Svara þráð

Spjall

Bjarni er frábær, en...25.október 2014 kl.12:58
Bjarni Guðjónsson var frábær leikmaður, leiðtogi, liðsmaður og KR-ingur þau ár sem hann spilaði í svart hvítu. Framlag hans til félagsins mun vera lengi í minnum haft, hann er í hópi þeirra bestu sem spilað hafa í KR. En.. Bjarni þreytti frumraun sína sem þjálfari með Fram í sumar. Að sjálfssögðu er ekki hægt að skella öllu því sem illa fór í Safamýrinni á herðar Bjarna. Það er samt hægt að skella miklu af því á hans herðar, jafnvel meiru en í öðrum viðlíka dæmum. Það eitt og sér að hann sé orðaður við þjálfarastöðu KR-liðsins nú þegar Rúnar hverfur á braut er sorglegt. KR er félag sem tekur ekki áhættur, á ekki að þurfa þess, eins og Fram gerði í fyrra með að ráða nýgræðing í þjálfun. Það eru forréttindi að fá að þjálfa þetta lið, forréttindi sem einungis þeir allra bestu í stöðunni eiga að fá. Er Bjarni sá besti í stöðunni? Ef svarið er já hefur ekki verið reynt nógu vel að finna þann besta. Ef að hann verður ráðinn verður hann dæmdur af verkum sýnum og ef liðinu gengur vel skal ég fagna manna mest, ef honum og liðinu gengur illa, þá verða ansi margir sem segja ,,I told you so." Hvern vildi ég þá sjá taka við liðinu? Pétur Péturs að sjálfssögðu fyrsti kostur enda eðlilegast að astoðarþjálfari í eins sigursælu liði sé færður upp í aðalþjálfarann. En Pétur er mögulega að fara með Rúnari út. Annars: Atli Eðvalds, Heimir Guðjóns, Brynjar Björn eða Jörundur Áki.
Góli
25.október 2014 kl.21:14
Ofboðslega leiðist mér að lesa svona texta. KR er okkar félag en það eru alls ekki meiri forréttindi að fá að þjálfa KR en önnur félög. Eins og staðan er í dag þá eru t.d. FH og Breiðablik með miklu betri aðstöðu en KR. Í Garðabænum virðist sem peningar vaxi á trjánum og það er ekki hægt að neita því að fagmennskan hjá þeim í sumar ætti að vera öllum öðrum liðum lexía. Velgengnin hefur verið mikil í Vesturbænum á undanförnum árum. Klúbburinn á sér merka sögu og hefur sýnt það að krafan er alltaf Íslandsmeistartitill og innistæða er fyrir slíkum kröfum. Árangur vinnst ekki á sögunni og við eigum ekki að líta svo stórt á okkur að halda menn vilji þjálfa KR á heiðrinum einum saman. Heimir var að skrifa undir nýjan samning við FH, Brynjar Björn er samningsbundinn Stjörnunni og ég get lofað þér að þar á bæ eru meiri peningar en í Vesturbænum og Jörundur Áki, ég veit ekki með hann.
Andri
25.október 2014 kl.22:47
Ef Bjarni verður ráðinn skulum við þjappa okkur á bakvið hann strax frá upphafi - ekki bíða og sjá til hvernig hann stendursig. Hjálpum honum með góðum stuðningi allan tímann, alla leið.
ábs
25.október 2014 kl.23:52
Tek undir með ábs, hver sem verður þjálfari KR þarf á því öllum okkar stuðningi að halda. Samstaða skiptir gífurlega miklu máli.
Andri
27.október 2014 kl.10:16
Talar um Brynjar Björn og Jörund Áka. Brynjar Björn hefur enga reynslu sem aðalþjálfari og hvaða árangri hefur Jörundur Áki sýnt sem aðalþjálfari meistaraflokks karla? Held að Bjarni sé fínn kostur og reyndar Brynjar Björn líka og nú þarf að standa þétt við bakið á Bjarna og gefa honum tíma.
Jónas
27.október 2014 kl.14:10
Ég verð nú frekar undrandi ef Bjarni tekur við KR. Bjarni er auðvitað karakter og leiðtogi og þegar hann tók við Fram átti ég vona á öðru en því sem ég sá þar í sumar. Það er rétt sem fram kemur í upphafspósti að ekki er hægt að skella allri skuld sumarsins hjá Fram á Bjarna en hann á drjúgan þátt í uppskerunni á þeim bænum. Spurning er hvort stjórn KR telji hann hafa lært nægjanlega mikið af þessu hörmungarsumari til þess að taka við liði sem á að berjast um titilinn.
Stefnir
27.október 2014 kl.18:09
Ég þekki nú örlítið til í Fram og þar á bæ var ekki til túkall til að kaupa leikmenn. Hugmyndin var að safna í nýtt lið með efnilegum strákum úr neðri deildum og það mistókst. Ég held að enginn þjálfari í efstu deild hefði tekist að halda þessu liðið uppi. Það sást aftur og aftur að reynsluleysið var að fara með liðið. Það er ekki nóg að vera með tvö gamalmenni inn á vellinum með liðinu, þú þarft leikmenn með reynslu að spila í efstu deild og getuna til að spila þar. Það skorti hjá Fram. Enginn þjálfari breytir því.
