Svara þráð

Spjall

Lítið aðdráttarafl1.nóvember 2014 kl.23:02
Ég fagna komu nýs þjálfarateymis. Hins vegar hef ég miklar áhyggjur af því að við höfum lítið aðdráttarafl. Finnur Orri var aldrei möguleiki. FH-ingar voru meira spennandi. Arnþór Ari var möguleiki fyrir okkur en þó ekki fyrr en að hann hafði hafnað FH, þá valdi hann Blika. Orðrómur er um að Skúli Jón sé á leið í Stjörnuna. Við höfum verið orðaðir við Pálma Rafn, Brynjar Gauta og nokkra aðra. Brynjar Gauti er á leið í Stjörnuna og Pálmi Rafn er víst ekkert á leið heim. Rasmus Christiansen með slitið krossband er á listanum. Við höfum hins vegar misst Kjartan Henry. Baldur er á leið út, Mummi hættur og óljóst með Grétar. Við erum með spennandi þjálfara en við þurfum að tryggja að umgjörðin sé fullnægjandi. Heimir íhugaði aldrei að koma heim einfaldlega vegna þess að aðstaða FH er mörgum klössum betri en sú sem við bjóðum. VIð munum dragast aftur úr nema að þetta verði lagað.
Pepsi
2.nóvember 2014 kl.11:55
"FH er mörgum klóssum betri" Hahahaha Er Hrekkjuvaka í gangi í Reykjavík? Eina sem klikkaði var Lennon. Arnþór kemst ekki í byrjunarlið KR og sama má segja um Finn. Ekki panica í Nóvember.
Damus7
2.nóvember 2014 kl.11:59
KR fallandi stórveldi
Salli
2.nóvember 2014 kl.12:42
Þú ættir að lesa setninguna betur áður en þú tjáir þig Damus7. Ég sagði að aðstaða FH væri mörgum klössum betri og þar af leiðandi vinnuaðstaða þjálfara. Meðan FH-ingar byggja upp jafnt og þétt liðið, velli sína og umgjörðina þá sitjum við eftir. Það er það sem gerir FH meira spennandi í augum leikmanna. Hvort sem Arnþór kæmist í liðið okkar eða ekki þá er staðreyndin sú að hann íhugaði okkur ekki fyrr en hann hafði útilokað FH. Það styður það sem ég er að segja. Vertu ekki svona blindur í stuðningi þínum við KR að þú sjáir ekki vandamálin. Við þurfum að þekkja vandamálin og viðurkenna þau ef við ætlum að laga þau.
Pepsi
2.nóvember 2014 kl.13:55
Ef FH er mörgum klössum betra en KR , hvers vegna hafa þeir þá ekki unnið titil í 2 ár. KR hefur hinsvegar unnið 2 titla síðastliðin 2 ár. Árangurinn lýgur aldrei.
Klaus
2.nóvember 2014 kl.14:01
Dr Pepsi. Ekki mér að kenna að þú skrifaðir nkl þessa orð og last hana svo aftur hjá mér og hugsaðir um eitthvað allt annað en hún þýddi þó svo að orðin eru tekin út úr heilli setningu. Sjálfsögðu má bæta aðstoðuna hjá KR eins og hjá öllum liðum á Íslandi. Meistaraflokkur KR er allan daginn með betri aðstöðu enda staðsettir í Vesturbæ Reykjavíkur. KR fær aðgengi að innanhús og utanhús gervigras velli í Reykjavík þó svo að það sé eitthvað í burtu þá eru þetta fullorðnir menn og flestir með bíl próf, ath flestir. Eina ástæðan fyrir því að Lennon kom ekki var peningalegs eðlis enda maðurinn á þeim launum sem Norskir atvinnumenn hafa. Þú setur fram staðreyndir um Heimi án þess að koma með eitthvað haldbært til að styðja þá kenningu. Legg til að þú skoðir svo hvaða leikmenn FH-ingar hafa misst og afhverju þeir hafa farið og afhverju leikmenn þar vilja fara en í dag. Ef þú hinsvegar talar um aðstoðu hjá krökkum í Vesturbæ þá get ég verið sammála en sú aðstaða á ekki að hafa nein áhrif á aðdráttarafl leikmanna í meistaraflokki KR. KR er elsta, sigursælasta og vinnsælasta lið á Íslandi og það er ekki til sá maður sem vill ekki hafa það á ferilskránni sínni að hafa spila fyrir stórveldið. Stundum að vera jákvæður :)
Damus7
2.nóvember 2014 kl.17:24
Þú kvartar yfir að Pepsi komi ekki fram með staðreyndir til að styðja kenningu. Þú ert með þá staðreynd að Finnur og Arnþór komist ekki í byrjunaliðið. Ekkert hjá þér sem styður þá kenningu. Það væri hins vegar rétt að hafa áhyggjur af því að stjórn og þjálfari eru ekki samstíga. Vitað er að Bjarni var farinn að ganga á eftir Arnþóri og það áður en Bjarni var ráðinn þjálfari. Sagan segir að stjórnin hafi síðan ekki haft áhuga og eingöngu þess vegna valdi Arnþór Breiðablik.
