Svara þráð

Spjall

Celtic úti17.júlí 2014 kl.13:46
Ætla ekki að eyða orðum eða orku í það að hneykslast yfir því að engin hópferð verði á Celtic leikinn. En ég var að velta því fyrir mér hvort það væru einhvejrir að fara út? Verða einhverjir KR-ingar á svæðinu. Sé að það er búið að selja rúmlega 60 þúsund miða á leikinn.
KR
17.júlí 2014 kl.17:29
Vonandi verða einhverjir þarna úti. Sjálfur er ég en að Skoða flug út:)
Skandall
22.júlí 2014 kl.15:11
Fær ekki KR góðan pening fyrir sjónvarps-útsendinar í kvöld ?
Stefán
22.júlí 2014 kl.20:25
Lélegt í alla staði.
NN
22.júlí 2014 kl.21:02
Var vitað mál að við myndum ekki hafa neitt í Celtic að gera.Betra er að nota krafta í deild og bikar hérna heima veitir ekki af.
Vesturbæingur
22.júlí 2014 kl.21:37
Jæja þá er það deildin og bikarinn. Erum enn með í báðum keppnum. Koma svo strákar!! Áfram KR!!!!!
KK
23.júlí 2014 kl.01:39
Í hvaða ferðalögum er Stefán Logi í fyrstu tveimur mörkunum?
atli
23.júlí 2014 kl.08:18
Vonum bara að Stefán Logi eigi frábæran leik á móti Breiðablik, því að vitað er að Gunnleifur á sína bestu leiki á KR vellinum. Við eigum að geta unnið Breiðablik verulega stórt ef allir leikmenn KR leika vel.
Stefán
23.júlí 2014 kl.14:48
Vona að við fáum fleiri en 1000 áhorfendur á sunnudaginn. Þurfum að þjappa okkur saman og ná upp stemningu.
ábs
23.júlí 2014 kl.18:02
Þessi úrslit voru ívið verri en ég átti von á. Bjóst við að íslandsmeistarar gætu allavega strítt skosku liði en við áttum ekki breik í 180 mínútur. Ég er búinn að fylgjast með liðinu þetta tímabil en hef ekki mikið tjáð mig hér. Mín kenning fyrir slæmri byrjun var skortur á mótíveringu og ég hélt kannski að Evrópuleikur myndi draga það besta fram. Nú er ljóst að það var ekki og að ég hafði rangt fyrir mér. Liðið er búið að vera í ströggli og það er meira vandamál en mótívering. Ég veit ekki hvað það er málið, kannski er bara einhver liðsþreyta, sigurþreyta eða Rúnar nær ekki lengur eins vel til mannskapsins. Eða er kannski vandamálið að við erum orðnir dekraðir. Við erum í þriðja sæti í deild þar sem allt er opið ennþá og við erum í undanúrslitum í bikar. Þetta myndi nú venjulega teljast þokkalegt og menn myndu frekar sjá glasið hálffullt. Við sjáum á næstu tveimur vikum hvort liðið er í alvörunni eða ekki, bikarleikur og FH.
Vaxtavextir
23.júlí 2014 kl.18:29
Breiðablik er næst. Partur af því hugarfari sem þú ert að kalla eftir er að muna að í deild eru allir leikir jafnmikilvægir. Um daginn töpuðum fyrir Þór. Gegn Breiðablik þarf rétt hugarfar og einbeitingu.
ábs
23.júlí 2014 kl.18:39
Rétt hjá þér ábs, það er ekki nóg að mæta bara í "stóru" leikina.
Vaxtavextir
24.júlí 2014 kl.08:26
Við stuðningsmenn KR munum fjölmenna á leikinn gegn Breiðablik og sjá til þess að leikmenn leiki ekki með hangandi hausa. Nú er bara að endurtaka leikinn gegn Val, takk fyrir !!!!!!!!!!!!!!!!!!
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012