Svara þráð

Spjall

Áfram Stjarnan?20.agúst 2014 kl.15:24
Hvað finnst mönnum um þetta? http://www.visir.is/lars-a-islensku---afram-stjarnan%E2%80%9C/article/2014140829960
steiner
20.agúst 2014 kl.20:41
Ekki hrifinn af því að við séum að styðja önnur lið, hvað þá svona skæða keppinauta. En þetta er ekkert stórmál og maður erfir þetta ekki við Gary sem slíkan.
ábs
21.agúst 2014 kl.10:06
Voðaleg öfund er þetta Stjarnan hefur komist lengst alla liða í Evrópukeppni.
Helgi
Halda með Stjörnunni?21.agúst 2014 kl.10:07
Vona að Inter rífi nýtt á rassgat þessa silfurskeiðabjána Pottþétt að slatti af fyrrum KR-kjánar hafi mætt í Laudagalinn í gær í stjörnutreyju fyrir allan peninginn. Hreinræktaðir tækisfærissinnar upp til hópa Íslendingar.
thm
21.agúst 2014 kl.10:10
Ekki öfund. Ég hef óskað Stjörnumönnum til hamingju með góðan árangur í Evrópukeppninni. En ég styð þá ekki - aldrei! Þetta eru andstæðingar okkar.
ábs
21.agúst 2014 kl.11:00
Hvaða hvaða, auðvitað styðjum við íslensk félagslið þegar þau eru að keppa í Evrópukeppnum. Stjarnan er búin að standa sig frábærlega í þessari keppni og eiga þeir hrós skilið fyrir það. Fáránlegt að láta stuðningsmenn liðsins bara eitthvað í taugarnar á sér, þeir voru raunar frábærir á leiknum í gær. En þegar kemur að mótum hér heima þá kemst auðvitað bara KR að.
Helgi
21.agúst 2014 kl.12:28
Helgi ferðu ekki stundum úr Stjörnubolnum eða andar að þér hreina loftinu í vesturbænum ?
Kalli
21.agúst 2014 kl.13:26
Ég skal alveg játa það að ég er pínu öfundssjúkur út í árangur Stjörnunnar í Evrópukeppninni í sumar enda hefur hann verið frábær og þar að auki mjög skemmtilegt að fá leiki gegn Inter. Hins vegar er staðan sú að óvenjulega góður árangur íslensks liðs í Evrópukeppni hefur verulega fjárhagslega þýðingu fyrir viðkomandi lið. Þess vegna geta löng Evrópuævintýri haft nokkur áhrif á samkeppnina í Pepsi-deildinni þar sem þau geta styrkt samkeppnisstöðu viðkomandi liðs verulega á leikmannamarkaðnum. Þess vegna er ég ekkert að krossa puttana að Stjarnan komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og fái nokkur hundruð milljónir fyrir. Slíkt gæti haft mjög vond áhrif á möguleika KR á að vinna bikara næstu ár...
Stórveldið
21.agúst 2014 kl.14:06
Hvaða vitleysa. Ég sem mikill KR-ingur óska Stjörnumönnum til hamingju með frábæran árangur. Þetta er frábært fyrir íslenskan fótbolta í heild sinni. Þess vegna styð ég alltaf íslensk lið í Evrópukeppnum. Ég fór á leikinn í gær, strax eftir leik okkar manna gegn Fjölni, og skemmti mér mjög vel. Silfurskeiðin var jafnframt í frábæru formi. Gleymum því ekki að við búum á fámennu landi, kanttspyrnuheimurinn er mjög smár hér á Íslandi og leikmenn mismunandi liða þekkja hvern annan heilmikið.
Stebbi
21.agúst 2014 kl.20:12
Ekki misskilja, ég óska Stjörnunni auðvitað til hamingju með sinn árangur sem hefur verið frábær og þeir vel að honum komnir. Hins vegar hryllir mig bara við þeirri tilhugsun að einn aðalkeppinautur KR komist í gullpott eins og riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ekki að það sé líklegt reyndar úr þessu...
Stórveldið
22.agúst 2014 kl.23:33
Stjarnan er nú alls ekki fyrsta íslenska liði til að komast svona langt í Evrópukeppni. Ólíkt því þegar önnur lið hafa komist jafn langt á undanförnum árum er Stjarnan að spila við Inter. Auðvitað er þetta voðalega gaman fyrir Stjörnuna og það er ekki hægt að segja annað en að stemmingin sé mikil meðal stuðningsmanna þeirra. Hitt er svo annað mál að það íslenska félagslið sem fyrst kemst upp úr 4. umferð mun standa skrefi framar öðrum liðum á Íslandi. Fjármagnið er hreinlega of mikið fyrir þessa litlu deild okkar.
Andri

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012