Vestur
2.nóvember 2014 kl.18:37
Pepsi er að mörgu leyti málefnalegur og vel skrifandi en engu að síður er það svo að hann hefur ekkert nema neikvætt um KR að segja og túlkar allar upplýsingar og allar fréttir á versta mögulega hátt fyrir KR. Auk þess segist hann ekki mæta lengur á völlinn. Er hægt að kalla svona mann KR-ing? Það er að minnsta kosti minna gagn af honum sem stuðningsmanni en ekki neitt.
ábs
2.nóvember 2014 kl.20:31
Vestur, Þú hlýtur að sjá að þetta er mitt mat að þessir 2 einstaklingar kæmust ekki í byrjunarlið KR en ekki staðreynd. Staðreynd dagsins í dag er samt sú að þeir munu ekki spila með KR. ábs. Já það er hægt að kalla mann sem ekki mætir lengur á völlinn KR-ing. Við hegðum okkur mismunandi og tök þar af leiðandi mismunandi ákvarðanir. Þetta er bara hans ákvörðun. Ég tel það betra að menn segi sína skoðun heldur en að þeir þegi. Í það minnsta þá er hægt að telja þeim hughvarf.
Damus7
2.nóvember 2014 kl.21:06
Þú hlýtur að sjá að það er mat Pepsi að Heimir kom ekki vegna aðstöðunnar. Það væri gaman að heyra frá þér hverjir myndu eigna sér miðjustöðurnar og hefðu þar með haldið Finni og Arnþóri á bekknum hefðu þeir komið.
Vestur
3.nóvember 2014 kl.00:01
Leikmaður úr 2 fl. myndi slá út Arnþór en þessir hér, hann Finn: Lalo Egill Jónsson Jónas Guðni Farid Zato. Miðjmaður er eitthvað sem okkur vantar ekki þó svo Baldur fari. Það var eitt sinn sá tími sem við keyptum alla góða leikmenn þó að við höfðum ekkert not fyrir þá en ekki í dag.
Damus7
3.nóvember 2014 kl.09:17
Gaman þegar fólk hefur ólíkar skoðanir. Fyrir mér er þetta eins og þú hafir ekki horft á marga leiki KR í sumar. Nokkrar staðreyndir. Enginn úr 2. fl. spilaði á miðjunni í sumar. Egill var í byrjunarliði 3 af síðustu 15 leikjunum, byrjaði í 7 af 22. Jónas byrjaði í 2 af síðustu 9, byrjunarmaður í 8. Zato byrjaði í 1 af síðustu 11 leikjum. Svo gleymir þú Atla sem byrjaði í 11 leikjum. Baldur sem sagt sá eini sem átti stöðu og því miður gæti svo farið að hanna fari. Greinilega hefur þú misst af leikjunum á móti Fram og Blikum þar sem þessir leikmenn vöktu sérstaka athygli.. Ég er á þeirri skoðun að það hefði styrkt liðið að fá þessa leikmenn til okkar. Þeir verða væntanlega í byrjunarliðum sinna nýju félaga. Finnur með Davíð Þór og Hewson (Finnur getur líka spilað sem miðvörður, sterkt fyrir okkur) og Arnþór með Guðjón Pétri og Andra Rafni. Við verðum með Atla, Jónas og Zato (eða einhvern úr 2.fl.). Þessi miðja mun að mínu mati ekki skila okkur titlinum.
Vestur
3.nóvember 2014 kl.09:58
Ég leyni því ekki að ég vildi fá Lennon í KR og hann vildi jú koma, en ... Það væri bara hneyksli ef að Skúli Jón myndi spila fyrir annað lið en KR ef hann er á heimleið. Annars hef ég fulla trú á því að Bjarni og Gummi hafi aðdráttarafl.
