Svara þráð

Spjall

Siggi Raggi nýr þjálfari KR4.október 2014 kl.15:45
Hættur með ÍBV, Rúnar á útleið - Siggi Raggi inn
KR-ingur frá 1899
4.október 2014 kl.20:09
Nei
Damus7
4.október 2014 kl.20:32
Vonandi Rúnar áfram. - Ef ekki, þá Heimi. Hann hlýtur að vilja nýja áskorun.
ábs
6.október 2014 kl.12:38
Heimi eða Brilla sem næsti þjálfari, það ef Rúnar er þá á leið út. Má líka skoða Pétur í comboi með Heimi eða Brilla.
Helgi
6.október 2014 kl.13:22
Við munum að sjálfsögðu ekki skipta um þjálfara nema Rúnar vilji breyta til og takast á við nýjar áskoranir. Ef hann ákveður að hverfa til annarra verkefna þá tel ég að Pétur hljóti að koma sterklega til greina. Hins vegar hafa verið sögusagnir að hann muni jafnvel fylgja Rúnari til annarra starfa. Ef það er rétt ættum við að reyna að fá annan hvorn KR-inginn Heimi Guðjónsson eða Brynjar Björn. Svo mætti mögulega líta til Gumma Ben eða Bjarna Guðjóns sem aðstoðarmanna.
Stebbi
7.október 2014 kl.14:37
Siggi Raggi má taka við kvennaliðinu en eins og er þá á hann lítið erindi í að stýra KR karla til meistaratitils sem er það eina sem við stefnum ávallt að. Næs gæ en eiginlega of mikill næs gæ stundum. Væri kannski fínn sem aðstoðarþjálfari hjá Heimi eða BB King ef að Rúnar & Pétur kysu að fara erlendis.
Maggs
8.október 2014 kl.16:21
Maggs. Útskýrðu aðeins hvernig þú færð það út að Siggi Raggi eigi lítið erindi í að stýra KR karla? Einn best menntaði þjálfari landsins. Hefur reynslu af því að stýra liði á alþjóðavettvangi og gerði þokkalega hluti með lið ÍBV. Þess fyrir utan er hann uppalinn KR-ingur. Á hverju byggir þú að hann sé "eiginlega of mikill næs gæ"?
Pepsi
8.október 2014 kl.17:36
Sammála Maggs. Siggi Raggi er of soft fyrir karlalið KR. Hann gerði ekki þokkalega hluti með ÍBV, þetta tímabil þeirra var skita. Topp náungi en á ekkert í að taka við karlaliðinu. IMO.
Helgi
9.október 2014 kl.08:16
Siggi Raggi þarf að sanna sig hjá öðru liði áður en hann tekur við liði eins og KR. Mér finnst ekki martækt að tala um lélegan árangur hjá ÍBV, eins og undirbúningstímabili þeirra og leikmannamálum er háttað þá er það afar handahófskennt hvort hlutirnir hjá þeim smelli eða ekki.
dóri
9.október 2014 kl.16:41
Heimir fer ekki frá FH getið gleymt því.
Helgi
10.október 2014 kl.11:18
Heimir kemur heim þegar tækifæri gefst. Við vitum það öll að það er bara spurning um hvenær (en ekki hvort) hann muni taka við KR, uppeldisfélagi sínu. Hvort það verði á þessum tímapunkti er hins vegar ekki hægt að segja til um. Á meðan Rúnar er ekki búinn að fá nægilega spennandi tilboð utanlands er ljóst að hann verður áfram með KR.
Stebbi
10.október 2014 kl.13:04
Þetta er líka spurning um hversu mikið lengur Heimir nennir að vera hjá titillausu liði
Ívar
10.október 2014 kl.13:28
Ívar, væri ekki hægt að segja að Heimir beri einmitt talsverða ábyrgð á því að liðið er titillaust?
Stebbi
10.október 2014 kl.18:48
Held að línuvörðurinn í leik FH og Stjörnunar beri mikla ábyrgð á titlaleysi FH :)
Andri
12.október 2014 kl.11:39
Línuvordurinn ber hluta til ábyrgd á titlaleysi FH í ár minnir á 2011.
palli
13.október 2014 kl.08:42
Línuverðir hér og þar hjálpuðu Stjörnunni í sumar. Lán og endalaus heppni fleytti þeim áfram á Íslandsmótinu, en þeir mega eiga það að það var ekki bara lán og heppni sem fleytti þeim áfram í Evrópuleikjunum. Það var barátta og sterkur vilji.
