Svara þráð

Spjall

Hvað finnst ykkur um sumarið og framhaldið?24.september 2014 kl.12:52
Sælir sparkspekingar. Núna er sumarið búið og ljóst að ekki tókst að verja Íslandsmeistaratitilinn. Engu að síður er KR bikarmeistari og er það þó eitthvað. Heyrst hefur að Rúnar sé mögulega á leiðinni út og þá eru góð ráð dýr. Það eru ekki margir góðir þjálfara á lausu. Varðandi aðrar stöður í liðinu finnst mér að bæta þurfi vörnina. Þá á ég við að vinna þurfi í varnarleik liðsins. KR er að fá á sig allt of mörg mörk. Það þarf ekki endilega að vera varnarmönnum liðsins einum um að kenna. Þá var miðjan í sumar ekki jafn öflug og hún var í fyrra. Frábærir leikmenn sem við eigum en voru ekki að stíga upp og leysa Bjarna af hólmi. Hélt að Atli myndi taka að sér þá stöðu enda klókur leikmaður en mér fannst hann ekki ná að blómstra í sumar eins og átti von á. Baldur og Jónas standa oftast fyrir sínu en það vantaði Bjarna Guðjóns og það sást vel í sumar. Verð að hrósa Hauki Heiðari, jafnbestamanni liðsins, og Guðmundi Reyni fyrir að hafa átt gott tímabil. Eins fannst mér Gunnar Þór spila vel í sumar og ekki má gleyma Farid Zato sem ég held að hafi aldrei mist boltan og hefði mátt vera oftar inn á sumar.
Andri
Erum gòðu vanir24.september 2014 kl.21:42
Sumar hefur verið gott en við erum svo kröfuharðir að við viljum alltaf allt maður grætur tópuð stig eins og á móti Þór jafteflið í grafarvogi og mögulega stjörnu leikurinn ef þessir leikir hefðu unnist þá væri staða okkar önnur en svo voru við kanski heppnir í öðrum leikjum.
Joi
24.september 2014 kl.22:02
Sjálfsögðu er maður ánægður með Bikarmeistaratitilinn 40 stóri titill KR frá upphafi velgert hjá okkar mönnum. Hefði viljað að gengið hefði verið betra í deildinni töp gegn Þór og Val voru slæm.Vonandi verða ekki miklar breytingar fyrir næsta tímabil en hætt við því og að Guðm Reynir hætti við að hætta.
Vesturbæingur
25.september 2014 kl.17:12
Það hafa verið nokkrir farþegar eru í liðini þetta tímabilið. En heilt yfir er þetta gott tímabil sögulega séð. Bikartitill og þriðja sætið á tímabili þegar toppliðin hafa ekki tapað leik!!! Ég hef það á tilfinningunni samt að ákveðnu tímabili sé að ljúka í sögu KR. Sögubækurnar munu sýna síðustu ár sem ákveðna gullöld hjá KR, titlar og aftur titlar, bikar og deild. En þetta gengur ekki endalaust og nú þegar Rúnar virðist vera að fara held ég að það verði erfitt að halda þessum árangri áfram.
Vaxtaverkir (a.k.a. vaxtavextir)
25.september 2014 kl.20:33
Tilraunin með norðmannin reyndist okkur dýr,hann gaf mörg mörk og var látinn spila út úr stöðu.Vörnin var heilt yfir veik, sem kemur ekki á óvart því við fengum á okkur 2 til 3 mörk í hverjum leik í Reykjavíkurmóti og Deildarbikar.Miðjan var líka veik, og ég skil ekki af hverju Zato spilaði ekki alla leiki.Kantspil vinstra megin var bitlaust, sem leiddi til þess að létt var að kortleggja okkur. Það að við náðum 3 sætinu með ekki sterkara lið, segir töluvert um hversu slök deildin var í sumar. Ef að Rúnar fer sem margt bendir til, held ég að það gæti verið valkostur að fá Brynjar Björn til þess að taka við liðinu.Rúnar var reynslulaus þegar hann tók við, en reyndist samt vel.
