Svara þráð

Spjall

Nýr sóknarmaður ?24.júlí 2014 kl.18:16
Lítill fugl hvíslaði að mér að Steven Lennon væri á leiðinni aftur til Íslands og að bæði KR og FH hefðu áhuga á að klófesta leikmanninn, er einhver fótur fyrir þessu annars ?
Kalli
24.júlí 2014 kl.18:52
Kaupa kaupa.
Bjarni
24.júlí 2014 kl.21:10
Það mælir kannski ekki beint á móti þessum orðrómi að Þorsteinn Már hafi verið lánaður „heim“.
Gústi
24.júlí 2014 kl.22:04
Ég vil klárlega fá Lennon í KR.
ábs
25.júlí 2014 kl.16:19
Er á leið í FH tel að KR þurfi að fá miðvörð áður en að lokað er fyrir félagaskipti erum frekar þunnskipaðir í þeirri stöðu.
Vesturbæingur
25.júlí 2014 kl.18:55
Ég verð að vera sammála í fyrsta lagi því að það þarf að "mótivera" leikmenn með betri hætti og jafnvel stilla betur upp í lið. Þar þurfa þjálfarar að taka sig saman í andlitinu. Það hefur svo sem komið hér óbeint fram en enginn þorað að segja Ég er síðan sammála því að ef í einhverja stöðu vantar þá er það í miðvörðinn. Grétar hefur spilað vonum framar síðan hann átti að fara og Aron að spila langt yfir standard efstu deildar.Spurning hvort það dugar tímabilið á enda. En að halda það að vandamálið verði leyst með því að kaupa fleiri leikmenn er auðvitað barnaskapur. Það þarfr ekki fleiri leikmenn í KR.Það er eitthvað allt annað sem vantar.
NN
28.júlí 2014 kl.08:44
Því og miður hirti FH Lennon. Hann hefði klárlega getað nýst okkur vel í virkilega slæmum leik okkar í gærkvöldi. Virkilega slæmur leikur hjá KR, þó að nokkur heimskuleg dómaramistök hafi líka skemmt virkilega fyrir okkur. Og já, það hlýtur að verða fenginn miðvörður í KR.
Stefán
28.júlí 2014 kl.09:05
Mjög lélegur leikur. Það er umhugsunarvert hversu illa liðið spilar og hversu illa margir leikmenn spila og enn verra að þjálfarar virðast ekki sjá það. Menn eins og Baldur,Kjartan og Óskar sem allir voru mjög slakir.Jónas virðist oft spila vel en það er lítið að koma útúr þessum sendingum til hliðar og til baka. Gary var líka óvenju rólegur. Sennilega þreyttur. Samt eru sömu leikmenn látnir spila leik eftir leik og sömu leikmenn á bekknum leik eftir leik.Það voru margir að velta þessu fyrir sér á vellinum í gær.Líka því að áhorfendur eru hættir að nenna á völlinn. KR-Breiðablik 1200 manns. Það er ekki margt.Rauða spjaldið var ósanngjarnt en sennilega megum við þakka fyrir stigið frekar en að tala um töpuð stig
NN
28.júlí 2014 kl.09:33
Heyrðu NN finnst þér eitthvað lögmál að KR völlur sé alltaf með flesta áhorfendur jafnvel þó illa gangi, 1200 manns í gær finnst mér ekki slæmt, sjáðu t.d. stórleikinn í fallbaráttunni í Grafarvoginum í gær Fjölnir-Þór, þar mættu aðeins 300 hræður..
Kalli
28.júlí 2014 kl.10:30
Það er svo sem ekkert lögmál að áhorfendur séu alltaf flestir í Frostaskjólinu en ég er hræddur um að stjórnarmenn sem halda utan um budduna séu ekki kátir með 1200 manns. Í fyrra mættu 2650 á Breiðabliksleikinn.Við erum að tala um yfir 2 millur í mismun. En auðvitað er það rétt að 1200 er meira en 300 og séu menn sáttir við 1200 þá er það bara þannig. Það er aukatriði í málinu.Aðalatriðið er slæmt gengi liðsins.