Stefán
15.október 2014 kl.16:42
@Pepsi. Margir af bestu þjálfurum fótboltasögunnar voru ekki hámenntaðir í fótboltafræðunum heldur fóru ansi langt á sterkum karakter, boltabrein og karisma. Nú hef ég ekkert á móti þjálfaramenntun og tel hana hið besta mál en til að vera toppþjálfari þá tel ég að hin meðfædda andlega hlið verði að vera í hæsta klassa líka. Það má vel vera að það virki ósanngjarnt en fyrir mörgum þá virkar Siggi Raggi ekki nógu harður til að stýra liði til meistaratitils sem er alltaf krafan hjá KR. Má vel vera að hinn mjúki málrómur og kvennaliðsþjálfunin hafi eitthvað um þann palladóm minn að segja en fyrir mér tel ég ekki kvennalandsliðið honum til tekna þegar kemur að meistaraflokki karla. Í þeirri deild hefur hann bara stýrt einu liði í eitt sumar og árangurinn var ekki "þokkalegur" eins og þú skautar yfir. ÍBV var einu stigi frá falli og liðið skoraði 28 mörk í 22 leikjum sem er vel undir meðallagi. Nú má eflaust finna Sigga Ragga sanngjarnar málsbætur fyrir þessari niðurstöðu en þetta er sá árangur sem ég mæli hann eftir og því tel ég hann ekki eiga erindi að svo stöddu í að stýra KR í toppbaráttunni hvað svo sem síðar verður. Hins vegar væri ég alveg til í að sjá hann koma inn í þjálfarateymið ef staða losnar og vonandi vaxa inn í það hlutverk að taka síðar meir við KR sem aðalþjálfari, en í dag þætti mér hann vera of mikil áhætta sem valkostur. Svarar þetta spurningu þinni?
Maggs
15.október 2014 kl.19:45
Það hlýtur að fara að skýrast með Rúnar má ekki dragast lengi að ganga frá Þjálfara og leikmanna málum.Mín skoðun Grétar á að vera áfram er alltaf drúgur og traustur jú hefur misst hraða en það skeður hjá öllum.
Vesturbæingur
15.október 2014 kl.20:47
Mér finnst nú hálf dapurlegt þegar menn taka sig til og leggjast í ritgerðir til að nýða niður hinn ágæta mann Sigga Ragga. Hann er ágætis kostur fyrir djobbið, það er bara staðreynd. Gerði frábæra hluti með kvennalandsliðið (sem samt á ekki að telja með eða hvað? út af því þetta eru konur (ef ég skil Maggs rétt)). Og þetta ÍBV dæmi, liðið var ekkert sérstakt og í höndum annars þjálfara hefði það líklega fallið, en Siggi Raggi hélt sjó og hélt liðinu uppi. Siggi Raggi er samt enginn Rúnar, það veit ég en það er enginn annar Rúnar þarna úti, það er bara staðreynd. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta nokkuð skýrt. Siggi Raggi er með reynsluna, menntunina, skapgerðina (sem ég tel svipaða og Rúnars, tveir rólegir menn sem vinna vinnuna sína) og hann er KR-ingur. Hvað er vandamálið?
Vaxtavextir
16.október 2014 kl.08:35
Ég gæti alveg hugsað mér færan útlending sem þjálfara KR ef Rúnar fer og þá bara spurning um íslenskan aðstoðarmann með honum.