Stefán
3.nóvember 2014 kl.11:08
Damus7 þú lifir í draumaheimi þar sem allt er svarthvítt. Æfingaaðstaða KR er ekki best af því að hún er í vesturbænum. Það er gríðarlegur munur að æfa á gervigrasi KR í vindi og snjókomi og því að vera í yfirbyggðu íþróttahúsi þeirra Hafnfirðinga. FH getur gengið að því vísu að vera eitt liða með aðgang að því húsi og nú ætla þeir að byggja annað. Þú vísar til þess að við höfum aðstöðu í Egilshöll. Aðstöðu sem við deilum með öllum öðrum liðum í Reykjavík sem og yngri flokkum Fjölnis. Í ofanálag þá koma þar leikir í Reykjavíkurmótum, Jólamótum, Deildarbikar o.fl. o.fl. í öllum flokkum sem skerðir þá um leið æfingatíma. En já frábær aðstaða. FH, Blikar, Þór, Keflavík, Grindavík, Akranes eru öll betur sett hvað þetta varðar heldur en við. Bestu leikmenn okkar í yngri flokkum munu að endingu sjá að við óbreytt ástand, léleg aðstaða og keyptir leikmenn í mfl. skilar engu fyrir þá. Þetta er ekki neikvæðni Damus7 og ábs - þetta er ábending til þeirra sem stjórna. Það þýðir ekki að ráða hæfa þjálfara, kaupa góða leikmenn og tala um söguna þegar aðstaðan er léleg. ábs - þú veltir því fyrir þér hvort hægt sé að kalla mig KR-ing af því að ég mæti ekki á völlinn og að lítið gagn sé af mér. Það má vera þín hugsun. Það er rétt að ég mæti ekki á leiki KR að óbreyttu en framlag mitt til félagsins er síst minna virði þegar ég bendi á það sem betur má fara. Mér er ekki síður umhugað um velferð Knattspyrnufélags Reykjavíkur en þér. Getur þú haldið því fram að það sem ég segi sé rangt? Ef þetta er rétt hvernig er þetta þá neikvæðni í mér? Orðtakið segir: "sannleikanum verður hver sárreiðastur." Ég fagna nýju þjálfarateymi og býð nýja leikmenn velkomna á sama tíma og ég kveð þá sem hafa lagt sig fram fyrir félagið. En hlutverk stjórnar er ekki aðeins fólgið í því að ráða menn og reka heldur að tryggja umgjörð sem samræmist metnaði félagsins. Þar fær stjórnin falleinkunn.
Pepsi
3.nóvember 2014 kl.11:52
Við bara krefjumst þess að fá yfirbyggðan æfingavöll í vesturbæinn hið bráðasta - Áfram KR !
Stefán
Aðstaða3.nóvember 2014 kl.15:53
Þið sem eruð að skrifa hér vitið greinilega ekki hvernig KR virkar. Þeir sem stjórna fótboltanum í Knattspyrnudeildinni þeir ráða engu um aðstöðumálin heldur er það Aðalstjórn og þar var þessi Guðjón formðaur í mörg ár sem vildi ekkert byggja. Núna er nýr formaður sem heitir Gylfi og ég veit ekki hvort hann er byrjaður að vinna í breytingum á aðstöðunni.
Eddi
Lifðu í lukku en ekki í krukku3.nóvember 2014 kl.16:49
Ég skil að menn geti verið hundfúlir stuttu eftir tapleik hjá KR og láti reiði sína bitna á lyklaborðinu við þau leiðinlegu tækifæri. En að nenna að standa í því mánuði eftir mót, þar sem að sumarhýran var þrátt fyrir allt bikar og 3.sæti, er neikvæðni sem ég nenni ekki að skilja né taka þátt í. Tímabilið var vonbrigði á mælikvarða KR enda vildum við verja okkar meistaratitil en niðurstaðan var samt ekkert skelfileg. Glansandi bikar og Evrópa næsta sumar. En að mála skrattann á vegginn af því að Heimir hafnaði starfi sem ekki var laust á þeim tímapunkti eða að tveir sæmilegir leikmenn kusu að koma ekki í KR er yfirdrifið kvabb að mínu mati. Við erum með splunkunýtt og spennandi þjálfarateymi sem hefur núna rúmt hálft ár í að styrkja liðið og stilla saman strengi fyrir næsta sumar. Er einhver ástæða til að fara strax á taugum? Hvort að menn teljist KR-ingar eða ekki útaf sinni neikvæðni er kviksyndi sem ég ætla ekki að sökkva í en það er ljóst að stuðningsmenn sem leggja meiri áherslu á TUÐ en STUÐ eru frekar gagnlitlir fyrir málstað KR. Það eru engin málefnaleg vísindi eða nothæf gagnrýni að benda á þá augljósu staðreynd að það væri mun betra að hafa yfirbyggðan æfingarvöll frekar en ekki. Auðvitað væri það fínt, en síðustu tveir Íslandsmeistarar hafa verið án þeirrar ágætu aðstöðu og því er varla ástæða til að örvænta. Við erum einfaldlega í stærri borg en FH og þar er meiri barátta fleirri liða um stuðning frá yfirvöldum við íþróttamannvirki. Það væri helst ef að Vesturbærinn myndi sameinast Seltjarnarnesi að hægt væri að splæsa í gott fótboltahús fyrir svæðið :-) En í gvöðanna bænum ekki vera strax búnir að eyðileggja jól, páska og sumardaginn fyrsta með yfirdrifinni neikvæðni löngu fyrir næsta mót. Pís át. Forza KR!
