Svara þráð

Spjall

Nýr þjálfari17.október 2014 kl.18:15
Er ekki einhvern sem vantar þjálfara sem hefur það eitt á ferilskránni að taka við liði gjörbreyta því, falla svo og hlaupa í burtu?
Kristinn
17.október 2014 kl.19:00
Kemur ekki til greina að ráða Bjarna. Það er ekki það sama, vera besservisser í sjónvarpi með mikilmennsku og vera góður þjálfari.
TM
17.október 2014 kl.19:16
Ósammála. Myndi klárlega hafa Bjarna í huga EF Rúnar fer út fyrir landsteinana. Væri klárlega til í að sjá Pétur, Brilla eða Bjarna taka við liðinu. Eða einhvern mjög frambærilegan útlending.
Stebbi
17.október 2014 kl.20:26
Við þurfum að fá þjálfara málin á hreint. Skil ekkert í þeim sem stjórna að vera ekki löngu búin að ráða mann í djobbið. Ef Rúnar er orðinn stærri en klúbburinn og ef hann getur ekki gefið okkur svar, þar sem hann er samningslaus, þá á bara að ráða annan strax í starfið. Held að menn sem stjórna KR þurfi að fara segja upp ef þeir setja ekki KR ofar en Rúnar!
Damus7
17.október 2014 kl.20:45
Sammála Damus 7 þessi umræða og bið skaðar KR setur leikmannamál í uppnám ofl.Enginn er stærri en KR.
Vesturbæingur
17.október 2014 kl.21:07
Skora á stjórn kn.deildar að ráða EKKI Þorvald Örlygsson ef svo fer að Rúnar hverfi á braut(Vonandi ekki).KR hlýtur að hafa meiri metnað en það.Sjálfsagt er Þorvaldur drengur góður og allt það,en ég tel hann ekki nógu góðan að taka við Stórveldinu.
Alfie Conn
Brynjar Björn takk.17.október 2014 kl.22:14
Brynjar Björn og engan annan takk, hann hefur þekkingu,reynslu og karakter.Hann var byrjaður að þjálfa úti í Englandi, var aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni og Íslandsmeistari með þeim. Afi hans þjálfaði mig í 5 flokki hjá KR, og pabbi hans spilaði með KR. Gegnheill KR ingur.
Klaus
Rúnar18.október 2014 kl.11:11
Rúnar verður að fara að ákveða hvað hann ætlar að gera. Á meðan hann hugsar er meistaraflokkur í lausu lofti og menn farnir að hugsa sé til hreyfings. Drífa sig !
Mozki
18.október 2014 kl.12:32
Mér finnst Rúnar alveg eiga það inni að fá að gefa sér smá tíma í þetta. Hins vegar vona ég að hann sé að talal við stjórn KR og í það minnsta að ræða við leikmenn og leggja upp með plön fyrir næsta sumar. Ef hann fer þá getur nýr þjálfari nýtt sér þá vinnu eða ekki. Allt er betra en að gera ekki neitt.
Andri
King Bjarni 20.október 2014 kl.20:09
Ef Rúnar fer Þá er aðeins einn maður sem kemur til greina og það er kóngurinn BJARNI eggert G
Joi
23.október 2014 kl.15:55
Rétt hjá þér Jói, það er orðið staðreynd að Bjarni Guðjóns. tekur við ef Rúnar og Pétur fara til Noregs. Þetta er að verða svolítið pínleg bið og Rúnar þarf að gefa ákveðið svar í vikunni var ég að lesa. Öll önnur úrvalsdeildarlið klár og að sanka að sér mannskap. Spurning hvern Bjarni velur sem aðstoðarmann ? Þeir þurfa aldeilis að bretta upp ermar og byrja að smala inn topp leikmönnum.
Stefán
23.október 2014 kl.19:31
Skal játa set spurningarmerki við Bjarna sem þjálfara árangur hans með Fram var ekki góður hann var ekki með lélegan mannskap í höndunum en voru miklar breytingar milli ára.Kannski hef ég rangt fyrir mér . Myndi ráða Brynjar Björn í starfið var að vinna við þjálfun hjá Reading og aðstoðarþjáfari Stjörnunnar í sumar.Verð hinsvegar að hrósa stjórninni gekk frá samning við Óskar og er í viðræðum við fleirri leikmennn.
Vesturbæingur
24.október 2014 kl.09:30
Vesturbæingur, ég myndi einmitt helst vilja sjá Brynjar Björn með Bjarna. Rúnar hjá Stjörnunni fékk allt hrósið fyrir árangurinn, en ég er viss um að Brynjar Björn á mikið í þessum árangri þeirra.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012