staðan er nákvæmlega í dag.
Stefán
3.desember 2014 kl.18:30
Mér hefur þótt það góð regla að dæma ekki lið of harkalega á undirbúningstímabilinu. Get hins vegar tekið undir það að KR þarf að breikka leikmannahópinn sinn fyrir sumarið. Spjátrungar segja að KR sé að leita til fyrrum markmannsþjálfara Stjörnunar til ráðlegginga um danska leikmenn. Það hefur reynst bæði FH og Stjörnunni vel. Danskir leikmenn hafa hingað til verið mjög góðir í íslensku deildinni og minnir mig að Valur hafi verið með einn slíkan í fyrra. Fróðari menn meiga staðfesta það eða leiðrétta. Held að Skúli Jón væri góð viðbót við KR liðið og Kiddi Mag mun efla hópinn eitthvað. Mér hefur þótt Farid góður en veit að það eru skiptar skoðanir um hann. Danski leikmenn gætu gert liðinu gott.
Andri
3.desember 2014 kl.20:17
Hvað Gary Martin segir skiptir engu máli. Hann er ekki svo merkilegur að hann eigi að koma með svona skoðanir opinberlega. Ég hef sagt það áður að við erum með mjög góða miðju og framlínumenn og þurfum ekki að styrkja okkur þar. Okkur vantar varnarmenn. Það voru mér því mikil vonbrigði að sjá þegar við keyptum miðjumann. Það skiptir engu máli þótt hann sé fyrrum KR-ingur eða hvort hann sé góð viðbót. Þetta var einfaldlega ekki það sem okkur vantar.
Bjarni
3.desember 2014 kl.21:01
Verður að vanda valið ekki að kaupa nema að viðkomandi styrki liðið örugglega.Eins snýst þetta umm pening góðir leikmenn kosta.Daninn sem kom í fyrra var ekki góður frekar en sá sem lék 2012.
Vesturbæingur
27.desember 2014 kl.14:54
Jæja, gleðileg jólin. Liggja allir í dvala. Hvað er að frétta? Við erum búnir að kaupa tvo leikmenn. Er það nóg eða eru fleiri væntanlegir? Búnir að missa Baldur og Óskar og kaupa eitthvað í staðinn en erum á sama stað í vörninni og í fyrra. Er það í lagi eða hvað? Hvað segið þið? Ég er farinn að sakna "pepsi" hér á síðunni. Hann sagði ýmislegt satt og rétt sem sumum "þjónum" yfirvaldsins í félaginu þóknaðist ekki. Það er betra að hafa skoðanir en ekki. Meira að segja Bjarni Fel er mér örugglega sammála. Áfram KR!
NN
27.desember 2014 kl.15:47
Eftir að hafa misst Óskar Örn, Kjartan, Mumma og Hauk Heiðar þá erum við ansi fáliðaðir í bakvarða- og vængstöðunum. Gunnar Þór getur spilað í vinstri bakverðinum og Almarr í báðum stöðunum hægra megin, þá hefur Atli stundum spilað á vinstri kantinum en mér sýnist nokkuð ljóst að það þarf að fylla betur þessi skörð.
Stórveldið
27.desember 2014 kl.16:19
Eins og ég hef áður sagt er nauðsynlegt að fá varnarmenn, bæði bakverði og hafsenta.Ekkert annað.Við erum með flotta miðjumenn.Gleðilega hátíð.
Bjarni
28.desember 2014 kl.17:27
Gleðiðlega hátíð. Sammála því að við þurfum að bæta við varnarmönnum en ósammála þér Bjarni að við þurfum ekki að bæta okkur sóknarlega. Við höfum misst Kjartan Henry og Óskar Örn. Þó svo að ég hafi verið formaður í Anti-Óskars klúbbnum þá var mikil ógnun af honum eitthvað sem varamenn hans hafa ekki. Fyrir utan að Emil Atla vill losna undan samningi og ekkert lið ætti í raun að vilja hafa svoleiðis leikmann í leikmannahópnum. Ef menn ætla svo að reyna benda á að við séum að fá Þorstein Má aftur þá var eina ástæðan fyrir því að hann fór var að við ætluðum að fá Steve Lennon sem á endanum fékk betur borgað hjá FH. Við vorum því manni færri fyrir vikið. Ég væri alveg til í að fá Dofra aftur eða jafnvel Andrés Má frá Fylki
Damus7
28.desember 2014 kl.18:57
Við þurfum að fá nokkrar mjög góðar fréttir af nýjum leikmönnum á næstunni, ef ekki getum við gleymt öllu tali um toppbaráttu. Vinstri löppin á Óskari Erni hefur unnið marga leiki, hann þarf ekki gott færi til að skora, varla gott skotfæri. Hefur algjöra sérstöðu út af þessu þó að margt annað í leik hans sé misjafnt. Þetta er hrikalegur missir. Vonandi leyfir fjárhagurinn hressilega styrkingu því þetta lítur ekki vel út í augnablikinu.
