Svara þráð

Spjall

ÍBV - KR31.júlí 2014 kl.15:51
Stórleikur í kvöld, bikarúrslit undir. Mæta menn ekki brjálaðir til leiks í kvöld enda bikarinn besti sénsinn á titli í sumar úr því sem komið er?
Stórveldið
31.júlí 2014 kl.16:15
Við mætum a.m.k. brjálaðir á Rauða ljónið.
ábs
31.júlí 2014 kl.17:55
Já, góðan daginn. Ég vona að Egill okkar Jónsson hafi gert eitthvað stórkostlegt á æfingum undanfarið sem verðskuldar það að byrja þennan mikilvæga leik. Annars er meistari Rúnar með skitu uppá bak.
Bjarni
31.júlí 2014 kl.20:28
Þetta skrifar þú fimm mínútum fyrir leik, Bjarni. Engin furða að fullt af KR-ingum forðast þetta spjall hérna.
ábs
31.júlí 2014 kl.20:37
Frábær sigur í kvöld, núna geta menn heldur betur látið sig hlakka til bikarúrslitaleiksins! Vonandi að liðið fylgi þessum flottu leikjum gegn Val og ÍBV eftir og sé komið á beinu brautina...
Stórveldið
31.júlí 2014 kl.21:06
Magnað hvað Sindri Snær stóð sig vel í markinu. Stórkostlegt hvernig Kjartan Henry svaraði skítamóral heimamanna.
ábs
1.agúst 2014 kl.16:13
Egill komst nokkuð vel frá leiknum og það er rétt hjá þér ábs að ég á ekki að nafngreina leikmenn á þennan hátt. Afsakaðu það Egill minn og haltu áfram að standa þig. Bakið á Rúnari er væntanlega í hreinna lagi.
Bjarni
3.agúst 2014 kl.01:34
Egill átti flottann leik eins og aðrir KRingar. Algjör óþarfi að menn einsog Bjarni sé að gera lítið úr Agli og Rúnari. Eyjamenn skaffa skítamóral en ekki KRingar. Bjarni prófaðu að skrifa eitthvað jákvætt fyrir bikarúrslitaleikinn og þér líður örugglega betur.
Eyvindur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012