Maggs
Reykjavíkurborg3.nóvember 2014 kl.16:49
KR hefur sýnt mikinn vilja að fá SÍF húsið og byggja þar upp innanhúsaðstöðu fyrir knattspyrnuna. Þá er KR óskað eftir því að Reykjavíkurborg komi að frekari uppbyggingu á KR svæðinu, líkt og þekkist víða annar staðar í kringum okkur. Stefna núverandi meirihluta sem tók við fyrir fimm árum er hins vegar sú að draga úr uppbyggingu íþróttastarfs. Nýlega var felld tillaga sem lögð var fram í íþrótta- og tómstundaráði sem var fólgin í því að efla tengsl skóla og íþróttafélaga. Rökin fyrir því að fella tillöguna fólust í því að trúfélög, íþróttafélög og sams konar félög ættu ekki erindi inn í skólastarf. Á sama tíma í Hafnafirði, Kópavogi og Garðabæ er gífurlega gott samstarf milli skóla og íþróttafélaga og stundatöflur skóla og íþróttafélaganna oft samræmdar. - Ég er mikill áhugamaður um íþróttastarf almennt og spurði eitt sinn einn fulltrúa meirihlutans um uppbyggingu í Breiðholti þar sem ég eitt sinn bjó (þó ég sé KR-ungur). Mér var tjáð að fótbolti væri íþrótt fyrir karlmenn og aðalega karlmenn sem horfðu á fótbolta. Stefnan í dag væri að auka listir í skólum og efla skapandi greinar, ekki íþróttir. -FH, Breiðablik og Stjarnan munu á næstu árum berjast um þá titla sem verða í boði. KR vonandi líka. Munurinn á KR og hinum liðunum er hins vegar sá að KR nýtur ekki sama stuðnings frá Reykjavíkurborg og hin liðin njóta hjá sínum bæjarfélögum. Vissu þið að það eru fleiri börn á aldrinum 1-16 ára í Árbænum en í Garðabæ! Samt dælir Stjarnan út klassa leikmönnum meðan Árbærinn situr eftir í fallbaráttu og í deilum við borgina um að fá sæti í stúkuna sína.
Andri
3.nóvember 2014 kl.18:29
Pepsi, Rétt er það að ég lifi í svarthvítum draumaheimi. Í þeim heimi var KR Íslandsmeistari 2011, 2013 og bikarmeistarar 2011,2012,2014. Þú verður að viðurkenna að það er mjög góður árangur. FH og Stjarnan eiga líka mjög góðan samanlagðan árangur síðustu 5 ár, FH Íslandsmeistari 2012 og Stjarnan 2014, FH bikarmeistari 2010. Vestur, ég taldi bara upp varnasinnaða miðjumenn og þú sem ert nokkuð fróður um knattspyrnu ætti að hafa spottað það en gerðir ekki. Þú vilt kannski bara hafa liðið fullt af varnarsinnuðum miðjumönnum? Þú hlýtur líka að vita afhverju Jónas spilaði svona fáa leiki og veist þá líklega að hann mun byrja alla leiki á næsta ári. Það að Finnur getur spilað sem miðvörður er plús en hjálpar honum ekkert inn í byrjunarliðið þar sem hann er lakari en allir okkar menn en að sjálfsögðu yrði hann góður kostur á bekknum enda ágætis leikmaður. Hinsvegar þá yrði ég fúll ef alvöru leikmenn kæmu til Íslands og myndu spila fyrir önnur lið. ss: Eiður Smári, Eiður Aron, Kristján Örn , Rasmus , Pálmi Rafn ofl..en ekki Finn Orra og Arnþór Ara.
