Svara þráð

Spjall

Leikmenn að koma og fara.....16.október 2014 kl.17:58
Tímabilið búið og nú byrja þreifingar um leikmenn. Hvaða leikmenn koma og fara. Þeir sem eru á lausu og gæti verið gaman að skoða eru að mínu mati: 1) Jóhannes Karl, topp leikmaður. 2) Skúli Jón, vitum allir hvað hann getur. Aðrir leikmenn sem gætu verið áhugaverðir en ég þekki ekki samningstöðu þeirra eru. 1) Jóhann Helgi Hannesson, góður leikmaður í slöppu liði. 2)Bergsveinn Ólafsson, mér fannst hann nokkuð traustur í vörninni hjá Fjölni í sumar. 3) og 4) báðir varnarmenn Bjarni Ólafur Eiríksson og Maggi LÚ. Já ég veit, þeir eru báður úr vali og margir telja þá ofmetna en ég held að þeir muni blómstra í góðu liði. Alla vega þetta eru bara vangaveltur. Hvað finnst ykkur?
Andrés
16.október 2014 kl.18:01
Já og Jonathan Glenn og Sindri Snær Magnússon :) Ég óttast að við gætum misst Grétar og Óskar Örn. Mummi er hættur og Kjartan farinn.
Andrés
Kr16.október 2014 kl.19:21
Við meygum ekki missa óskar Örn það er bara banað
Joi
16.október 2014 kl.19:35
Það má vel vera rétt hjá þér en á endanum er það höndum Óskars hvar hann vill spila næsta sumar. Hvort sem hann verður áfram í KR eða vill fara annað þá er alveg ljóst að klúbburinn þarf að styrkja liðið. Vörnin var ekki nægilega öflug í sumar og það vantaði eitthvað í miðjuna, kannski bara Bjarna :)
Andrés
16.október 2014 kl.21:43
Verðum að fá 2-3 varnarmenn ef Grétar fer tala nú ekki um ef að Haukur fer. 2 sóknar og kantmenn ef Óskar fer við höfum skapandi miðjumannn sem er Atli og þarf að gefa honum meira traust.En því miður eru miklar breytingar aldrei til góðs.
Vesturbæingur
17.október 2014 kl.12:35
- Kjartan farinn - Mummi hættur - Óskar samningslaus - Grétar samningslaus - Baldur líklega á leið til DK - Rúnar til noregs að þjálfa Ég óttast að KR verði í basli næstu ár þó klúbburinn fái til liðs við sig menn sem fylli þessi skörð. Alltaf erfitt að missa lykilmenn úr liðinu og hvað þá svona marga ef allir fara. Hafa menn einhverjar uppástungur um leikmenn sem væri áhugavert að fá eða eru ungir leikmenn að koma upp?
Andri
17.október 2014 kl.12:41
Andri, þá er bara að treysta á nýjan þjálfara ef Rúnar fer. Liðið náði hvort sem er ekki mjög vel saman í sumar nema í bikarleikjunum, þannig að veruleg endurnýjun gæti bara komið vel út ef vel tekst til. Það mætti líka líta út fyrir landssteinana varðandi fleiri erlenda leikmenn.
Stefán
17.október 2014 kl.13:55
Ég minni menn á að 3. fl. hjá okkur var Íslands- og bikarmeistari. Þeir strákar eru nú að ganga upp í 2. fl. og eru með mikla yfirburði. Flottur 17 ára leikmaður á að geta spilað með meistaraflokki. Ættum að bæta við okkur 2 klassaleikmönnum í stað þeirra sem við erum að missa en svo byggja þetta í kringum öfluga unga stráka sem eru að koma upp.
KR
17.október 2014 kl.19:43
Já þið haldið að þetta reddist bara allt saman. Það væri auðvitað gaman að sjá unga stráka koma sterka inn í liðið. Ég þekki bara ekki hvernig barna- og unglingastarfið er í klúbbnum.
Andri
baldur19.október 2014 kl.14:41
Baldur er ekkert að fara búin að skifa undir
Adam Ingvarsson
Kr20.október 2014 kl.20:04
Vonandi höldum við baldri og jónasi guðna og óskari slæm til hugsun að missa þessa menn úr KR .
Joi
22.október 2014 kl.13:52
Ég veit um góðan vinstri-bakvörð sem hefur leikið með Haukum og FH, en er samningslaus núna: Hafþór Þrastarson '90 model.
Stefán
23.október 2014 kl.11:37
Talað um að við séum að reyna að semja við Arnþór Ara Atlason, strák sem lék með Fram sl. sumar. Ég styð þá stefnu að fá unga og efnilega leikmenn til félagsins. Ég þekki ekki mikið til Arnþórs Ara, en tók þó sérstaklega eftir honum þegar hann kom í Frostaskjólið í sumar. Þá var hann einn liprasti leikmaðurinn á vellinum og olli varnarmönnum KR ítrekuðum vandræðum. Vona að hann velji rétt og semji við okkur.
Stebbi
23.október 2014 kl.15:25
Ari var einn sá allra besti í Fram í sumar. Ungur leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann er víst að ræða við Breiðablik og FH líka en held að hann eigi best heima í Vesturbænum. Hvert sem þessi frábæri leikmaður fer þá á hann eftir að gera góða hluti. Vonandi velur hann KR og verður hluti af glæsilegum hóp sem ætlar sér bæði sigur í íslandsmótinu og bikar ofan á að komast sem lengst í evrópukeppninni.
Andés
28.október 2014 kl.14:00
Nú þegar Mummi er farinn og Baldur, Emil og Haukur Heiðar eru allir á förum, þá stefnir í að KR tefli fram nýju liði að hálfu á næsta tímabili. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvaða snillinga Bjarni og Gummi fá í staðinn.
Stefán
28.október 2014 kl.14:32
Bjarni er mjög góður í að byggja upp ný lið:) Fall er faraheill skulum við vona.
kr
28.október 2014 kl.15:06
Ég hef grun um að Bjarni hafi ekki fengið að ráða miklu hjá Fram og ekki er nú metnaðinum fyrir að fara hjá því félagi, sem hefur vermt botnsætin svo lengi. Svo vona ég bara að Gummi nýti sambönd sín hjá Breiðablik til að fá jafnvel einhvern / einhverja þaðan.
Stefán
28.október 2014 kl.16:44
Jæja þá er KR kapút, Bjarni kelling Guðjóns og Gummi Ben!
Björgólfur Tekur Fúsa

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012