Svara þráð

Spjall

áhugaleysi27.agúst 2014 kl.09:07
Mikið hefur verið rætt um dapra mætingu á leik Fjölnis og Keflavíkur í Pepsideildinni síðastliðið mánudagskvöld en rétt rúmlega 200 áhorfendur mættu á leik liðanna. En það sem veldur mér enn frekari áhyggjum er sú staðreynd að rétt um 600 áhorfendur mættu á leik okkar manna og Fram. Við í baráttu um að ná efsta sæti (jú það er séns) og Framar í hörku fallbaráttu. Skömmu áður mættum við Fjölni á KR-velli og ég fullyrði að ég hef aldrei séð eins fáa í stúkunni og á þeim leik. Það hafa ekki verið fleiri en 400 áhorfendur þó svo að uppgefnar tölur hafi verð hærri. Ég hreinlega velti því fyrir hvað veldur þessu áhugaleysi okkar KR-inga á liðinu? Leik eftir leik eru áhorfendur undir 1.000 og það þykir gott að fá yfir 1.000 á leiki. Hér á árum áðu vorum við með yfir 2.000 áhorfendur á leik að meðaltali en höfum hæst farið í 2.500. Það er eitthvað alvarlegt í gangi og það þarf að grípa inn í.
KR1949
27.agúst 2014 kl.10:55
Sammála. Það er almennt áhugaleysi og doði í Vesturbænum. Þessi doði er samt sem áður ekki bara hjá okkur. Hann er í allri deildinni. Held að það séu nokkrir þættir sem hafa áhrif. * minni umfjöllun um leikina (enginn þáttur á RÚV, og Stöð2 með læsta dagskrá á umfjöllun)* veðrið hefur verið mjög dapurt* HM í knattspyrnu í sumar* Lélegri bolti en undanfarin ár. En ég er sammála, það er til skammar hversu fáir eru að mæta á leiki hjá okkur.
KRistján
27.agúst 2014 kl.11:34
Gæti spilað inní stórlekur Liverpool og Manchester City á sama tíma ??
Kalli
27.agúst 2014 kl.12:11
Gæti spilað inn í að við vorum að spila við fram á leiðinlegasta velli í Evrópu?
Eldur
27.agúst 2014 kl.12:55
Vissulega getur hitt og þetta spilað inn í. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem veður er leiðinlegt, stórmót í fótbolta eða hvað menn nefna til. Ekkert af þessu var til að mynda þegar við spiluðum við Fjölni. Áhuginn er bara sorglega lítill. Tek samt undir að ég hef ekki séð einn einasta þátt í sjónvarpinu þar sem ég er ekki með Stöð2sport og ég finn að ég hef mun minni áhuga á deildinni núna en undanfarin ár. En við þurfum að snúa þessu við.
KR1949
27.agúst 2014 kl.23:34
Þetta er áhyggjuefni. Mest slær mig hvað stuðningsmenn KR eru orðnir gamlir. Ég er rúmlega fimmtugur en KR-heimilið er sá staður þar sem ég rekst mest af fólki sem er eldra en ég sjálfur. Hvar er unga fólkið? Ég held að meðalaldur þeirra stuðningsmanna sem hafa hvað hæst í stúkunni sé líka ótrúlega hár miðað við það sem áður var. Hvernig getum við höfðað meira til unga fólksins og fundið fleiri unglinga með svarthvítt hjarta til að mynda stuðningssveitir og fjölmenna á leiki okkar liðs?
ábs
30.agúst 2014 kl.22:51
Þetta er ekki bara hja KR heldur hjá öllum liðum, helst í efstu ( Pepsí ) og 1 deild sem þetta hefur dalað heldur betur. Hvað veldur veit ég ekki. En þetta er mjög dapurt.
Pepsí

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012