Klaus
25.september 2014 kl.21:15
KR-liðið í ár er alls ekki lélegt og á pappírnum ættu þessir strákar að vera að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Maður á móti manni sé ég ekki mikinn mun á KR og FH, ef eitthvað erum við með sterkari hóp. Stjarnan er ekki með nærri því jafn góðan hóp og KR og FH en er samt að berjast um efsta sætið. Ég held að vörnin sé á endanum það sem hefur orðið KR að falli í sumar. Höfum samt í huga að markatala KR og Stjörnunar er svipaður. Það má telja margt til og kenna ýmsu um, þegar öllu er á botni hvolft þá skiptir bara eitt máli, byggja upp sigurlið fyrir næstu leiktíð. Bætum vörnina, hvar er t.d. Skúli Jón? Er hann að gera eitthvað merkilegt í Svíþjóð?
Andrés
25.september 2014 kl.23:04
Það er engu að síður þannig að þegar við mættum Stjörnunni á KR-vellinum um daginn þá virtist mér Stjörnuliðið betra þó að vantaði töluvert í mannskapinn hjá þeim. Mér var brugðið við þetta.
ábs
26.september 2014 kl.08:37
Bestu liðin vinna nær undartekningarlaust mótið og enda í efstu sætunum KR er einfaldlega ekki í hópi tveggja bestu liða landsins.
Helgi
26.september 2014 kl.09:00
Vandamál KR er ekki liðið heldur umgjörðin í kringum félagið. Það hefur engin framþróun átt sér stað hjá félaginu undanfarin 20 ár og örlar ekki á framtíðarhugsun fyrirsvarsmanna. Deyfðin yfir félaginu er alger og ekkert gert til þess að nálgast hinn almenna Vesturbæing. KR klúbburinn er lítið annað en kaffisamkoma í hálfleik. Takmarkaður áhugi var á Herrakvöldi KR og örfáar hræður sem fögnuðu liðinu á Rauða Ljóninu eftir bikarsigurinn. Staðreyndin er einfaldlega sú að lið eins og FH (aldrei neðar en 2. sæti síðan 2003) og Blikar hafa byggt upp innviði öflugs félags, sem munu um ókomin ár verða stórveldi íslenskrar knattspyrnu. Ef við ætlum okkur að keppa við þessi félög og viðhalda stöðu okkar sem sigursælasta knattspyrnufélag landsins þá verða stórkostlegar breytingar að eiga sér stað, á aðbúnaði, í hugsun og með aðkomu Vesturbæjarins. Ég hef áhyggjur af félaginu mínu.
Pepsi
27.september 2014 kl.14:52
Geturðu verið aðeins meira konkret? Ég efast ekki um að það er heilmikið tilí þessu hjá þér en það vantar áþreifanlegar tillögur. Það er til dæmis þannig að Herrakvöld KR var haldið og það var vel kynnt. Hverjum er það að kenna að aðsóknin var léleg? Hvað átti að gera öðruvísi? Það er líka þannig að það vissu allir mjög vel að því að leikmenn ætluðu að fagna bikartitlinum eftir leik á Eiðistorgi - hverjum var það þá að kenna að ekki mættu fleiri? - Er það ekki þannig að bæði þeir sem vinna fyrir félagið og almennir áhorfendur og Vesturbæingar þurfa allir að taka sér taki? Helstu munurinn á okkur og t.d. Stjörnunni í augnablikinu er sá að það eru miklu fleiri virkir í Stjörnunni að taka þátt. Hér er of mikið af fólki sem finnur að en er að öðru leyti óvirkt fyrir utan það að mæta á leiki. - Ég er ekki með þessu að segja að starfsemi innan félagsins sé hafin yfir gagnrýni en það er alveg ljóst að til að ná þessu upp aftur þarf miklu meiri virkni, miklu fleiri að gefa af sér á virkari hátt en þann að bara gagnrýna og segjast hafa áhyggjur. Það er til dæmis sláandi að sjá ár eftir ár alltaf sama fámenna hóp sjálfboðaliða. Alltaf sama fólkið.
