Svara þráð

Spjall

Meistarar16.agúst 2014 kl.20:25
Til hamingju allir KR ingar enn ein bikar þetta venst rosalega vel.
Jói
16.agúst 2014 kl.20:31
Geggjað, alltaf jafn gaman að vinna titil. Árangur KR í bikarnum síðustu ár hefur verið ótrúlegur - Rúnar veit hvað hann er að gera...
Stórveldið
17.agúst 2014 kl.09:37
Til hamingju 3 uppaldir í byrjunarliði KR.
Balli
17.agúst 2014 kl.09:48
Til hamingju KR. Ég hef aldrei skilið þetta tal um hvort menn séu uppaldir í félögunum eða ekki. Það eru allt aðrir heimar í dag en fyrir einhverjum árum. Leikurinn í gær var reyndar frekar leiðinlegur og lélegur enda stiilltu menn upp þungu og varnarsinnuðu liði og spiluðu af eins mikilli varfærni og hægt var. Tóku enga áhættu og ltilgangurinn að landa örugglega titlinum.Það tókst en leikurinn fyrir vikið leiðinlegur. Ég hefði viljað sjá að KR kæmi með sjálfstraustið í botni í þennan leik enda miklu betra lið og spila stífan sóknarleik frá upphafi,pressa hátt og ganga frá annars frekar lélegu liði Keflvíkinga með sóknarleik. En sigur er alltaf sigur og þegar sagan verður skoðuð er ekkert verið að pæla í því hvernig leikurinn var.
NN
17.agúst 2014 kl.14:28
Ég hef nú ekki heyrt meiri þvælu nn. Þungu og varnarsinnuðu liði segir þú er Gary, Kjartan, Óskar, Almar og Baldur þung og varnarsinnuð uppstilling?
Diddi
17.agúst 2014 kl.21:08
Titill númer 40 sem stórveldið vinnur í meistaraflokki karla var staðreynd. Hvernig leikurinn var eða hvernig hann spilaðist skiptir ekki máli betra liðið vann. Áfram KR.
Vesturbæingur
17.agúst 2014 kl.21:11
Frábær sigur. Bikarinn kominn heim. Fimmti stóri titillinn á fjórum árum. Þetta er sannkallað gullaldarlið sem við erum með. Vel gert strákar og áfram KR!!!!!
KK
18.agúst 2014 kl.00:45
Balli ef ég man rétt ertu valsari. Endilega fræddu okkur fáfróðu um hversu margir uppaldir eru á afturenda.
Eiríkur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012