Damus7
3.nóvember 2014 kl.19:13
Erum við ekki allir hér sammála um að það má bæta margt í KR en um leið verið sammála um að árangur KR hefur verið mjög góður. Ég man eftir því að hafa spriklað á malarvellinum á veturnar ef það var ekki of mikið frost í jörðu. Núna er komið þar þetta fína gervigras. Auðvitað væri gaman að sjá yfirbyggða knattspyrnuhöll í Vesturbænum en ég held að það sé eitthvað sem við munum ekki sjá strax. Væri ekki nær að þið sem hér skrifið og hafið áhuga á KR og starfinu í KR að þið komið saman með lausnir fyrir klúbbinn? Hafa menn skoðað byggingu knatthúsa eins og er í Hafnafirðinum eða í Hveragerði?
Andrés
3.nóvember 2014 kl.20:10
Finnur Orri er mjög góður leikmaður á íslenskan mælikvarða. Ekki ,,sæmilegur" eins og einhver hefur haldið fram á þessum þræði. Bara svo því sé haldið til haga.
Axel
3.nóvember 2014 kl.20:25
Ég skal vera sammála um að hann er mjög góður leikmaður á íslenskan mælikvarða.
Damus7
3.nóvember 2014 kl.20:27
Sambandi við félagaskipti Finns Orra og Arnþórs þá skulum við ekki gleyma höfum Atla Sigurjónss sem er frábær leikmaður sem hefur að mínu mati ekki fengið nóg af tækifærum í byrjunarliði notum hann sem einn af lykilmönnum í liðinnu ásamt því að gefa einhverjum efnilegum í 2 flokki tækifæri.Tel að tími uppbyggingar sé framundan hjá KR og gefum þessu tíma enginn heimsendir þó við verðum að bíða í nokkur ár eftir titlinum.
Vesturbæingur
3.nóvember 2014 kl.21:34
Ég vildi að ég sæi menn eins og Maggs oftar á þessu spjalli.
ábs
3.nóvember 2014 kl.23:42
Sæll Maggs. Afgreiddu mál mitt sem tuð. Það er í góðu lagi. En ég er aðeins að benda á vandamálin hjá félaginu. Þau eru þessleg að meðan önnur félög byggja upp til framtíðar þá erum við enn að hjakka í sama farinu. Ég er ekki hundfúll og nenni engan veginn að standa í argaþrasi. Allra síst þegar langt er í mót. En það er einmitt það sem við þurfum að gera. Setja þrýsting á þá sem stjórna. Undirbúningstímabilið er sá tími þar sem stjórnin þarf að vera hvað virkust. Þú segir að tímabilið hafi verið vonbrigði á mælikvarða KR. Mér finnst árangurinn glæsilegur þó að stefnan sé alltaf á titil. En ég horfi hins vegar á hópinn og það sem úr honum kvarnast. Ég horfi á 2. flokk karla sem var hársbreidd frá falli í Íslandsmóti. Ég horfi á þá staðreynd að Stjarnan varð Íslandsmeistari, FH-ingar eru virkir á markaði og ætla sér mikilsverða uppbyggingu. Uppbyggingu sem þeir ætla, samkvæmt forráðamönnum félagsins, að standa straum af að verulega miklu leyti sjálfir. Hvað eru forráðamenn okkar félags að gera? Ég tel mig vera raunsæan en ekki neikvæðan. Það er afskaplega auðvelt að hoppa á vagn jákvæðni en ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að óbreyttu sé félagið viðkvæmt stórfley og þið hljómsveitin sem spilar um borð. Það eru engin málefnaleg vísindi eða nothæf gagnrýni að benda á þá augljósu staðreynd að betra væri að hafa yfirbyggðan æfingarvöll. Hvernig getur það ekki verið málefnalegt eða nothæft? Við urðum Íslandsmeistarar án þess - það er rétt. En mín skoðun er að til lengdar er ekki hægt að reka KR sem knattspyrnufélag nema við 1) ölum upp okkar eigin knattspyrnumenn 2) seljum unga efnilega leikmenn út. Slíkt útheimtir fjárfestingu í þjálfurum og aðstöðu. Það er fín hugmynd að sameinast Gróttu um uppbyggingu en sérðu forráðamenn KR ræða slíkt? Andri bendir á að KR hefur sýnt mikinn vilja til þess að fá SÍF húsið. Hvar er þessi mikli vilji? Jónas kom í viðtal og talaði um samstarf við Búmenn. Það varð ekkert úr því. Að KR hafi óskað eftir því við Reykjavíkurborg að koma að uppbyggingu sér hvergi