ábs
27.september 2014 kl.16:12
Líka allt í lagi að muna hvað er til staðar í umgjörðinni hjá KR: Það er útvarp með útsendingar á öllum leikdögum en mér vitanlega er þetta eina félagið með slíkt. - Það er hamborgarasala fyrir alla leiki, það tíðkast víða en á mörgum félögum er ekki grundvöllur fyrir henni. - Við erum með hverfiskrá þar sem hitað er upp og blásið til funda þegar tilefni gefast. - Við dreifum fánum meðal áhorfenda og höfum þá meira að segja með á útileiki. Við bjóðum upp á rútur á útileiki og við reynum að hita upp fyrir flesta útileiki. - Auðvitað væri hægt að gera miklu meira og gera miklu betur. En um allt þetta gildir: Það mæta fáir og það mæta alltaf þeir sömu. Hverjum er þetta að kenna? Þeim sem halda viðburðina og eyða töluverðu af frítíma sínum í sjálfboðaliðavinnu eða þeim sem mæta ekki?
ábs
29.september 2014 kl.03:15
Það er ekki hægt að bera þetta ár saman við félög sem aldrei hafa unnið titil og eru að upplifa einhverja smá bólu. Ég man vel eftir árið 1999 og stemmingunni sem var í kringum KR það ár. Ég man líka þegar KR vann bikarinn í fyrsta skiptið eftir margra ára eyðurmerkurgöngu. Frá ´99 hefur KR unnið 15 stóra tittla þ.e. 6 Íslandsmeistaratitla og 5 bikarmeistaratitla. Á sama tíma hefur FH orðið 6 sinnum Íslandsmeistari og 2 bikarmeistari. Síaðn tala menn eins og FH eigi eitthvað svaka tímabil. Ég ætla alls ekkert að gera lítið úr FH, flottur klúbbur með mikla uppbyggingu og skilað góðum árangri en á 21. öldinni hefur KR bara unnið stóra tiltla oftar. Nú berum þetta saman við Stjörnuna, þar er á ferð lið sem aldrei hefur unnið titil í knattspyrnu alla frá stofnun. Auðvitað er mikil stemming hjá þeim núna. Þetta þýðir samt ekki að við KR-ingar þurfum ekki að líta í eigin barm og spyrja okkur hvað má gera betur. Gleymum þvi´samt ekki að KR vann bikarinn í sumar.
Andri
Kr29.september 2014 kl.13:18
Já ég er sammála að það þarf að rífa upp steminguna hjá KR einhver deyfð yfir þessu hjá okkur . En skoðum aðeins hin liðin stjörnuna flott steming hjá þeim eru í alvöru séns að vinna stóra titill en hvað voru margir í garðabænum í gær 1005 mans .valur - fh 1027. Víkingur - KR. 1100 ef kr væri í titilbarátu þá hefði verið örugglega um 2000 mans . En við erum svo góðu vanir að um leið og við erum ekki lengur í raunhæfðri titilbarátu þá dettur stemingin niður hjá okkur .við þurfum að fá svona 100 bóasa .
Joi
29.september 2014 kl.13:30
Reyndar Jói, þá er okkar eini sanni Bóas á við a.m.k. 100 stuðningsmenn ! Svo bara spyr ég hvernig í ósköpunum Jonathan Ricardo Glenn sleppi við refsingu eftir grófa og augljósa líkamsárás á Mumma ?
Stefán
Kr29.september 2014 kl.14:11
Já það er rétt stefán bóasa er á við 100 stuðningsmenn og hann ætti að fá verðlaun í síðasta leik á laugardag .
Joi
29.september 2014 kl.15:17
Góð hugmynd Jói !
Stefán
29.september 2014 kl.17:50
Hvernig fáið þið 15 titla út frá Aldamótum?Risinn er búinn að vinna 8 stóra titla fá 2004 geri aðrir betur sá 9 kemur örugglega á laugardaginn.