Stefán
16.október 2014 kl.09:44
Sæll MaggsÉg virði skoðun þína og þú setur fram rök. Ég er samt á móti þeim.Fótbolti í dag er ekki eins og fótboltinn var í gær. Eftir því sem fræðin aukast því minna bil verður á milli betri liðanna og hinna. Auðvitað geta fjármunir tryggt þetta xtra sem leyfir liðum eins og PSG, Chelsea, Man. City að spila í annarri deild.Þjálfarar sem fara þetta bara áfram á reynslu og þeirri staðreynd að þeir voru
Pepsi
16.október 2014 kl.09:45
andsk... datt út framhaldið - skrifa það seinna
Pepsi
16.október 2014 kl.11:55
@Vaxtavextir. Það þarf ansi einbeittan brotavilja til að túlka mín orð sem níðskrif um Sigga Ragga og finnst mér það ansi ósanngjarnt upp á mig klínt. Alger óþarfi að standa í slíkum gífuryrðum. Lengdin á skrifunum eru einfaldlega bundin við það að Pepsi sem mig spurði og ég er að svara er sjálfur gefinn fyrir langhunda og ríkulegar rökleiðslur og af virðingu fyrir honum fannst mér ekkert minna duga. Og nei, þú ert ekki að skilja mig rétt í að túlka mín orð þannig að mat mitt tengist kyni þeirra landsliðsmanna eða -kvenna sem hann þjálfaði. Það er einfaldlega þannig að landsliðsþjálfun er allt annar veruleiki heldur en að þjálfa topplið í deildarkeppni. Álagið allt annað, leikir þéttari, meiðsli dýrkeyptari o.s.frv. heldur en með landsliðshóp sem hittist og spilar 1-2 leiki á 1-2 mánaða fresti. Eins og þú segir sjálfur þá er Siggi Raggi "ágætis kostur" en í dag er hann ekki frábær kostur þó að hann sé vel menntaður og toppeintak sem mannvera og KR-ingur. Að "halda sjó" með misgott ÍBV-lið er ekkert merkilegt á CV-ið og á köflum var hann að gera augljós mistök í innáskiptingum undir lok leikja sem kostuðu stig. Það hefði getað farið verr hjá ÍBV en það fór ekkert spes vel heldur. Og eins og þú viðurkennir sjálfur að þá er hann enginn Rúnar. Ergo: það væri skref niður á við að fá hann inn sem þjálfari á þessum tímapunkti. Heimir Guðjóns væri alger jafnoki Rúnars varðandi þjálfaraferil og með sterka KR-tengingu en því miður framlengdi hann við FH og er varla valkostur í bráð. Ég vil ekkert nema það besta fyrir minn klúbb og ég vona að þú sért sammála mér um það. En ef Siggi Raggi yrði ráðinn þá myndi ég að sjálfsögðu styðja hann til góðra verka og vonast til þess að hann myndi troða öllum mínum efasemdum upp í minn málglaða munn og taka við þar sem Rúnar (hugsanlega) hættir. Forza KR!
Maggs
16.október 2014 kl.19:48
Gott og vel Maggs, við erum að nálgast hvorn annan. Ég skildi bara ekki af hverju menn voru svona, að mér fannst, neikvæðir þegar nafnið hans var nefnt og full fljótir að loka dyrunum á þann möguleika. En gott og vel. Hverjir eru hinir kostirnir ef Rúnar fer? (og btw allir kostir eru niður á við held ég, ekki bara Siggi Raggi, þar til annað kemur í ljós allavega). Þessi hugmynd með Brilla finnst mér skemmtileg en óraunsæ og of mikið lotterí. Bjarni Guðjóns? þarf að sjá miklu meira áður en hann þjálfar KR. Gummi Ben er búinn að fá nokkra möguleika og lítið sýnt. Útlendingur? Jú ef einhverjir skemmtilegir möguleikar eru nefndir þá má skoða það en þangað til er það bara eitthvað fálm útí loftið. Og menn hefðu aldrei átt að nefni Heimi Guðjóns í þessu og dreyma um að fá hann. Heimir er FH-ingur núna og er aldrei að fara frá FH fyrr en FH-dallurinn hefur siglt á sker og það er ekki að fara að gerast alveg strax. Svo getur KR farið í endurunnið efni. Maggi gylfa er á lausu. Hvað með Loga ólafs? Willum mun segja af sér þingmennsku fyrir KR, viljum við hann? Hvað með tvíburuna? Nei það vill enginn sjá þetta held ég og ég veit hvaða kostur mér finnst klárlega bestur.
Vaxtavextir
17.október 2014 kl.14:24
Af þeim sem eru lausir á markaðnum líst mér langbest á Bjarna Guðjónsson. Mikill foringi sem getur viðhaldið sjálfstrausti KR eftir mögulegt brottfall Rúnars og nokkurra lykilleikmanna. Árangurinn með FRAM var ómark, þjálfari þarf að hafa mannskap í höndunum.
ábs
20.október 2014 kl.14:24
Sammála. Ég held að Bjarni Guðjóns sé einmitt sá sem flestir stuðningsmenn KR vilja fá, fari Rúnar. Bjarni var brilliant leikmaður og fyrirliði. Hann veit klárlega hvað fór úrskeiðis hjá KR í sumar og ég treysti honum manna best til að byggja upp baráttuandann sem virðist hafa farið við brotthvarf hans. Hugsanlega eru líka einhverjir leikmenn hjá Fram sem gætu nýst hjá KR, þó að flestir þar eigi sennilega ekki heima í efstu deild.
