Svara þráð

Spjall

Hversu öflugur er Andri Adolphson?25.nóvember 2014 kl.12:48
Hversu öflugur er Andri Adolphson? Eina sem ég veit um hann er að hann fór frá KR 2005
Damus7
25.nóvember 2014 kl.18:24
Ég hef ekki hugmynd um Andra. Ég tel okkur hins vegar ekki þurfa neina miðju kant eða sóknarmenn. Þrátt fyrir að Baldur og Kjartan séu farnir er fullt af mjög góðum mönnum í stað þeirra. Við erum hins vegar gjörsamlega blankir í vörninni og þurfum að bæta við 3-4 mönnum þar. Við vorum oft slakir varnarlega í sumar og nú erum við Mumma og Hauki fátækari og erum þess vegna nánast varnarlausir. Gunni í raun sá eini sem er í alvöru klassa.Kannski Grétar á góðum degi.Menn eiga að einbeita sér að þessu en ekki miðlungs miðju eða sóknarmönnum eins og Andri og Viktor Bjarki eru sennilega.
Bjarni
25.nóvember 2014 kl.18:30
Að mínu mati þurfum við að styrkja bakvarðarstöðuna og fá til okkar 1-2 framherja/kantmenn til að leysa þau skörð sem Kjartan, Mummi og Haukur skilja eftir sig. Síðan væri nú allt í lagi að fá einn sterkann góðann miðjumann í staðinn fyrir Baldur þá tel ég að við séum full mannaðir ef okkur tekst að landa þessu. Hins vegar hef ég engann áhuga á að fá Viktor Bjarka aftur og ég skil ekki afhverju KR gerði enga atlögu að því að fá Þórarin Inga frá eyjamönnum. Áfram KR
David Winnie
25.nóvember 2014 kl.18:30
Að mínu mati þurfum við að styrkja bakvarðarstöðuna og fá til okkar 1-2 framherja/kantmenn til að leysa þau skörð sem Kjartan, Mummi og Haukur skilja eftir sig. Síðan væri nú allt í lagi að fá einn sterkann góðann miðjumann í staðinn fyrir Baldur þá tel ég að við séum full mannaðir ef okkur tekst að landa þessu. Hins vegar hef ég engann áhuga á að fá Viktor Bjarka aftur og ég skil ekki afhverju KR gerði enga atlögu að því að fá Þórarin Inga frá eyjamönnum. Áfram KR
David Winnie
25.nóvember 2014 kl.18:30
Að mínu mati þurfum við að styrkja bakvarðarstöðuna og fá til okkar 1-2 framherja/kantmenn til að leysa þau skörð sem Kjartan, Mummi og Haukur skilja eftir sig. Síðan væri nú allt í lagi að fá einn sterkann góðann miðjumann í staðinn fyrir Baldur þá tel ég að við séum full mannaðir ef okkur tekst að landa þessu. Hins vegar hef ég engann áhuga á að fá Viktor Bjarka aftur og ég skil ekki afhverju KR gerði enga atlögu að því að fá Þórarin Inga frá eyjamönnum. Áfram KR
David Winnie
25.nóvember 2014 kl.19:28
Þurfum ekki miðjumann höfum Atla og kominn tími til að hann leiki inná miðjunni ekki á kantinum.Höfum ekkert að gera með Viktor Bjarka hans tími er liðinn með KR.Tel að það sé í lagi að skoða Andra ef hann kostar ekki mikið frá ÍA.Sammála varnarleikmenn fyrst og fremst sem okkur vantar.Áfram KR.
Vesturbæingur
26.nóvember 2014 kl.10:59
Sammála öllum hér að ofan, að miðjan er vel skipuð hjá okkur, séu allir heilir, en eins og Bjarni skrifar þá er það vörnin sem er stóra vandamálið eins og staðan er í dag. Þar vantar klárlega tvo topp bakverði og svo sterkari miðverði en þá sem fyrir eru. Mín spá er að leitað verði út fyrir landsteina að einhverjum í þær stöður.
Stefán
alltof lítill26.nóvember 2014 kl.11:04
Þessi strákur hefur ekkert sýnt af viti í 1.deild, af hverju ætti hann að eiga erindi í besta klúbb landsins? Fáránleg umræða. Það þarf að finna bakverði undir eins. Baldur skilur ekki eftir sig jafnstórt skarð og margir halda. Hann var slakur í fyrra og ég held að við þurfum ekki endilega að finna mann í staðinn fyrir hann. Að KR séu að skoða Viktor Bjarka hlýtur líka að vera grín, hann var over the hill fyrir 3 árum.
Arnlaugur
26.nóvember 2014 kl.11:21
KR notaði 21 leikmann í mótinu 2014. Af þeim eru Baldur Sig, Ivar Furu, Mummi, Kjartan Henry og Haukur Heiðar farnir. Til viðbótar vill Emil Atla frá félaginu, Þorsteinn Már reyndi að losa sig burt og Gary Martin vill komast út. KR hefur síðan reynt að losa sig við Farid Zato. Það þýðir að af þessum 21 leikmanni þá eru 9 sem hafa farið eða vilja fara. Af þeim sem eftir eru þá eru tveir markmenn. Eftir eru þá Almar, Aron Bjarki, Atli Sig, Björn Þorláks, Egill Jónasson, Balbi, Grétar Sigfinnur, Gunnar Þór, Jónas Guðni og Óskar Örn. Að auki Gary, Emil og Þorsteinn, Zato. Sterkasta lið sem ég get stillt upp með þessu: Stefán Logi Balbi - Aron Bjarki - Grétar - Gunnar Þorsteinn - Jónas - Egill - Atli Sig. Óskar Örn Gary. Tilfærslur að sjálfsögðu leyfðar. Ég get ekki séð að þetta sé neitt efni í meistaralið.
Pepsi
26.nóvember 2014 kl.11:38
Metnaður KR í leikmannamálum á bara að vera þessi: Hætti góður leikmaður, þá á bara að fá annan enn betri í staðinn !!!
Stefán
gary26.nóvember 2014 kl.11:48
þú gleymir Rasmus
Gary
26.nóvember 2014 kl.12:40
KR er með fínnt miðlungslið Stjarnan og FH eru einfaldlega með yfirburðalið.Önnur gömul stórveldi eru á niðurleið.
Helgi
26.nóvember 2014 kl.13:35
Rasmus er ekki kominn alla leið ennþá og líklega veit enginn alveg hvað verður með Skúla Jón ?
Stefán
KR27.nóvember 2014 kl.00:18
Eigum við ekki að sjá hvaða leikmenn Bjarni og Gummi ná í fyrir mót. Held að það væri nýtt met ef menn ætla að fara á taugum í nóvember. Dengsi
Dengsi
27.nóvember 2014 kl.00:25
Spurningin var mjög einföld. Menn misstu sig kannski í pælingum.
Damus7
27.nóvember 2014 kl.08:30
Við stuðningsmenn erum bara svo spenntir, að við getum varla beðið eftir því að sjá hvaða mannskap Bjarni og Gummi moka inn - Jólin hvað ?
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012