stað í opinberum gögnum. Ekkert slíkt er skráð. Enga tillögu frá KR er að finna í gögnum Borgarráðs eða hjá framkvæmdasviði Reykjavíkur. Þú vísar í tillögu sem lögð var fram hjá ÍTR. Hún var ekki lögð fram né studd sérstaklega af félagsins. Þú vísar til þess sem þekkist í nágrannasveitarfélögum og í því kristallast spurningin um það hvort aðrir geri þetta betur, hvort aðrir séu duglegri að ýta á stjórnmálamenn. Þú talar einnig um að það sé stefnan að efla og styðja við skapandi greinar - það er einmitt það sem er nú í SÍF skemmunni - vinnustofur listamanna. Af hverju þarf KR að njóta sérstaks stuðnings eða velvilja borgarinnar til þess að taka af skarið? Af hverju þarf íþróttafélag að vera rekið á spena almennings? Það eru 13000 íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur sem allir væru viðskiptavinir íþróttafélagsins ef menn væru "kreatívir" í hugsun. Það er einmitt núna á þessum tímapunkti sem við eigum að gagnrýna. Ég horfi til baka á tímabilið og sé, þrátt fyrir fínan árangur, aðsteðjandi vandamál. Við vorum langt frá því að ógna FH og Stjörnunni, félögum sem njóta velvildar ráðamanna, góðrar aðstöðu, vinsælda o.fl. o.fl. Segið mig neikvæðan en leiðréttið mig þá um það sem er rangt. Ég vil félaginu mínu allt hið besta en leikmenn, stuðningsmenn og forráðamenn eru og mega aldrei verða hafnir yfir gagnrýni.
Pepsi
4.nóvember 2014 kl.02:53
Þetta eru ágætis punktar hjá þér Pesi og ég er ekki ósammála þér. Mér finnst KR þurfa að hugsa stærra og gera framtíðarplön um uppbyggingu æfingasvæðis. Mér finnst engu að síður ósanngjarnt að legga alla ábyrgðina á stjórn félagsins. Uppbygging íþróttamannvirkja í Vesturbænum hefur ekki verið nein síðan KR byggði nýju æfinga- og keppnishöllina. Það voru samt sem áður plön um að byggja stúku allan hringin, gera þjónustumiðstöð og byggja svæðið upp. Pétur Marteinsson var fengin til félagsins einmitt til að halda utan um það. Ekkert íþróttafélag hefur bolmagn til að fara eitt út í dýrara framkvæmdir eins og byggingu knatthúsa eða uppsetningu battavalla án aðkomu sveitarfélagsins. Þá dugir skammt að liggja yfir dagskrá funda enda hafa íþróttafélögin ekki vald til að taka mál á dagskrá. Formaður Fylkis fékk símtal frá Fylkismanninum og borgarstjóranum Degi B. Eggertssyni fyrir það eitt að voga sér að ræða við fjölmiðla um 4 milljón króna styrk sem borgin hafði lofað vegna uppsetningu sæta í nýja stúku félagsins. KR getur ekkert gert meðan opinber stefna Reykjavíkurborgar er að draga úr vægi íþrótta og efla „skapandi“ greinar. Það eru engir battavellir í Vesturbænum og eru ekki á dagskrá borgarinnar, það má ekkert samstarf vera milli skóla og íþróttafélaga og borgin hefur ekki sýnt neinn vilja til að finna lausn á æfingaaðstöðu fyrir KR, sem er fyrir löngu sprungin. Það er rétt hjá þér að Vesturbæinn er fjölmennur, samkvæmt Hagstofu Íslands búa 16.541 í Vesturbænum og ef tekið inn sá hluti 101 sem nær undir áhrifasvæði KR eins og litla og stóra Skerjó er fjöldinn kominn í tæplega 17.500. Þá búa 4381 einstaklingur á Seltjarnarnesi og því ætti að vera hægt að byggja upp einhvers konar þjónustukjarna í kringum KR.
Andri
4.nóvember 2014 kl.10:10
Varðandi mannvirkjagerð og uppbyggingu æfingasvæða í Vesturbænum, að þá eru margir núverandi borgarfulltrúar einmitt búsettir í Vesturbænum og ættu bara að girða sig í brók. Og af því að Grótta og Seltjarnarnesið koma fyrir í umræðunni hér, þá er það auðvitað staðreynd að stuðningur við KR er mikill á Seltjarnarnesi og alltaf mikið af fullorðnum sem og börnum og unglingum af Seltjarnarnesi á heimaleikjum KR.
