Svara þráð

Spjall

FRAM - KR24.agúst 2014 kl.21:12
Hvernig líst mönnum á leikinn við Framara? Þeir veittu okkur harða keppni í fyrri umferðinn og er í bullandi fallbaráttu. Höfum ekki spilað neitt sérstaklega vel gegn lakari liðum í sumar og má þar minnst á jafntefli gegn Breiðabliki og tap fyrir Þór. Til að leikurinn gegn Stjörnunni um næstu helgi verði stór leikur fyrir okkar og það verði eitthvað gaman af lokasprettinum VERÐUM VIÐ AÐ VINNA ÞENNAN LEIK. Vonandi mætir fólk sæmilega í Laugardalinn á mánudagskvöld og hvetur okkar menn áfram - enda eigum við ljúfar minningar úr Dalnum frá því um daginn.
ábs
25.agúst 2014 kl.13:01
Sem fyrr er leikurinn í kvöld "must win"-leikur ef við ætlum að eiga einhvern minnsta séns á titlinum. Ef KR-liðið mætir klárt til leiks í kvöld eigum við auðvitað en vinna Framarana en þeir eru ungir, hungraðir og stigaþurfi þ.a. þetta verður eflaust mikil barátta.
Stórveldið
25.agúst 2014 kl.13:53
Það er bara formsatriði að klára þennan leik. Eigum að nota tækifærið og vinna stórt til að laga markahlutfallið hjá bæði okkur og frömmurum. Vonandi að Fjölnir nái svo að vinna Kef á sama tíma og frammarar færist ennþá nær neðri deildunum. Ekki mun ég sakna þeirra að ári.
Eldur
25.agúst 2014 kl.14:04
Mér finnst óþarfi að tala níðrandi um andstæðingana í kvöld og einnig er della að segja leikinn formsatriði fyrir KR, verður efitt en auðvitað vonum við að KR vinni og verði áfram í baráttunni, ég mundi frekar vona að Víkingar stríddu FH.
Kalli
25.agúst 2014 kl.14:13
Ég hef engan áhuga á því að sjá Framara falla, okkur gengur nefnilega yfirleitt svo vel með þá :). En þetta verður hörkuleikur í kvöld, alls ekkert formsatriði...
Stórveldið
25.agúst 2014 kl.14:40
Ég hef mikinn áhuga á að sjá fram falla. Get ekki sagt að það sé mikið tilhlökkunarefni að mæta þessum landlausa smáklúbbi sem á engan heimavöll og svona fjóra stuðningsmenn. Og svo dugar ekkert minna en sjálfur þjóðarleikvangurinn með sín 10.000 sæti og ofvöxnu hlaupabraut fyrir þessa fjóra stuðningsmenn þeirra (einhverjir þeirra fylla að vísu fleiri en eitt sæti). Þessi klúbbur er í svipuðum klassa og flest liðin í utandeildinni og á best heima þar.
Eldur
25.agúst 2014 kl.16:53
Ef þú ert KR-ingur Eldur þá ættir þú að skammast þín. Reyndar held ég að þú sért það ekki. Varðandi leikinn í kvöld þá vona ég eftir að sjá spilaðan blússandi sóknarleik. Við eigum ekki að fara í alla leiki með það númer eitt að fá ekki á okkur mörk. Við eigum að vera betri en Fram og eigum að spila þannig. Vonandi stillir Rúnar upp sóknartaktik í kvöld og í næstu leikjum. Þá er gaman.
Bjarni
25.agúst 2014 kl.17:39
Hvers vegna á ég að skammast mín ef ég er KR-ingur?
Eldur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012