Andrés
27.október 2014 kl.22:50
Það vantar like-hnappinn á þetta úrelta spjallborð en mikið er ég sammála Andrési.
ábs
28.október 2014 kl.19:53
Báðir þessir menn eru auðvitað stórskemmtilegir og allt það, en út á hvað eru þeir ráðnir? Gummi tók við Selfossi á sínum tíma og féll með þá. Er síðan búinn að vera aðstoðarmaður hjá Breiðabliki og ekki var neitt sérstakt í gangi þar þetta sumarið. Breiðablik var með mannskap til að berjast um Íslandsmeistaratitil. Svo vita allir hvernig þetta var hjá Bjarna og Fram. Ég vona að menn hafi vandað til verks í þessari þjálfaraleit og virkilega rætt við þessa kandídata en ekki bara ráðið þá því það var auðveldur kostur.
dóri
KR er KR28.október 2014 kl.20:57
Þeir fengu sín fyrstu tækifæri sem þjálfarar (hefði væntanlega verið erfið ákvörðun að afþakka boð um þjálfun í efstu deild sem fyrsta starf) með litla klúbba með takmörkuð fjárráð og afar erfið verkefni að halda þessum liðum í deildinni. Það er ekki hægt að líkja því saman við KR. Hefði Rúnar haldið Fram uppi eins og staðan var á þeim bænum í fyrra. Rikki Daða sagði sig frá starfinu vegna peningaleysis.
Stulli
28.október 2014 kl.21:07
Nú er það staðfest að Bjarni mun þjálfar KR ásamt Gumma Ben og Óskar Hrafn tekur við þjálfun 2.flokks. Þetta eru góðar fréttir fyrir KR og ég hlakka til að mæta á völlinn næsta sumar. Allt saman góðir menn sem þekkja knattspyrnufræðin, vita hvað þarf til að vinna og ætla sér stóra hluti fyrir KR. Það er búið að deila um það hver skuli taka við en nú hefur ákvörðunin verið tekin og þá þéttum við raðirnar og stöndum með okkar mönnum. Flottir þjálfara í flottasta klúbbnum með glæsilegustu sigurhefðina. ÁFRAM KR!
Andrés
28.október 2014 kl.21:40
Allir KR ingar hljóta að styðja þessa ráðningu Heimir hefði verið besti kosturinn hann er ekki á lausu né Brilli og er þetta rökrétt ráðning báðir gegnheilir KR-ingar. Áfram KR.
Vesturbæingur
Áfram Bjarni, Gummi og Óskar! Áfram KR!29.október 2014 kl.09:36
Ég er mjög ánægður með þessar ráðningar og að mínu mati spennandi og skemmtilegt þjálfarateymi. Allt skeleggir KR-ingar með eldkláran boltabrein og einharðan sigurvilja. Í fótboltanum er stemmning og góður liðsandi gulls ígildi og fleytir liðum ansi langt. Einhverjir geta ákveðið að horfa neikvætt hitt eða þetta en á þessum tímapunkti værum við bara að vinna okkar liði ógagn með óþarfa röfli og bollaleggingum. Núna er hafin ný byrjun með nýjan skipstjóra í brúnni, stýrimann og vélstjóra. Ræðum hlutina á jákvæðum og málefnalegum nótum en höfum fyrst og fremst gaman að þessu. Fylkjum okkur allir sem einn bakvið okkar lið og sköpum sigurstemmningu fyrir næsta sumar. Styðjum þjálfara & leikmenn með ráðum og dáðum og virkjum hungrið í titilinn að nýju. Koma svo KR!!! Stöndum saman allir sem einn!!
Maggs
29.október 2014 kl.09:58
Ég er sáttur við þessar ráðningar, en það verða væntanlega miklar breytingar á KR-liðinu og ég hef fulla trú á því að frábærir nýir leikmenn komi í stórveldið.
Stefán
30.október 2014 kl.01:43
Er mega sáttur með að Óskar Hrafn er mættur... Vona að hann komi sem mest að Meistaraflokki.
Nafni þinn
30.október 2014 kl.19:33
Það er margt gott við þetta. Sammála Nafna mínum að það er mikill fengur að hafa fengið Óskar Hrafn. Gummi Ben er kominn heim og þótt sumir geti haldið annað óska ég Bjarna Guðjóns alls hins besta því það er KR fyrir bestu. Að því sögðu finnst mér óþolandi þessi viðkvæmni fyrir öðrum skoðunum. Tóninn sem er stundum sleginn hér er að ef menn eru ekki sammála þá séu menn að vinna liðinu og klúbbnum ógagn! Mantrað virðist vera orðið þetta: "Ef þú ætlar að skrifa hér vertu þá ógeðslega ánægur og jákvæður með allt og sammála, annars ertu neikvæður leiðindapúki með niðurrif." KR er það auðugur klúbbur og stór að hann á að geta rúmað ótal skoðanir og verið auðugri fyrir. Ég endurtek fyrri orð mín um að mér finnst kominn fullmikill Já-manna bragur í þetta og það kann ekki góðri lukku að stýra.
Vaxtavextir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012