Svara þráð

Spjall

Rúnar Kristinsson25.október 2014 kl.15:05
Finnst rétt að búa til sérstakan þráð til að þakka Rúnari Kristins fyrir sín störf fyrir KR undanfarin ár. Hefur unnið titil á hverju ári, þar af tvo Íslandsmeistaratitla og alltaf verið félaginu til sóma. Auðvitað samgleðst maður Rúnari að vera að taka næsta skrefið á sínum þjálfaraferli en maður mun samt sem áður sakna þess að hafa einn af bestu sonum KR í þjálfarastöðunni.
Stórveldið
28.október 2014 kl.20:41
Mér líður eins og í jarðaför, ég er sorgmæddur. Rúnar !! ég sakna þín.
Skúli Hersteinn
Takk Rúnar! Takk Pétur!29.október 2014 kl.09:57
Ég vil þakka Rúnari og Pétri fyrir frábært og í raun einstakt starf sem þeir hafa unnið af hendi síðustu ár. Sannir meistarar og með risastórt KR-hjarta sem komu KR-skútunni aftur á rétta siglingu. Magnað sigurskeið og það hafa verið forréttindi að fylgjast með og fagna í stúkunni. Takk fyrir mig! Forza KR!
Maggs
29.október 2014 kl.11:55
Tek undir þetta. Frábær störf hjá Rúnari og Pétri síðastliðin ár og ávallt verið klúbbnum til sóma.
Stebbi
29.október 2014 kl.12:04
Skúli Hersteinn, mér líður allavega ekki eins og ég sé í jarðarför, vegna þess að við erum komnir með tvo aðra frábæra menn í brúna hjá KR. Ég þakka svo Rúnari og Pétri kærlega fyrir frábær tímabil og óska þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012