Stefán
21.október 2014 kl.15:42
Mér finnst þessi síðustu komment lykta illilega af Já-manna syndrome og skorti á gagnrýni hugsun. ábs segir að árangur Bjarna með Fram sé ómark því hann var ekki með mannskap (var reyndar með Jóa Kalla sem sumir segja að sé góður leikmaður, og hann var líka með Guðmund Stein, svo einhverjir séu nefndir). Gott og vel, segjum að þetta sé ómark og þetta fyrsta tímabil sem Bjarna sem þjálfara telji ekki. KR er þá að fara ráða reynslulausan þjálfara! Sama hvernig þessu er snúið, annað hvort féll hann með ungt og sprækt Framlið eða þetta telur ekki. KR er stærsti klúbbur landsins og á að vera yfir það hafinn að fá reynslulausa þjálfara í brúna. Svo virðast menn alltaf halda það sé samasem merki á milli þess að vera topp leikmaður og foringi og góður þjálfari. Alltof mörg dæmi sýna að það er ekki, þó megi líka finna dæmi til þess stuðnings. Hvað sem því líður þá þýðir ekki að horfa of mikið á leikmannahliðina hjá nýhættum spilara, segir oftast lítið um það hvað sá hinn sami getur þjálfað. Þykir það leitt, en ég ætla ekki að raða mér í kór Já-manna sem virðist vera að safnast saman. KR þarf proven mann eða allavega eitthvað proven. Ekki ekkert proven.
Vaxtavextir
21.október 2014 kl.16:01
Rólegur Vaxtavextir, Rúnar tók við KR-liðinu eftir að hafa leikið með liðinu stuttu áður og hafði enga reynslu sem þjálfari. Bjarni stóð sig vel í sumar sé litið til þess að hann var með mannskap í höndunum sem bjó yfir nærri engri reynslu samanborið við önnur lið. Pétur Pétursson er enn að þjálfa og gleymum því ekki að hann gerði KR að íslandsmeisturum sem aðalþjálfari liðsins. Bjarni er leiðtogi, það fer ekki milli mála, og hann er taktískur. Ég held að það væri gaman að sjá stjórna KR næstu árin.
Andri
21.október 2014 kl.16:43
Hárrétt hjá Vaxtaverki, hér hefðbundna hjarðhegðun íslenskra já-ara að ræða. Bjarni leiðtogi? Að vera góður að spila er ekki það sama og vera góður að þjálfa, oft eru góðir leikmenn of hrokafullir í þau störf. Bjarni virkar númeri of stór í hroka, ólíkt t.d. Rúnar og Brynjar. Það að menn séu tilbúnir að setja KR í einhverja svona tilraun það er til skammar.
TM
23.október 2014 kl.17:02
Hvernig er það að standa sig vel þegar þjálfari fellur með liðið sitt Andri? "Sé litið til þess....mannskap..." Þetta var þokkalegur mannskapur, ekki eitthvað kjúklinga... sem sumir eru gera þetta út fyrir að vera. Ef þetta var lélegur mannskapur þá var Bjarni allavega ekki að ná meiru úr þeim eins og góður þjálfari á að geta gert. Útaf því að þú minnist á Rúnar sem hefur verið stórkostlegur þá var hann reynslulaus sem mér leist ekki á en leist vel á allt annað. Hann er KR-ingur (meiri en Bjarni) var kóngur í landsliðinu og þjálfari inná vellinum, toppferill í atvinnumennsku og virkaði bara ofurtraustur að öllu leyti. Þess vegna var hann frábær kostur fyrir KR og ég studdi það allan daginn, alla nóttina, alla daga að hann yrði ráðinn. Hann er bara miklu stærra kalíber að öllu leyti en Bjarni. Rúnar var líka með óflekkaðan (autt blað) feril en Bjarni er þegar kominn með stóran blett, að falla með stórt Reykjavíkurlið. Áður en ég get studd það að Bjarni taki við KR þarf hann að finna sér annað lið í millitíðinni og sýna og sanna að hann geti þjálfað en ekki að fela sig á bakvið lélegan mannskaps afsakanir.
Vaxtavextir
23.október 2014 kl.23:07
KR réð reynslulausan þjálfara um mitt sumar 2010. Hann heitir Rúnar Kristinsson og hefur síðan þá unnið 2 Íslandsmeistaratitla og 3 bikarmeistaratitla með liðið. - Þessi öryggisfíkn að vilja ráða þjálfara sem er búinn að sanna sig felur ekki í sér neitt öryggi - ekkert sem segir að þjálfarinn standi sig vel hjá KR. Það hefur reynst KR vel að ráða í starfið sigurvegara með taugar til liðsins.- Atli Eðvalds, Willum, Rúnar. Vinsamlegast hættið svo því kjaftæði að kalla mig Já-mann.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012