Svara þráð

Spjall

KR - Stjarnan28.agúst 2014 kl.13:48
Hverning væri að fá jákvæða umræðu og pælingar um uppstillingu fyrir mikilvægasta leik sumarsins í deildinni á sunnudaginn? Samkvæmt „kr.is“ er þetta 200. leikur Kjartans Henry sem er orðinn annar eða þriðji markahæsti leikmaður KR frá upphafi með 94 mörk í 199 leikjum aðeins 28 ára. Ekki amarleg tölfræði það. Uppstilling mín er: Stefán - Haukur Aron Grétar Gunni - Baldur Jónas Farid - Óskar Gary Kjartan. Koma svo!
Diddi
28.agúst 2014 kl.13:57
Enn og aftur er staðan sú að við einfaldlega verðum að vinna ef við ætlum að eiga minnsta séns á að verja titilinn. Góðu fréttirnar eru þær að Stjarnan ætti að liggja ágætlega við höggi á útivelli með stór skörð hoggin í varnarlínu sína og miðju vegna meiðsla og leikbanna auk þess að vera nýkomin úr stórleiknum á Ítalíu. Vondu fréttirnar eru þær að Stjarnan hefur spilað mjög vel í sumar og enn ekki tapað leik á Íslandsmótinu. Það er því ljóst að KR þarf að spila sinn besta leik og það er ekkert olnbogarými til að mæta værukærir til leiks. KR hefur oft spilað best í stórleikjum síðustu ár og ég bind miklar vonir við að það verði einu sinni enn uppi á teningnum á sunnudag.
Stórveldið
28.agúst 2014 kl.14:01
Stjarnan mun vera vel gíruð fyrir þennan leik enginn hætta á öðru myndi frekar hafa áhyggjur ef ég væri KR-ingur.
Helgi
28.agúst 2014 kl.15:41
Stefán- Haukur Gunni Grétar Mummi - Baldur Atli Almarr - Óskar Gary Kjartan. Aldrei vafi að Gunni og Atli eiga að halda sætum sínum. Fá síðan Almarr inn aftur ef hann er heill en annars Farid og Atli þá framar. Spila sóknarleik með sókndjörfum mönnum á miðju og frammi.
Bjarni
28.agúst 2014 kl.16:16
Átta mig ekki á því hvernig best er að stilla upp á móti Stjörnunni. En mikilvægt er að bæði leikmenn og stuðningsmenn mæti gíraðir til leiks og láti í sér heyra.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012