Stefán
4.nóvember 2014 kl.11:40
Sómasamlega sæmilegur en samt ekki sómasamloka! Hvenær eru menn góðir og hvenær ekki góðir? Sumum finnst Finnur Orri "mjög góður" en mér finnst hann ekki mikið yfir meðallagi fyrir topplið í titilbaráttu. Hann var efnilegur fyrir nokkrum árum og var í yngri landsliðunum en hefur staðnað síðustu 2-3 ár. Svo sem ekki vísindalegur mælikvarði en vísbending samt er að hann hefur ekki komist í topp 40 í einkunnagjöf Fréttablaðsins síðan meistaraár Blikanna 2010 (nr.32 það ár). Önnur vísbending er að hann er fyrirliði síns liðs sem olli miklum vonbrigðum í sumar og hann þótti ekki í topp 4 innan síns eigins liðs. Er hann að standa undir álaginu? Hann hefur ekki ennþá skorað mark í efstu deild eða í bikarnum í 161 leik! G.P.Lýðsson er að mínu mati mun betri miðjumaður hjá Blikum heldur en Finnur Orri og ég væri mun meira til í að fá hann í KR. Aukaspyrnurnar hans væru vel þegnar. Finnur Orri er að mínu mati sæmilegur leikmaður í dag sem hefði verið allt í lagi að fá ókeypis í hópinn en hann skiptir ekki þannig sköpum né ætti hann greiða leið í byrjunarliðið í stöðu sem við eigum nóg af mannskap í. Við vitum heldur ekkert um launapakkana sem voru í boði en FH hafa spreðað sínum Evrópuseðlum vítt og breitt, m.a. keypt sér heila 5 erlenda leikmenn síðasta sumar og flestir líklega á lúxuslaunum. Ef að Finnur finnur sig og bætir hjá FH þá gæti hann orðið góður eða jafnvel mjög góður leikmaður en það segir sitt að ekkert skandinavískt lið nældi sér í þennan meinta "mjög góða" leikmann á frjálsri sölu þrátt fyrir að hann sé á besta aldri, meiðslafrír að mestu og spilað marga leiki undanfarin ár. Það er nú líka þannig að treyja KR er "þyngri" en treyjur hinna liðanna bæði útaf glæstri sögu félagsins og líka miklum væntingum. KR-ingar mæta líka mun meiri mótstöðu innan vallar sem utan útaf landlægu hatri á okkur. Það þarf því kjarkmenn til að koma í KR og þeir þurfa bæði að þora að koma í klúbbinn og þola mótlætið sem því getur fylgt. Þeir eiga að vilja koma til okkar ekki útaf einhverri aðstöðu, monningum eða álíka gutli heldur af því að þeir vilja takast á við stóra áskorun og vilja í hjarta sínu spila fyrir Vesturbæjarstórveldið og vera hluti af glæstri sögu stærsta klúbbs Íslands. Þeir sem skorast undan því eru að mínu mati ekki velkomnir hvort sem er. Farið hefur fé betra og lömbin líka. Verum stoltir og hættum þessu volæði! KR og ekkert kjaftæði! Forza KR!
Maggs
4.nóvember 2014 kl.14:21
@Pepsi. Þetta snýst ekki að klúbburinn sé hafinn yfir gagnrýni heldur að vera ekki með gildishlaðin gífuryrði sem í besta falli er hvimleið neikvæðni en í versta falli kolrangt kvabb. Ert þú hafinn yfir jákvæðan stuðning við þitt lið? Þín fyrirsögn er að KR sé með "lítið aðdráttarafl" en tilefnið er eingöngu það að tveir samningslausir leikmenn komu ekki til okkar og að lengst starfandi þjálfari landsins sagði ekki starfi sínu lausu fyrir stöðu sem á þeim tíma var mönnuð. Flestir gera nú samt ráð fyrir því að Heimir muni á endanum rata heim þegar tíminn er réttur og þolinmæði er dyggð í þeim efnum. Þú ferð mikinn í slúðrinu og áhyggjum af framtíðinni en skv. nýjust fregnum er a.m.k. Grétar að skrifa undir samning og Skúli Jón kæmi til okkar ef hann snýr aftur á Skerið. Er ástæða til að fara á taugum rúmu hálfu ári fyrir mót? Mér finnst það ekki en þér greinilega, en samt erum við jákvæðu fírarnir bara hljómsveitin í Titanic að þínu mati. Eitthvað finnst mér það öfugsnúið en svo er nú með þá músík. Fínt að taka málefnalega og lausnamiðaða umræðu varðandi aðstöðu og knattspyrnuhús eins og sumir aðrir gera hér en að setja það upp sem eitthvert úrslitaatriði nákvæmlega núna stenst illa skoðun. Sérstaklega þegar dæmin sem þú nefnir um lið með þessa ágætu aðstöðu