NN
28.júlí 2014 kl.11:25
Það er rétt hjá NN að aðsóknin á KR-völlinn hefur verið slæm í sumar. Stemningin er líka alltaf að versna. Vont ef liðið þarf að vera í toppsæti til að fólk treysti sé að taka undir "Áfram KR!". Það er samt líka rétt hjá Kalla að enn er aðsóknin ívið betri en hjá flestum eða öllum öðrum. En Vesturbæingar og aðrir KR-ingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja, hver fyrir sig, eiga þátt í því að halda liðinu sterku eða ekki.
ábs
28.júlí 2014 kl.12:23
Ég mæti á alla heimaleiki KR og marga útileiki líka, en fótboltinn sem KR hefur boðið upp á í sumar ( sérstaklega í gærkvöldi ) er bara alveg hundleiðinlegur og andlaus. Ef maður hins vegar er sannur stuðningsmaður KR þá lætur maður sig hafa það og bara vonar að leikmenn KR fari að leggja meira á sig og koma til móts við okkur í stúkunni.
Stefán
28.júlí 2014 kl.12:31
Það er alveg rétt, Stefán, að þetta vinnur dálítið mikið saman. Það var góð stemning í fyrra, alveg glötuð 2012 og fín 2011. Erfitt að ráða við þetta. Þetta er ákveðið mynstur hjá liðinu, vinna titilinn annað hvert ár og vera brokkgengur næsta ár á eftir. - Vona innilega að við komumst í bikarúrslitaleikinn. Þá verður hægt að byggja upp góða stemningu. Eyjaleikurinn verður hins vegar hjá flestum tekinn bara í TV enda lendir hann inn á Þjóðhátíð og erfitt að vera að þvælast til Vestmannaeyja á þann leik.
ábs
28.júlí 2014 kl.13:17
Vona að leikmenn okkar haldi áfram þó að baráttan um efsta sætið sé ekki í boði eins og staðan er núna.Skiptir miklu að leikmenn okkar mæti á fullum krafti í komandi leiki og þetta andleysi eins og var í fyrrihálfleik í gær sjáist ekki. Það er til mikis að vinna sæti í bikarúrslitum í boði eins að reyna með öllum mætti að ná 3 sæti sem er Evrópusæti hægt að gera gott úr þessu sumri ef allir leggja sig fram. Áfram KR.
Vesturbæingur
30.júlí 2014 kl.08:43
Nú er komið í ljós að Rauði Baroninn svokallaði, Garðar Örn Hinriksson féll á þrekprófi áður en hann dæmdi af vanþekkingu leik KR-Breiðabliks. Það er því nokkuð ljóst að það var ekki bara andlega þrekið, heldur líka líkamlega þrekið sem klikkaði alveg hjá honum við dómgæsluna og gerði hann og hina dómarana að athlægi í beinni útsendingu.
Stefán
30.júlí 2014 kl.09:25
Já karl greyið var algjörlega í ruglinu, ætti að refsa honum með að dæma nokkra leiki í 1. deildinni. Þetta var bara aukaspyrna á Stefán Logi í úthlaupinu, ekki gult spjald og enn síður rautt, mikil dómaramistök þarna. Svo eitt sinn er Óskar Örn rifinn niður af blika á kantinum, ekkert spjald þar, en nokkrum andartökum síðar er Kjartan Henry að renna sér í boltann þá kemur Bliki líka en alltof seinn, Garðar dæmir þá spjald á Kjartan furðulegur rugldómur, það er eins og Kjartan fái sig vart að hreifa sé í gjörgæslu dómaranna.
Kalli
30.júlí 2014 kl.14:46
Ekki skrýtið að Kjartan sé í gjörgæslu dómara eftir stöðuga umfjöllun á Stöð 2.Sumt á rétt á sér en þetta þetta er orðið hálfgert einelti og er öruggt að ef hann væri leikmaður FH þá fengi hann ekki þessa meðferð.
Vesturbæingur
30.júlí 2014 kl.15:24
Dómarar verða bara að sýna þann þroska að láta ekki misvitrar umfjallanir á Stöð 2 ráða gjörðum sínum.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012