Maggi
30.september 2014 kl.01:13
Þetta átti auðvitað að vera 11 stórir titlar á 15 árum. Á sama tíma hefur FH vissulega unnið 8 titla. Engu að síður er árangur KR betri á 21. öldinni en árangur FH. Hins vegar er ekki verið að gera lítið úr þeim mikla árangri sem FH hefur náð á þessum árum. Hitt er annað mál að KR hefur unnið fleiri tittla og notið meiri velgengni. Ég vona að það svo sannarlega að það verði góð stemming hjá bæði fimmleikafélaginu í Hafnafirði og ungmennfélaginu í Garðabæ um helgina. Sjálfum er mér nákvæmlega sama hvernig sá leikur fer.
Andri
30.september 2014 kl.11:51
Svo ég svari spurningum þínum ábs Herrakvöld KR - þú segir að það hafi verið vel kynnt. En kynning verður aðeins sýnileg þeim sem hafa áhuga á að sjá hana. Vandamálið er að alltof margir KR-ingar hafa ekki áhuga á því sem verið er að gera í félaginu. Það er vangeta þeirra sem stjórna að sjá það og bregðast við því. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að brydda upp á einhverju nýju. Það er hjakkað í sömu hjólförunum. Auðvitað þurfa allir að taka sér taki en spurningin er hins vegar um aðgengileika. Hversu margir gamlir leikmenn KR eru fastagestir á vellinum (þá meina ég leikmenn sem hafa spilað frá 1995)? KR útvarpið er lofsamlegt framtak og ekkert út á það að setja. Hamborgarasalan er það einnig en á það má benda hve fáir mæta til leiks. Varðandi hverfiskrána þá spyr ég bara hvenær var síðasti fundur, hvað mættu margir og hvað voru margir mættir til leiks á upphitunarfundi KR klúbbsins fyrir mótið í ár? Dreifum fánum - flott Bjóðum upp á rútur - hafa þær ekki oftar en einu sinni fallið niður einmitt vegna lélegar mætingar? Ferð á Evrópuleik Celtic og KR - var ekki einu sinni skoðað að fara þá ferð. Þýðir ekki að kenna samveldisleikunum um. Hverjum er um að kenna? Ég ætla mér ekki að ráðast á þá sem leggja frítíma sinn undir sjálfboðastarf. Þeir eiga allt hrós skilið. Það er aðbúnaðurinn, fádæma léleg stjórnun, skortur á framtíðarhugsun, vangeta félagsins til þess að keppa í nútímaumhverfi sem hefur orðið til þess að fæla hinn almenna KR-ing í burtu. Mér er alveg sama þó menn tali um 11 stóra titla undanfarin 15 ár. Staðreyndin að við erum alltof mikið jójó lið. Erum bestir eða einfaldlega skítlélegir. Við þurfum á því að halda að ná upp stöðugleika og vera bestir ár eftir ár. Þessum árangri hefur FH náð og fari svo að þeir nái inn í riðlakeppni Evrópukeppni eins og þeir voru svo nálægt því að gera þá getum við einfaldlega horft til þess að keppa um 2. sætið næstu áratugina. Ef við ætlum okkur að vera samkeppnishæfir næstu árin þá þurfum við aðstöðu, stefnu til framtíðar og kjark til þess að taka ákvarðanir, vinsælar eða óvinsælar. Síðan en ekki síst þá þurfum við fólk í félagið - fjölda manns.
