Svara þráð

Spjall

Búið í sumar - 1 titill31.agúst 2014 kl.20:32
Eftir leik KR og Stjörnunar er ljóst að KR á ekki möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn, nema kraftaverk komi til. Grátlegt er að hugsa til þess að tap á móti frekar lélegu liði Vals í fyrsta leik og tap á gegn Þór sem er lélegasta lið sumarsins skilur okkur frá FH. Um leikinn við Stjörnuna vil ég hafa sem fæst orð, jafntefli verði sanngjörn úrslint en fótboltinn er ekki alltaf sanngjarn og sumar ákvarðanir dómarans vafasamar en það fylgir bara boltanum og getur bitnað á öllum liðum. Það sem ég hef sé að KR-liðinu í sumar finnst mér miðjan hjá okkur oft detta mjög aftarlega og lið fá að spila nokkuð frítt á okkur þar. Það virðist sem KR-liðið geti ekki spilað á móti hápressu en í leiknum gegn Fram á Laugardalsvellinum lenti liðið í vandræðum þegar pressað var framarleg og sama gerðist í Bikarleiknum gegn Keflavík. Stjarnan nýtti sér þessa veikleika og pressaði KR hátt og fékk að spila nokkuð frítt á miðjunni. Um framhaldið skal ég ekki segja nema hvað að það er mín persónulega skoðun að dollan eigi frekar að fara í Hafnafjröðinn en Garðabæinn. Einfaldlega vegna þess að ég tel ekkert gott koma úr úrkynjuðum svefnbæjum, sama hvar þeir eru á landinu.
Andrés
31.agúst 2014 kl.20:48
Búið í ár erum úr leik urðum Bikarmeistarar það er stóri plúsinn eftir þetta sumar.Mikilvægt að halda áfram á fullu og tryggja 3 sætið sem KR hefur ekki oft endað í. Áfram KR.
Vesturbæingur
31.agúst 2014 kl.21:16
Mér fannst við vera á hælunum stóran hluta leiksins í kvöld og ótrúlegt hvað liðið var yfirspilað á löngum köflum. Sannast enn einu sinni að taflan lýgur ekki, því miður stöndum við FH og Stjörnunni að baki þetta sumarið. Sammála því að mikilvægt er að tryggja þriðja sætið og fara á fullt í síðustu leikina. Síðan er að koma sterkir til baka að ári.
ábs
1.september 2014 kl.05:40
Of margir veikleikar í liðinu í ár,til þess að eiga möguleika á stóra titlinum. Þurfum að ráða bót á því fyrir næsta ár.Hvað halda menn með hverjir munu koma og fara?
Klaus
1.september 2014 kl.11:53
Erfitt að kenna einstökum leikmönnum um hvernig farið hefur í ár. Liðið hefur bara ekki náð að stilla strengi sína og sýnt hvað í því býr. Þetta kemur fyrir bestu lið og FH var á nákvæmlega sama stað og við í fyrra, með hörku lið en voru að tapa stigum gegn minni spámönnum. Í leiknum gegn Stjörnunni kom það bersýnilega í ljós að KR liðið er feikilega gott þegar það pressar á andstæðinginn og ætlar sér að vinna. Fyrstu 25 leiksins sá Stjarnan ekki til sólar og KR liðið átti leikinn. Eftir fyrsta markið detta menn svo aftur og ætla sér að verja 1-0 stöðu. Það er allt í lagi ef liðið getur ógnað með hættulegum skyndisóknum en það getur það ekki. Í KR-liðinu eru frábærir leikmenn sem hafa ekki fundið sig í ár að mínu mati. Baldur hefur ekki verið jafn góður nú og í fyrra og Óskar ekki heldur. Mér hefur fundist vörnin eiga erfitt með að losa boltan þegar er pressa á henni og bæði í leiknum í gegn Stjörnunni og bikarúrslitaleiknum kom mark eftir mistök úr vörninni. Þetta á ekki að gerast í topp liði. Hvað Stjörnuna varðar þá tek ég undir orð Andrésar, félaga míns. Vona innirlega að þeir vinni ekki neitt og þess vegna má gefa leikinn gegn FH. Þoli illa pabba stráka liðið úr Garðabæ.