ábs
28.desember 2014 kl.20:50
Þá er bara að skella sér út í KR og kaupa flugelda svo klúbburinn geti keypt nýja leikmenn :)
Andri
28.desember 2014 kl.21:15
Varnarmenn númer eitt tvö og þrjú
5.janúar 2015 kl.09:07
Formaður í Anti-Óskars klúbbnum og sérstakur hatursmaður Gumma Ben. Þú ert frábær stuðningsmaður damus.
KR-ingur
5.janúar 2015 kl.09:26
Sá sem stendur að baki dulnefninu Damus7 er einn mesti og besti stuðningsmaður liðsins.
ábs
5.janúar 2015 kl.23:36
Takk fyrir það ábs. KR-ingur, Ég er ekki stuðningsmaður einstakra leikmanna. Það að ég hef mótmæli hressilega þegar besti leikmaður KR gengur til liðs við Val ætti ekki að koma neinum á óvart. Gummi Ben gerði Val að meisturum eftir langa bið. Ég get líka bætt því við að mér finnst asnalegt að Gummi hafi tekið stöðu Pétur Péturssonar eftir alla hans sögu með KR. Judas er hættur að spila og þar við situr. Hvað Óskar varðar þá fannst mér hann bara taka allt of langan tíma til að verða verðugur leikmaður og svo má ekki gleyma því þegar hann "sem leikmaður KR" studdi mótherjann á móti KR í Körfunni. Kannski á maður bara að vera blindur í stuðningi. KR er stærsta félag á íslandi og sjálfsögðu eiga þeir nokkra ruglaða einstaklinga eins mig. KR-ingur, þú ert líklega töluvert bilaðari en ég þar sem þú skrifar undir nafni KR-ingur, á stuðningsmannasíðu KR-inga.
Damus7
6.janúar 2015 kl.09:47
Ég væri sko alveg til í að sjá Akinfenwa leika með KR.
Stefán
14.janúar 2015 kl.11:38
Í dag er greint frá því að Skúli Jón sé líklega á heimleið sem eru frábærar fréttir og þá bendir flest til þess að við séum að fara að semja við sóknarmann frá Danmörku sem getur spilað í nokkrum stöðum. Með Skúla og Rasmus í vörninni erum við líklega með sterkasta miðvarðaparið í deildinni og liðið farið að líta ansi sterkt út þótt það skorti breidd á köntunum. Ég sé fyrir mér 4-2-3-1: Stefán Logi - (Balbi?), Skúli Jón, Rasmus, Gunnar Þór - Jónas Guðni, Atli Sigurjóns - Almarr, Pálmi Rafn, Sören Frederiksen - Gary Martin...
Stórveldið
14.janúar 2015 kl.12:55
Skúla Jón heim, takk ! Og fleiri dani, allt hið besta mál sko. Nú fer landið að rísa.
Stefán
14.janúar 2015 kl.15:28
Hlýtur ekki að vera hægt að kippa Mumma inn í þetta?
Gústi
14.janúar 2015 kl.15:50
Bjarni og Gummi eru að fá inn þvílíkt flottan mannskap núna, að Mummi hlýtur að fara að hugsa sinn gang. Eitt tímabil enn a.m.k. til að gleðja okkur stuðningsmenn kæri Mummi.
Stefán
16.janúar 2015 kl.18:45
Næsta sumar verður klárlega sumar risans í HAFNARFIRÐI.
FHafnfirðingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012