Pepsi
30.september 2014 kl.14:08
Mér finnst ekki á nokkurn hátt hægt að gera lítið úr þeim árangri sem KR hefur náð á undanförnum 15 árum. Ekkert annað félag hefur náð álíka árangri. FH kemur næst KR og fjölmiðlar hafa talað um þetta sem gullaldarár FH. Ég tek alveg undir það sjónarmið að það hefur skort á stöðugleika hjá KR á þessum tíma. Í raun og veru eru þetta tvö tímabil þar sem KR er sigursælt. Fyrst upp úr 1999 til 2003 og svo aftur frá 2008 og vonandi er því tímabili ekki lokið. FH má alveg eiga það að frá 2004 hefur FH alltaf verið í toppbaráttu og sýnt það að þeir eigi erindi í efsta sætið. Ef þeir lenda ekki í því fyrsta eru þeir gjarnan í 2.sæti. Nú þekki ég ekki nægilega vel til hjá KR til að geta tjáð mig skort á framtíðarsýn eða áhugaleysi stjórnenda. Ég mæti á heimaleiki þegar ég er á landinu og hlusta á KR-útvarpið í gegnum netið þegar ég er utan landsteinanna. Mér finnst hafa fækkað þeim sem ég þekki á vellinum og strákar sem ég æfði með fyrir að verða 20 árum eru hættir að mæta á völlinn eins og þeir gerðu hér áður fyrr. Nokkrar hugmyndir sem mig langar að gauka að ykkur. 1. KR ætti ekki að byggja upp handboltadeild. Er ekki nægilegt að fótboltinn og körfuboltinn keppi um hæfileika ungra íþróttamanna í hverfinu? Þurfum við að dreifa hæfileikunum enn frekar? Þetta eru allt boltaíþróttir sem sækja í svipaða hæfileika. 2. Byggjum upp deildir sem sækja í annars konar hæfileika. Það finna sig ekki allir í boltaíþróttum þá er mikilvægt að hafa öflugar deildir sem taka við þeim sem vilja sækja í annað. Þar sem ég hef verið í Danmörku og Þýskalandi er vinsælt hjá mörgum félögum að vera með badminton, skák, borðtennis, karate(eða svona einhverjar sjálfsvarnaríþróttir), fimleika, dans o.fl. 3. Almenningsíþróttir skipta miklu máli. Býður KR upp á aðstöðu fyrir skokkhópa? Er haldið utan um þá og reynt að kynna slíka starfsemi? Geta gamlir fótboltakappar nýtt sér aðstöðuna út í KR undir t.d. leiðsögn? Hvernig er með laugardags- eða sunnudagsfundi af og til þar sem allir eru velkomnir og geta rætt um málefni hverfisins og KR? 4. Framtíðarsýn, þekkir einhver til þess hver framtíðarsýn KR er í dag? Ég þekki þetta ekki og væri gaman að vita hvert KR stefnir næstu árin. Erum við með lobbýhóp gagnvart borgaryfirvöldum? Félög þurfa að vera hörð á því að sækja sér styrki og aðstoð. Við sjáum það um allan heim. Á litla Íslandi líka. FH hefur örugglega fengið góða stuðning frá Hafnafjarðarbæ, Stjarnan frá Garðabæ o.s.frv. Endilega ræðið og komið með hugmyndir.
Andri
1.október 2014 kl.08:12
Þakka vitrænt innlegg þitt Andri. Mér er til efs að nokkur vilji leggja niður handboltadeildina dýrmætu, sem nú hefur verið byggð upp. Það er rétt sem þú segir að "félagar" þínir í gegnum fótboltann eru hættir að mæta á völlinn. Úr mínum árgangi mætir einn að jafnaði á völlinn. KR heimilið er steinkumbaldi sem er læstur um á sunnudögum á sumrin. Fyrir vikið þrífst félagið ekki sem samfélagsstofnun. Fólk sækir ekki í KR heimilið eftir félagsskap og til viðveru. KR heimilið er þjónustustofnun. Fólk fer inn, sækir þjónustu, fer út. Afleiðing af því er sú að fólk gerir alltaf ráð fyrir því að einhver annar veiti og annist um þjónustuna. Það er nákvæmlega í þessu sem vandi félagsins er fólginn og algert getuleysi stjórnar að bregðast við. FH-ingar eru stórhuga í framkvæmdum sínum og hyggja á byggingu yfirbyggðs knattspyrnuvallar til viðbótar við fyrri völl auk þjónustuhúsnæðis og fleiri grasvalla. Stjórn KR hefur í besta falli kynnt óraunhæfar hugmyndir sem hafa litlu sem engu skilað. KR hefur engin bersýnilega engin ítök í borgarstjórn Reykjavíkur. Enginn sem gætir hagsmuna félagsins þar og fyrir vikið minnkar félagið dag frá degi. Notthingam Forest var knattspyrnustórveldi en má nú húka í neðri deildum enska boltans. Enginn risi er svo öflugur að tíminn vinni ekki á honum. KR er félag í svefnrofunum. Nægilega öflugt til þess að vinna bikarinn í ár en langt frá því að vera á pari við Stjörnuna og FH.
