Svara þráð

Spjall

Bikarúrslit13.agúst 2014 kl.18:29
Stærsti leikur sumarsins er framundan, bikarúrslit gegn Keflavík. Full ástæða til bjartsýni þótt Keflavík muni án efa veita okkar mönnum verðuga samkeppni. Hvernig vilja menn sjá liðinu stillt upp?
Stórveldið
14.agúst 2014 kl.00:18
Stefán Logi Haukur Grétar Sigfinnur Gunnar Þór Mummi Farid Jónas Guðni Baldur Kjartan Henry Óskar Örn Gary Martin
ábs
14.agúst 2014 kl.11:03
Sammála ábs, flott uppsetning, Grunar því miður að Rúnar noti Egil og Aron á laugadag, leikmenn sem eru alls ekki ekki nógu góðir fyrir KR að mínu mati.
thm
14.agúst 2014 kl.21:48
StefánLogi,Haukur,Grétar,Gunnar,Mummi,Baldur,Jónas,Óskar,Atli,Kjartan,Gary
14.agúst 2014 kl.23:28
Sammála ÁBS Gunnar Þór er góður í miðvörðinn annars hefur Aron Bjarki komið manni á óvart í sumar.
Vesturbæingur
15.agúst 2014 kl.11:51
Ég á ekkert óskalið. Það eru allir leikmenn í hópnum nægilega góðir til að spila þennan leik þmt varamarkmaðurinn sem miklar líkur eru á að spili. Þetta snýst um dagsformið og að vera ekki að búa til of mikla spennu eins og fór með okkar Íslenska landslið. Við höfum verið góðir í því að halda okkur niðri á jörðinni þó svo aðrir aðilar reyni að setja pressu á okkur. Pressan ætti samt að vera öll á Keflavík þar þetta er líklegast síðasti bikarúrslitaleikur sem þessir leikmann fá að spila í meðan að okkar leikmenn vita að það kemur annað tækifæri ef þeir klúðra á þessu ári. Sjálfsögðu erum við sigurstranglegri en bikar er bikar. Hann er alltaf 50/50 og það vinnst ekkert sjálfkrafa eins og sást þegar fall liðið Wigan tók Man City. Okkar leikmenn hafa réttari blödu í sigurvilja og getu, því sé ég ekkert sem hindrar að við munum landa þessu meðan að leikmenn Keflavíkur hugsa bara um hversu miklar skammir þeir fá þegar þeir koma aftur heim í sveitina og svekkelsið þegar þeir fá á sig mark.
Damus7
15.agúst 2014 kl.12:12
Það er nú alveg klárt að maður vill sjá reynda refi eins og Kjartan Henry inn á í svona leik. Ef hugarfar og einbeiting okkar manna er í lagi verðum við bikarmeistarar.
ábs
15.agúst 2014 kl.12:43
Stefán, Haukur, Grétar, Aron, Mummi, Farid, Jónas, Baldur, Óskar, Kjarri, Gary. Sindri, Almar, Atli, Egill, Gunnar, tilbúnir ef þarf.
Stebbi
18.agúst 2014 kl.12:29
Þér varð að ósk þinni ábs, refurinn skoraði sigurmarkið á nánast síðustu sek., til hamingju allir KR-ingar nær og fjær, vel gert strákar !
Kalli
18.agúst 2014 kl.12:44
Takk fyrir kveðjuna og bestu kveðjur til þín, gamli. Það var gaman að fagna með tveimur öðrum sem ég man eftir úr múraragenginu, Davíð Löve og þessum stóra, þykka sem ég man aldrei hvað heitir.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012