Andri
Þjálfari stjörnunnar1.september 2014 kl.12:48
Ótrúlegt að heyra viðtalið við þjálfara stjörnunnar, hann vildi meina að stjarnan hafi verið mikið betri en KR fyrir utan kannski fyrstu 10. Fór svo eitthvað að röfla um að Inter væri betra lið en KR eins og það kæmi málinu eitthvað við. Þessi maður ætti að temja sér smá skammt af hógværð og passa sig amk að rembast ekki um í gorti eins og hann sé að springa þegar vel gengur. Það er mjög erfitt að halda með liði þar sem stutt er í hroka og þess vegna vona ég að FH sigri deildina, Heimir er skárri hvað þetta snertir þótt svo hann eigi það til að vera pínu tapsár.
SiggiK
svar1.september 2014 kl.13:01
Voru menn í þessum þræði hér ekki að horfa á sama leikinn? Stjarnan yfirspilaði KR megnið af leiknum, fyrir utan fyrstu 20 mín. Stóra vandamálið hjá KR er miðjan. Maður hefði búist við að KR spilaði betur á móti þreyttu og vængbrotnu Stjörnuliði - það var fín pressa fyrstu 20-25 en svo hætta menn bara að spila (Stjarnan með miðjumenn í vörninni o.s.frv... vantaði marga stóra pósta hjá þeim ) hræðileg frammistaða. Tekið af forsíðu KRreykjavik.is - frétt um leikinn: " Svona lagað hefur ekki sést á KR-vellinum síðan í slökustu leikjum okkar gegn FH á síðasta áratug, fyrir utan Evrópuleiki gegn sterkum erlendum liðum. Dapurt var að horfa upp á okkar menn gjörtapa svona baráttunni í leiknum eftir að forystu hafði verið náð. Meira og minna fyrir heppni hélst forystan fram að leikhléi eftir að hver stórsókn gestanna á eftir annari hafði bulið á KR-vörninni, bjargað var á línu og Stefán Logi þurfti að hafa sig allan við í markinu. Því miður hélt þessi einstefna Stjörnumanna áfram í síðari hálfleik og það kom engum á óvart þegar gestirnir jöfnuðu á 61. mínútu. Veigar Páll skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu. Dekkningin hjá varnarmönnum KR á þessum lágvaxna leikmanni var hörmuleg. "
íþróttaandinn
1.september 2014 kl.13:10
Stjörnumenn voru betra liðið í gærkvöldi og áttu að því leyti sigurinn skilið. Mikil vonbrigði að KR-liðið hafi ekki leikið betur en raun ber í vitni í svo mikilvægum leik. Að því sögðu þá hefði ekkert mikið þurft að breytast til að við hefðum fengið önnur úrslit í þessum leik. Stjarnan skorar ólöglegt mark, sleppur við augljóst rautt spjald eftir tæpan hálftíma og við gefum þeim sigurmarkið á silfurfati. Það er því skiljanlegt að menn séu örlítið svekktir með þessi úrslit sem þýða að KR er úr leik í deildinni í sumar. Auðvitað fagna menn bikarnum sem gerir það að verkum að þetta tímabil er engin hörmung en djöfulli leiðinlegt að ná ekki að gera harðari atlögu að titlinum en við líðum fyrir slaka byrjun á mótinu og andleysi í stöku leikjum svo sem gegn Þór fyrir norðan og Fjölni í Grafarvoginum. Hvet menn hins vegar til þess að styðja liðið til þess að klára mótið með sæmd og svo tökum við umræðuna um hvað þurfi að laga fyrir næsta season í haust...
Stórveldið
1.september 2014 kl.23:02
Menn opinbera oft sinn innri mann eftir svona leiki og ljóst að þjálfari Stjörnunar er lítill maður. Það er hans vandamál ekki mitt og þess vegna ætla ég ekki að eyða fleiri orðum um þann mann. Ég held alveg örugglega að ég hafi verið að horfa á sama leik og allir aðrir. KR átti leikinn fyrstu 25 min og þá sá Stjarnan ekki til sólar, ekki frekar en í 6-0 leiknum á móti Inter. Hins vegar er það rétt að Stjarnan átti gott come back og var miklu betri síðust 20 min fyrirhálfleiks og fyrstu 15 til 20 min þess seinni. Eftir það náði KR aftur yfirhöndinni og sótti grimt. Eftir jöfnunarmarkið var ég viss um að KR myndi skora þriðja markið og klára leikinn. Mikil óheppni (mistök) urðu svo til þess að Stjarnan náði að stela sigrinum. Ekkert sanngjarnt við það. Ég set nú líka spurningamerki við margt í dómgæslunni. Skipti hún öllu máli? Ómögulegt að segja en mikið óskaplega þurfti dómarinn að vernda brothætta stjörnumenn.