Pepsi
1.október 2014 kl.16:54
Uppbyggingarstarf hjá íþróttafélögum verður að vera í samræmi við markið þeirra. KR er að mínu mati Knattspyrnufélag og á fyrst og fremst að einbeita sér að uppbyggingu knattspyrnunnar. Við getum þrátt fyrir það ekki horft fram hjá stórkostlegum árangri körfuboltans í KR og ég tel að fótboltinn og karfan fari vel saman. Handboltinn sækir hins vegar í mjög svipaðan hóp og fótboltinn og mér finnst óþarfi að þessar deildir séu að keppa við hvor aðra um hæfileika, sem er takmörkuð auðlind alls staðar. Frekar eigum við að horfa til þess að byggja upp deildir sem laða að einstaklinga sem finna sig ekki í boltaíþróttum. Borðtennis, bandminton, fimleikar, dans, sjálfsvarnaríþróttir, sund, skíði og jafnvel frjálsar írþóttir. Allar slíkar deildir styrkja umgjörð KR, auka áhorf á kappleiki og íta undir frekari framgöngu klúbbsins. Umgjörðin, innrastarfið og framtíðarsýn er eitt. Annað er keppnislið okkar í meistarflokki. Þarna getur auðvitað verið sterk tengsl á milli og gott bakland ítir undur gott keppnislið. Það þarf samt ekki að vera samansem merki þarna á milli. Meðan klúbburinn hefur aðgang að fjármagni er ekkert því til fyrirstöðu að vera með sterkan hóp og vinna titla. Spurningin sem við hljótum að þurfa að spyrja okkur er hvort það sé á endanum það sem við viljum. Ég held að starfið í KR sé nokkuð gott en vildi gjarnan sjá það betra en þá þarf oft kraftmikla einstaklinga sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég legg til nokkra áhugaverða hluti sem mætti vinna að. 1 auka tengsl við fólk í hverfinu, bjóða upp á fundi með íbúum og senda heim fréttabréf um starfið í KR. Hvað er í boði og opna félagsheimilið. Léttir kaffifundir aðra hverja helgi o.fl. en þetta segi ég án þess að vita nákvæmlega hvað fer fram út í KR. Allt er þetta bara meint í góðu og skal taka sem ábendingum ekki gagnrýni.
Andri
1.október 2014 kl.18:48
Góðar ábendingar hjá Andra en ég held að hann ætti að taka þær skrefinu lengra og framkvæma þær. Félagið er opið þó að það virðist ekki vera það. Þetta er fjáls vettvangur til að athafna sig. Óneitanlega er starfið nokkuð kaótískt og upplýsingastreymið er lélegt, en flest sem við sjáum gert er bara einkaframtak - eins og til dæmis flestar myndirnar á veggjunum, einhver tekur sig bara til og gerir þetta.
