Svara þráð

Spjall

Óskar örn15.október 2014 kl.23:24
Óskar Örn verður bara að vera á fram í KR nema að hann fari til útlandi . Það er skelfileg hugsun að sjá hann fara í FH . Óskar í KR takk fyrir.
Joi
Frábært20.október 2014 kl.23:20
Óskar er búinn að skrifa undir hjá KR nú sef ég rólegur.
Joi
20.október 2014 kl.23:37
Jákvætt,hefði ekki getað hugsað mér Óskar í búningi FH!-Óskar Örn á bara heima í Stórveldinu.Einnig ánægður ef fer sem horfir að Jónas Guðni verði áfram,eins og haft var eftir honum þá er hann einfaldlega KR-ingur í gegn.
Alfie Conn
21.október 2014 kl.08:09
Þó að Óskar Örn hafi ekki verið eins sterkur leikmaður í sumar og undanfarin ár, þá fagna ég því samt mjög að hann hafi valið að vera áfram hjá Stórveldinu.
Stefán
21.október 2014 kl.12:29
Frábærar fréttir.
Stebbi
21.október 2014 kl.21:45
Góðar fréttir. Óskar er frábær leikmaður.
KK
22.október 2014 kl.09:21
Mér finnst stundum eins og Óskar fái ekki alveg þá viðurkenningu sem hann á skilið frá okkur KR-ingum. Hann er orðinn 5. leikjahæsti leikmaður félagsins og hefur skorað þau ófá, mikilvægu mörkin. Hann hefur verið einn albesti sóknarmaður deildarinnar núna í mörg ár og á þeim tíma þjónað félaginu okkar stórkostlega. Við eigum ekki að taka svona árangri sem sjálfsögðum hlut. Ég man til dæmis ekki til þess að Óskar eigi sitt lag (eða sinn söng) hjá aðdáendum. Auðvitað getur það komið í hlut hvaða aðdáanda sem er að semja slíkt lag, en ég skora á meðlimi Miðjunnar að henda í eitt lag til heiðurs Óskari, hann á það sannarlega skilið.
Stebbi
Jú jú jú.22.október 2014 kl.17:53
Óskar á lag sem mjög fáir kunna. Lagið er með Depeche Mode - Just Can't Get Enough. DiDiDi..... Hann kom frá Njarðarvík og heitir Óskar Örn. Ég fæ bar'aldrei nóg Ég fæ bar'aldrei nóg Þegar Óskar fer á vænginn þá heldur enginn vörn. Ég fæ bar'aldrei nóg Ég fæ bar'aldrei nóg Hann slátrar Vali. Hann slátrar Fram. og ég fæ bar'aldrei nóg af þér Skari DiDiDi.....
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012