eru mestmegnis af liðum í botnbaráttu eða deildinni fyrir neðan. Þú toppar þetta með því að tengja þetta við umgjörð liðsins og að stjórnin fái falleinkunn. Hvaðan kemur svona dómadagsrugl? Var umgjörðin þá handónýt þessi síðustu 4 ár meðan að bikararnir hrúguðust inn?? Umgjörð um lið snýst um mun meira en íþróttamannvirkin sjálf. Það snýst um allt hið faglega starf á bakvið tjöldin sem gerir þjálfurum og leikmönnum kleift að ná toppárangri. Umgjörðin er margrómuð hjá KR og með því besta sem gerist hér á landi enda árangurinn eftir því. Að halda öðru fram finnst mér í senn ósanngjarnt og beinlínis móðgandi fyrir hið góða fólk sem vinnur gott starf í þessum málum. Ábendingar eru alltaf vel þegnar en blammeringar ekki. Það sem klikkaði í deildinni í sumar var að mínu mati stemmningsleysi útaf ýmsum atvikum eða aðstæðum. Frosið gras, HM, rennblautt sumar, skortur á greddu og töp í toppleikjum. Þetta var næstum endurtekning á sumrinu 2012 og sömu hlutirnir að gerast það árið, en við skilum samt bikardollu í hús. Reynum einfaldlega að læra af mistökunum og koma sterkir og grimmir til leiks að vori. Fínt að fara í naflaskoðun og greina hlutina en að mínu mati er þitt raunsæi ekkert annað en óþarfa leiðindi sem gerir lítið gagn. Stundum er bara í fínu lagi að stuðningsmenn sýni hollustu sína með jákvæðni og "blindri" og óbilandi trú. Hundfúll og samanherptur KR-ingur uppi í stúku eða bakvið lyklaborðið gerir lítið gegn þegar á móti blæs. Það er nær að reyna að skapa styðjandi andrúmsloft fyrir nýtt þjálfarateymi og láta baknagið bíða betri eða verri tíma. Áfram KR, í blíðu & í stríðu!
Maggs
4.nóvember 2014 kl.16:30
Maggs, hvar eru "gildishlaðin gífuryrði" að finna hjá Pepsi? Að mínu mati eru innlegg hans hér mjög málefnaleg og rökum studd. Hins vegar bendir Andri á að vandamálið er ef til vill mjög erfitt þar sem borgaryfirvöld hreinlega standa í vegi uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað. Það er auðvitað algjörlega forkastanlegt og þá ekki síst með hliðsjón af forvarnargildi íþróttastarfs. Við KR ingar erum allir sammála um að árangurinn síðustu ár hefur verið frábær. Það má hins vegar ekki verða til þess að við stingum hausnum í sandinn og horfum ekki raunsætt á stöðuna, því það eru sannarlega blikur á lofti. FH, Stjarnan og Breiðablik búa núna við betri aðstöðu en við og sveitarfélögin styðja betur við bakið á þessum klúbbum. Blikar hafa svo MARGFALT fleiri iðkendur í yngri flokkum en við og það gefur auga leið að með því eykst möguleikinn þeirra til að fá góða leikmenn upp í gegnum barna- og unglingastarf. Ef til vill erum við líka með færri iðkendur í yngri flokkum en FH og Stjarnan. Þetta er allt uppskrift að því að dragast aftur úr EF EKKERT VERÐUR GERT. Þess vegna er mjög gott að sanngjarnar gagnrýnisraddir heyrist. Ég fagna umræðunni.
Stebbi
4.nóvember 2014 kl.18:03
@Stebbi Að mínu mati eru það gildishlaðin gífuryrði að segja KR hafa lítið aðdráttarafl, að stjórnin fái falleinkunn fyrir umgjörðina o.fl. Pepsi er heldur ekki að tjá sig hér á spjallinu í fyrsta sinn og fyrir stuttu talaði hann um það hefði engin framþróun orðið í 20 ár hjá félaginu og að það örlaði ekki á framtíðarhugsun. Óttalega innihaldslaust orðagjálfur finnst mér. Stór orð sem standast illa skoðun. Tek það fram að ég hef engin tengsl við klúbbinn um fram það er reyna að láta gott af mér leiða í stúkunni. Mætti og ætti að vera öflugri en er þakklátur dugnaðnum hjá þeim sem draga vagninn og fórna sér fyrir klúbbinn. Ég skil því illa svona neikvæða gagnrýni og tel það verst fyrir okkur sjálfa að standa í svoleiðis málflutningi. En uppbyggileg og jákvæð gagnrýni er hið besta mál og slíku ber að fagna. Áfram KR
Maggs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012