ábs
2.október 2014 kl.17:54
Af hverju þarf Andri að framkvæma þetta sjálfur. Af hverju má hann ekki koma með málefnalega gagnrýni án þess að því sé snúið uppá hann.Bæði hann og Pepsí hafa áhyggjur af klúbbnum okkar og eru með bæði málefnalega og nokkuð harða gagnrýni á þá sem stjórna.Það er nefnilega þanng að þeir sem stjórna eru á fullum launum við það og sumir hverjir hafa verið það nokkuð lengi. Er það ekki t.d. rétt að lítið hefur gerst í málefnum hvað aðstöðu varðar mörg undanfarin ár? Stúkan er farin að láta á sjá og ekki fjölgar sætunum. Sjoppan er jafn hrörleg og hún var fyrir x mörgum árum. Meira segja svo slæm að hún bauð uppá músaveislu í ár eins og afgreiðslufólkið getur vitnað um. Þá stækkar ekki æfingasvæðið og ekki er von á fótboltahúsi eða hvað? Nottinghan Forest dæmið er ansi gott og ætti að vera þörf ábending til stjórnarmanna.Síðan má spyrja sig hvort ekki megi spinna saman þráðinn um þjálfarmál og þennan. Árangurinn í sumar er auðvitað algjörlega óásættanlegur miððað við þann mannskap sem þjálfarateymið hefur. Þetta hefur áhrif á allt starfið og áhugann á fótboltanum. Við höfum einfaldlega verið að spila alltof leiðinlegan og varnarsinnaðan bolta í sumar. Það hefur þó farið batnandi í síðustu leikjum en einfaldlega of seint.
Áhugamaður
2.október 2014 kl.22:53
Það er ekkert verið að slá gagnrýni eða ábendingar Andra út af borðinu. En nákvæmlega það sem hann stakk upp á er eitthvað sem hann eða hver annar getur framkvæmt. Ég er ekki að afgreiða alla gagnrýni á þann hátt að fólk geti bara gert hlutina sjálft en sumt er þannig vaxið að gamlir KR-ingar ættu að finna hjá sér hvöt til að stíga inn og leggja fram til félagsins. - Hverjir eru á launum? Klárlega starfsfólk en ekki stjórnarfólk og ekki sjáflboðaliðar. Mér svíður stundum að eyða 5-10 tímum á viku í sjálfboðavinnu, oft mikið manual labour, sjá hvað fáir eru að leggja fram til félagsins og lesa síðan og heyra gagnrýni gamalla KR-inga sem finnst allt sem ég geri vera lélegt, gera ekkert sjálfir og mæta ekki einu sinni á völlinn lengur. Kenna síðan jafnvel stjórn KR um að þeir nenni ekki lengur á völlinn. Mér finnst það eiginlega skítlegt, og sorglegt að upplifa það í sumar hvað það er ótrúlega mikið til að lélegum pappír meðal gróinna KR-inga. - Með þessu er ég þó alls ekki að slá út af borðinu málefnanlega gagnrýni Pepsi og Andra hér.
ábs
3.október 2014 kl.03:43
Slakið á strákar, ég er var bara að benda á hluti sem gætu gagnast félaginu mínu. Mig langar gjarnan að taka meiri þátt í starfi KR. Því miður er ég ekki mikið á landinu og þegar ég er hér þá fer minn tími annað hvort í það að vinna að verkefnum hér heima og hitta fjölskylduna. Auðvitað er mín afstaða ekki sett hér fram til að gagnrýna það góða fólk sem leggur tíma sinn í klúbbinn án endurgjalds. Ég heyrði oft sögur bæði frá Afa og föður mínum um sjálfboðastarfið í KR, þá var öldin önnur en í dag. Það byggir enginn skíðaskála með eigin hendi eftir vinnu eða stækkar stúkuna. Reglugerðir, staðlar og önnur bjúrókrasía hefur gert það að verkum að allt þarf að vera eftir kúnstarinnarreglum. Þá er nú líka þannig að flest okkar erum í vinnu, búsett annar staðar en í vesturbænum og jafnvel með stóra fjölskyldu. Kannski þarf klúbburinn að eyða smá fleira starfsfólk til að byggja upp enn betra starf. KR á glæsta framtíð framunda en til þess að svo megi verða þurfum við að ræða hlutina málefnalega, takast af og til á en standa svo sameinaðir út á við. KR má aldrei verða trúarbrögð, þetta er eftir allt saman bara klúbbur. Hann er okkur kæra og við viljum honum vel.
Andri
3.október 2014 kl.11:18
Ég er bara mjög ánægður með allt sem þú skrifar hérna á þræðina, Andri, svo það sé á hreinu.