Andri
1.september 2014 kl.23:05
Að viðbættu þá finnst mér allt í lagi að Rúnar noti næstu leiki til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri.
Andri
2.september 2014 kl.08:21
Dómarar eru skíthræddir við að dæma á Stjörnuna af því að þeir eru hræddir við umræðuna um að þeir séu að skemma fyrir Stjörnunni.
Hudson
2.september 2014 kl.09:59
Titilinn er á leið í Garðabæ.
Helgi
2.september 2014 kl.12:24
Alveg burt frá áberandi hræðslu dómaranna við leikmenn Stjörnunnar, eða hvort að þeir slepptu spjöldum viljandi á Stjörnumenn og létu áberandi rangstöðumark Veigars Páls standa, að þá voru Stjörnumenn sterkari og gengu vissulega upp á lagið úr því að dómararnir leyfðu þeim allt. Það er ekki við leikmenn Stjörnunnar að sakast yfir slíku og þeir fundu líka klárlega fyrir áhugaleysi margra leikmanna KR sem hefur verið svo áberandi þetta tímabil.
Stefán
2.september 2014 kl.19:14
Algjörlega sammála þér Stefán. Við töpuðum fyrst og fremst vegna þess að of margir okkar leikmanna voru lélegir. Það sem verra er að þannig er það búið að vera í allt sumar og enn verra að þjálfarar virðast alls ekki hafa gert sér grein fyrir því. Þessir sömu leikmenn virðast vera í áskrift að byrjunarliðssæti á meðan aðrir sem jafnvel spila oftast vel líða fyrir.Loksins virðast jafnvel hörðustu innanbúðarmenn gera sér grein fyrir þessu. "Stund sannleikans" segir flest sem segja þarf.
Bjarni
3.september 2014 kl.01:24
Ósammála ykkur að Stjarnan hafi verið betri í þessum leik. Það komu kaflar þar sem bæði lið höfðu yfirtökin en munurinn var kannski sá að annað liðið á vellinum vildi sigurinn meira og það skemmir svo sem aldrei fyrir að hafa dómaratríóði í vasanum. Persónulega held ég að titilinn fari í Hafnafjörðinn í ár. Stjarnan er að mínu mati bóla, þetta er hreinlega ekki nógu stórt bæjarfélag til að halda úti topp liði til lengri tíma.
Andri
3.september 2014 kl.04:42
Hárrétt hjá Bjarna, málið er ofureinfalt.Margir leikmanna okkar voru einfaldlega lélegir í allt sumar. Ef við styrkjum ekki liðið fyrir næsta ár, verður þetta enn verra næst.Annað stórt atriði er að jafnvægið í liðinu er ekki rétt
Klaus
3.september 2014 kl.16:34
Klaus er að nefna það sem ég var að nefna eftir bikarúrslitaleikinn. Þá vorum við að stilla upp liði sem vantaði þetta jafnvægi sem Klaus er eð tala um. Það vantaði skapandi miðjumann. Því miður eru Jónas og Baldur ekki þannig leikmenn. Að hafa þá inná á miðjunni saman er ekki gott. Þá vantar leikmann sem er að búa eitthvað til fram á við. Hann var á bekknum þá og líka núna á móti Stjörnunni.Við sluppum með þetta í bikarúrslitaleiknum á móti frekar slöku Keflavíkurliði en ekki núna á móti Stjörnunni.
NN
13.september 2014 kl.13:12
Nú rífum við okkur upp og látum sjá að við séum ekki bara áhangendur þegar vel gengur. Mætum á Fylkisvöllinn og styðjum okkar menn.Við höfum ekkert annað betra að gera. Áfram KR
NN
15.september 2014 kl.08:48
Ekki mættu nú margir stuðningsmenn KR á Árbæjar-völlinn, en lið KR var vel stemmt og lék frábærlega. Vonandi að okkar menn klári mótið á þessum nótum !
Stefán
vinnum FH í kvöld!! 18.september 2014 kl.11:46
það væri frábært að "enda" tímabilið á góðum sigri gegn væntanlegum íslandsmeisturum FH í kvöld. Sýnum hverjir eru bestir í kvöld og tökum dolluna síðan að ári. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á völlinn.
íþróttaandinn
18.september 2014 kl.12:46
Er viss um sigur ykkar í kvöld nauðsynlegt til að halda spennu allt til loka.
Helgi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012