Svara þráð

Spjall

Vandamál KR31.júlí 2014 kl.09:46
Hvert er vandamál KR í dag? Leikmenn? Þjálfari? Aðstaða? Stjórn? Stuðningsmenn? Vona að þetta leiði til málefnalegrar umræðu
áhugamaður
31.júlí 2014 kl.10:01
Ertu að reyna að drepa stemninguna fyrir kvöldið ? mjög mikilvægur leikur og möguleiki á að komast í úrslitaleikinn.
Kalli
31.júlí 2014 kl.10:11
Engan veginn að reyna eitt né neitt. Þú ert blindur ef þú ekki sérð að það eru ótal vandamál í félaginu. Held að leikmenn KR séu nægilega sterkir sem og stuðningsmenn til þess að geta rætt þessi mál án tillits til þess hvaða dagur er.
áhugamaður
31.júlí 2014 kl.10:38
Veit allt um það en þetta mátti að mínu viti bíða til morguns, veit að leikmenn okkar eru jafn hundfúlirog við yfir slöppu gengi í sumar og þetta er ekki til að mótivera liðið fyrir kvöldið, en hef trú á að vélin hrökkvi í gang en vonandi bara ekki of seint, það er fullt af hæfileikamiklum mönnum sem lítið hefur komið út úr enn.
Kalli
31.júlí 2014 kl.12:54
Kvöldið í kvöld mun skera alveg úr um það úr hverju núverandi leikmenn KR eru gerðir - Svo einfalt er það.
Stefán
31.júlí 2014 kl.13:00
Því miður er meirihluti stuðningsmanna ekki lengur stuðningsmenn í blíðu og stríðu og liðið þarf að ná árangri til að laða fram stuðning. Þessu er erfitt að breyta og það er óþægilegt að kalla Áfram KR þegar enginn tekur undir og maður þagnar þá bara og bíður eftir að stúkan lifni við. - Sigur í kvöld og úrslitaleikur í bikar mun hins vegar breyta miklu og lyfta upp stemningunni.
ábs
31.júlí 2014 kl.15:50
Mér finnst einkennilegt hve margir tala eins og það séu einhver stór vandamál hjá KR. Við höfum unnið stóran titil síðustu þrjú tímabil (samtals fjóra) og eigum ágæta möguleika á því að gera það fjórða tímabilið í röð. KR vann síðast stóran titil þrjú tímabil í röð á sjöunda áratugnum! Við vorum í ruglinu 2004 til 2007, síðustu ár hafa hins vegar verið mjög góð. Vissulega hefur liðið ekki spilað jafn vel í sumar og til dæmis í fyrra en í fótbolta sveiflast spilamennska meira að segja bestu liða. Það er í góðu lagi að gagnrýna taktík og spilamennsku en óþarfa neikvæðni getur líka smitast um klúbbinn og komið niður á árangri, við KR-ingar ættum að þekkja það. Þótt stigasöfnunin í Íslandsmótinu hafi valdið mér vonbrigðum eins og flestum öðrum þá er enn nokkuð eftir af mótinu og ef spilamennskan smellur (sem gæti allt eins gerst miðað við síðustu ár) þá er aldrei að vita hvar við endum í deildinni. Ég legg til að menn leyfi Rúnari (sigursælasta þjálfara KR í 50 ár) og liðinu að njóta vafans og þá þykir mér stjórn knattspyrnudeildarinnar hafa staðið skynsamlega að málum síðustu ár. Auðvitað myndu allir KR-ingar vilja betri aðstöðu fyrir klúbbinn en það er kannski svolítið önnur umræða.
Stórveldið
31.júlí 2014 kl.22:33
Heyr heyr Stórveldi
KK
1.agúst 2014 kl.00:16
Ég held að þessi glæsilegi sigur gegn ÍBV muni hafa góð áhrif á stemninguna á næstunni og ætla rétt að vona að fólk mæti á deildarleikina framundan, ekki bara bikarúrslitaleikinn. Markmiðin hljóta að vera annars vegar að lenda eins ofarlega í deildinni og mögulegt er og hins vegar að vinna bikarinn.
ábs
1.agúst 2014 kl.08:23
Glæsilegur og mjög svo sanngjarn sigur okkar manna á algjörlega ráðalausum eyjamönnum. Gaman að senda meistara Kjartan Henrý reglulega til eyja til að sýna eyjafólkinu hvernig á að spila alvöru fótbolta. Það er nokkuð sem þeir fá bara að sjá hjá aðkomumönnum. Með svona frábærum leik þurfum við KR-ingarsko ekki að kvíða leiknum á móti Fimleikafélagi Hafnarfjarðar.
Stefán
1.agúst 2014 kl.16:30
Glæsilegur sigur og strákanir sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir.Verðum að vera jarðbundnir verður erfiður leikur gegn Keflavík í úrslitum.
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012