ábs
3.október 2014 kl.14:09
Sæll ábs Höfum á hreinu að þrátt fyrir að það hljómi vel að hver sem er geti komið og hengt hluti upp í KR heimilinu þá sýnir það mun frekar stefnuleysi en að það sé félaginu til hróss. Síðan Örn Steinsen hætti þá hefur almennu hreinlæti í húsinu farið aftur. Lóðin er illa hirt og subbuleg. Sjálfboðaliðastarfið er félaginu afskaplega dýrmætt en það stendur upp á þá sem félagið greiðir undir að búa til vinnuvænt umhverfi og skapandi. Síðan má spyrja þeirrar spurningar hvort hugur allra þeirra sem starfa hjá félaginu sé 100% í því starfi eða annars staðar? Stjórnarmenn eru ekki í launaðri vinnu en þeir njóta alls kyns annarra fríðinda vegna starfa sinna. Megi þeir njóta þess. Ég er ekki að setja út á störf þín ábs. Ég virði þau en bendi á að fjölmargir stuðningsmenn greiða inn í KR klúbbinn en sjá lítinn mun á því að kaupa árskort beint eða hafa aðgang að klúbbnum. Þar er ekki við þig að sakast. Þú ert sjálfboðaliði að starfa í lítt hvetjandi umhverfi. Ég fylgist með öllu leikjum félagsins og þekki innviði þess vel. Þú talar um lélegan pappír meðal gróinna KR-inga - ég frábið mér slíkt. KR er félag og sem slíkt lifir það okkur alla. En félaginu er stjórnað og sú stjórn hefur stefnu. Sú stjórn og stefna kann að vera manni á móti skapi. Mótmæli mín eru þögul - ég kýs að mæta ekki. Ég ber hag félagsins fyrir brjósti og þess vegna skrifa ég um mína skoðun. Árangur má mæla mörgum mælikvörðum. Mín skoðun er sú að árangur félagsins í ár er lélegur. Bikartitillinn einfaldlega felur vandamálið. Ég hef mikla áhyggjur af því að næsta ár verði félaginu mjög þungt.
Pepsi
3.október 2014 kl.14:14
Ekki er ég að kalla þig lélegan pappír en ég hef kynnst viðhorfum sem mér falla ekki í geð. Held að margt sé til í þinni gagnrýni. Ég held samt að þú sért of fljótur að draga samamsemmerki á milli þess sem betur má fara í stjórnun félagsins og langtíma stefnu og árangri frá ári til árs. Ástæðan fyrir því að okkur tókst ekki eins vel upp í sumar og í fyrra er sú að tilteknar leikmannabreytingar gengur ekki upp.
ábs
3.október 2014 kl.14:16
Varðandi ársmiðahafa þá eru í boði ódýrir ársmiðar og dýrir ársmiðar. Dýru ársmiðunum fylgja meiri fríðindi. Eitthvað hafa skilaboð sem ratað illa til ársmiðahafa því handhafar ódýru kortanna, sem kosta minna en að borga sig inn á hvern og einn leik, eru með væntingar sem ég get ómögulegt uppfyllt. Sjálfur lít ég ekki á KR-klúbbinn sem klúbb ársmiðahafa heldur almenna umgjörð og þjónustu við stuðningsmenn.
ábs
3.október 2014 kl.14:45
KR-klúbburinn er klúbbur ársmiðahafa sama hvaða sýn þú kannt að hafa á klúbbinn. Félagið sjálft heldur utan um almenna umgjörð og veitir þjónustu við stuðningsmenn t.d. með því að halda úti síðu. KR-klúbburinn á að vera þetta extra. Getur þú sagt mér hver er langtímastefna KR?Ef þú segir að það sé að vera íþróttafélag í fremstu röð þá bið ég þig um að svara tveimur spurningum.Hvernig ætlar félagið að ná þeim árangri?Hvar er markmiðsstefna félagsins okkur sýnileg?
Pepsi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012