Svara þráð

Spjall

Þjálfaramálin27.september 2014 kl.10:44
Undarleg grein í Fréttablaðinu í dag um mögulegan framtíðarþjálfara KR. Grein sem hefði orðið áhugaverð ef betur væri vandað til hennar. Til dæmis segist blaðið ætla að kynna sex mögulega arftaka Rúnars en kynnir síðan bara fjóra! Rúnar er klárlega besti kosturinn til frambúðar. Ef hann fer út finnst mér bæði Pétur og Heimir koma vel til greina en einnig Siggi Raggi, sem er góður og mjög faglegur þjálfari og auk þess KR-ingur. - Þorvald vil ég ekki sjá í KR.
ábs
27.september 2014 kl.14:39
Hvað með Brynjar Björn?
Klaus
27.september 2014 kl.14:46
Væri áhugavert að sjá tvo KR-inga og Brynjar væri annar, þ.e. aðstoðarþjálfarinn. Mér finnst Bjarni Guðjónsson klárlega koma til greina. Í rauninni eru kostirnir margir ef Rúnar fer.
ábs
28.september 2014 kl.22:01
Þorvaldur Örlygsson??? - Ég á ekki til orð! Að detta annað eins í hug!
Alfie Conn
29.september 2014 kl.10:08
Brynjar Björn og Bjarni Guðjóns eru góðir kostir, en Þorvaldur Örlygs er grín.
Stefán
Kr29.september 2014 kl.13:04
En hvað með Pétur péturs .Bjarni væri líka flottur.Þorvaldur ?það er eithvað grín .
Joi
30.september 2014 kl.15:13
KR á ekki að vera æfingabúðir fyrir þjálfara. Hvorki Brynjar Björn né Bjarni hafa sannað það að þeir séu klárir í að taka við KR. Ég held að Pétur hafi ekki það sem til þarf til að vera aðalþjálfari. Heimir er klárlega fyrsti kostur og gæti komið með ferska vinda inn í félagið. Gæti blásið smá lífi í þetta hjá okkur enda deyfðið í klúbbnum að gera út af við mig. Þorvaldur Örlygsson er enn fremur vanmetinn. Ekki það að ég vilji endilega fá hann í KR þá finnst mér menn gagnrýna hann oft frekar innistæðulaust. Hann nær yfirleitt árangri og hefur haft úr litlu að moða. Vissulega virkar hann oft leiðinlegur í sjónvarpi en það er ekki mælikvarði á hæfni hans til að stýra liði.
KR
Kr30.september 2014 kl.16:04
Þorvaldur ? Já hann er með mikla reynslu og ef hann kemur þá verðum við að gefa honum séns til að sanna sig en fyrsti kostur er Rúnar .annarkostur er Heimir .
Joi
1.október 2014 kl.13:50
Var þá KR ekki æfingabúðir fyrir Rúnar? Það var fyrsta þjálfarastarfið hans. Bjarni og Brynjar Björn eru nægilega reyndir til að taka við KR ef til þess kemur.
ábs
2.október 2014 kl.14:38
Vissulega ábs. Staða Rúnars finnst mér hins vegar vera önnur. Rúnar byrjaði reyndar sem yfirmaður knattspyrnumála og hafði dagleg afskipti af mfl. félagsins. Hann tók svo skyndilega við er Logi var rekinn þ.a. hann kom inn í þetta á miðju tímabilli. Bjarni hefur ekkert sýnt sem þjálfari sem réttlætt getur það að hann taki við KR. Ekki nokkurn skapaðan hluta. Þvert á móti gengur mjög illa hjá honum. Spurning með Brynjar. Fyrir mér er hann óskrifað blað og því ekki möguleiki.
KR
Bjarni2.október 2014 kl.15:42
Ég veitt að Bjarni er nægilega góður til að taka við hvaða liði sem er hann er svo mikill leiðtogi með fram ég held að hann sé bara ekki með nægilega góðan mannskap þar svo èg vitni nú í föður hans sem sagði um árið maður býr ekki til kjúklinga salat úr kjúklinga skít.
Joi
2.október 2014 kl.23:00
Hin róttæka endurnýjunartilraun sem Bjarni samþykkti að gera í FRAM er bara sjálfsmorðsleiðangur sem hlaut að leiða til falls. Í rauninni hrósvert að FRAM sé ekki í neðsta sætinu heldur bara næstneðsta. Bjarni sýndi yfirburðaleiðtogahæfileika sem leiðtogi KR og þess vegna er ég hrifinn af honumsem framtíðarþjálfaraefni félagsins. En ég endurtek: Það hefði verið kraftaverk ef FRAM hefði haldið sæti sínu í deildinni í sumar.
ábs
3.október 2014 kl.03:49
Er Rúnar ekki enn þjálfari KR? Eigum við ekki að bíða og sjá hvað hann gerir áður en við förum að ráða annan þjálfara. Vonandi verður Rúnar áfram hjá okkur en ef ekki þá líst mér mjög vel á Bjarna. Hann tók við Fram eftir að búið var að selja frá félaginu bestu leikmenn þess og honum tókst að búa til þokkalegt lið með ungum strákum úr neðri deildum landsins. Annars langar mig að segja að það er gaman að margir af bestu þjálfurum landsins eiga taugar til KR. Gott að vita af Bjarna og Brynjari, Heimir þekkir KR vel og ekki má gleyma Gumma ben. Gummi stóð sig vel með Selfoss en verið að basla með Breiðablik. Allt saman góðir drengir.
Andri
3.október 2014 kl.08:29
Það er ekki flókið afhverju Rúnar fékk tækifæri þegar hann var óreyndur þjálfari. Hann hefur reynst okkur mjög vel en átti samt sem áður aldrei að fá djobbið. KR er stærsti klúbbur Íslands og við eigum ekki að ráða óreynda menn á borð við Bjarna Fairplay, Heilagan Júdas, eða Brilla. Menn eiga að hafa reynslu og hafa sýnt fram á eh. árangur. Það er ekki nóg að vera KR-INGUR, frægur eða fyrrverandi leikmaður. Ef það væri svo þá myndum við ráða Bjarna Fel. það kemur bara einn til greina sem næsti þjálfari KR og það er Heimir Guðjónsson.
Damus7
3.október 2014 kl.11:16
Menn sem spjara sig annars staðar spjara sig ekki í KR. Reynsla er ekki nóg. Menn sem hafa náð árangri hjá okkur eru KR-ingar, eins og Willum og Rúnar.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012