Svara þráð

Spjall

Einn pirraður10.júlí 2014 kl.21:25
Hvað er í gangi ? Það vita það allir sæmilega raunsæir menn (og konur) að KR er EKKI að fara að slá Celtic út úr meistaradeildinni. Hvar á fókusinn þá að vera ? Að halda titlinum í vesturbænum, einfalt ! En eftir þessa afar illa útfærðu ferð til Akureyrar er það orðið mjög ólíklegt. Sjáumst á vellinum!
HB
10.júlí 2014 kl.22:10
Algjörlega sammála. Við höfum verið að fá 1000 áhorfendur á mikilvæga leiki á KR-völlinn undanfarið og mjög köflóttan stuðning. Á sama tíma tala KR-ingar ekki um annað en þessa Celtic-leiki sem vissulega eru stórviðburður - en við KR-ingar verðum að halda áfram að líta á deildar- og bikarleiki hjá KR sem stórleiki og fjölmenna á þá. Þessar áherslur okkar smitast örugglega til liðsins án þess ég sé að afsaka þessa tapferð norður.
ábs
10.júlí 2014 kl.22:55
Var á leiknum.Ömurlegur. Sanngjörn úrslit. Margt sem ég skil ekkii.Af hverju koma stuðningsmenn og ekki síður stórnarmenn norður með það í huga að ná í 3 stig eins og það sé ekkert mál. Af hverju Atli út eftir innan við 60 mínútur Stórundarleg ákvörðun. Af hverjun ekki Óskar inn. Af hverju Kjartan inn ( hann gat ekki eina baun frekar en oft áður!) Og af hverju var ekki meira lagt í leikinn hjá félaginu og stuðningsmönnum. Við skitum uppá bak í kvöld.Ein versta stund sem ég hef átt með KR.En við skulum vona að Rúnar eigi eftir sem áður séns á að fá þjálfarstöðu í Evrópu eins og hann er búinn að auglýsa undanfarið.
NN
10.júlí 2014 kl.23:54
Vil aðeins taka upp hanskann fyrir liðið. Er sjálfur drullufúll með úrslitin fyrir norðan. Við megum hins vegar ekki gleyma því að þessir strákar hafa verið að landa stórum titlum þrjú ár í röð. Það gerðist síðast á sjöunda áratug síðustu aldar. Ágætt að hafa það á bakvið eyrað. Það auðvitað afsakar ekki neitt en setur hins vegar hlutina í ákveðið samhengi. Svo finnst mér ósanngjarnt að gagnrýna Kjartan. Þar er sannur KR-ingur á ferð sem þar að auki reddað leiknum á móti eyjamönnum. Hann er koma til baka eftir slæm meiðsli og við þurfum að sýna þessum frábæra knattspyrnumanni smá biðlund. Kjartan á eftir að gera enn betri hluti fyrir KR. Varðandi Celtic leikinn. Ég skil vel að leikmenn séu kannski aðeins með hugann við þann leik. Hann skiptir líka klúbbinn máli. Ekki bara peningalega (því ekki viljum KR-ingar seilast í skjóli nætur í sjóði skattgreiðenda eins og valsmenn) heldur er gott gengi í evrópukeppninni verið ávísun á frekar uppbyggingu hjá klúbbnum. Allt í lagi að vera fúll í kvöld eftir þessi ömurlegu úrslit. En við erum ennþá í séns. Bæði varðandi bikar og stóra titilinn. Í versta falli þurfum við að bíða í eitt ár - en það er ekki langur tími fyrir okkur KR-inga ;)
KK
ÞÓR - KR11.júlí 2014 kl.08:22
Ég lét mér nú nægja að hlusta á KR-útvarpið og þar kom glögglega fram að okkar menn KR-ingar, léku virkilega illa í þessum leik fyrir norðan, bara alveg skelfilega heyrðist mér. Stóra spurningin er því sú hvað veldur þessu andleysi sem svo oft einkennir leik liðsins í sumar ? Er eitthvað að móralnum í liðinu ? Erum við ekki með nógu sterkan mannskap miðað við síðustu ár ? Allavega sættum við stuðningsmenn okkur ekki við tap á móti neðstu liðum á miðju tímabili.
Stefán
11.júlí 2014 kl.11:05
Eftir flottan sigur í Kópavogi gegn blikum var maður nokkuð bjartsýnn gegn neðsta liðinu sem hefur verið það slappasta (hingað til) en hvað gerist svo ?var þetta elagjört vanmat eða voru menn með hugann við Celtic og bikarleikinn í eyjum ? trúi varla að svo hafi verið, en þá er enn erfiðara að finna skýringu á andleysinu í gær.
Kalli
11.júlí 2014 kl.19:21
KK mig langar að benda þér á að á árunum 1999 til 2003 var KR að landa stórum titlum ár eftir ár. Það þarf því ekki að fara marga áratugi aftur í tímann. Eins langar mig að benda á að FH sem er minni klúbbur en KR er að skila titlum á nærri því hverju ári. Nú er ég ekki að segja að KR eigi alltaf að vinna allt og ég held að Celtic leikurinn hafi truflað menn örlítið í leiknum í gær. Gott og vel, þá rífa menn sig bara upp úr því og halda áfram. Annað er ekki í boði. Það verður líka svo geggjað að slá út Celtic.
Andri
11.júlí 2014 kl.19:42
KR er með besta mannskapinn ásamt FH og er ekkert óeðlilegt gera kröfur um stöðugleika hélt að slæmi kaflinn sem kom í byrjun móts væri að baki. Áfram KR
Vesturbæingur
12.júlí 2014 kl.17:10
Auðvitað er gengið í deildinni vonbrigði en menn verða samt að sýna liðinu stuðning. Ég held það fari ekki milli mála að KR er með sterkasta hópinn í deildinni og Rúnar og Pétur hafa sýnt það á síðustu árum að þeir eru með allt á hreinu. Við höfum ekki enn komist á það level í sumar sem liðið getur en ég treysti því að það muni gerast, vonum bara að það verði ekki of seint. Vil auk þess benda þeim sem nefndi FH hérna að KR hefur unnið fjóra titla á síðustu þremur sumrum en FH einn.
Stórveldið
14.júlí 2014 kl.08:41
Það þarf að styrkja vörnina - Væri ekki hægt að fá Skúla Jón lánaðan ?
Stefán
14.júlí 2014 kl.09:52
Blaðran er sprunginn FH og Stjarnan verða í tveimur efstu verðið í 4 sæti eftir Völsurum.
Helgi
14.júlí 2014 kl.11:56
Sammála Stefáni. Vörnin séstaklega vinstri bakvarðastaðan þegar Mummi er frá og Gunnar Þór meiddur. Norðmaðurinn er að klikka hrikalega því miður.
Diddi
14.júlí 2014 kl.12:10
Jafntefli FH og Stjörnunnar voru ágæt úrslit. Staðan breyttist lítið, við erum sex stigum frá toppnum, fjórum stigum frá Stjörnunni - erum í undanúrslitum bikarsins og erum að fara að keppa við stórlið í Evrópukeppninni. Spennandi verkefni framundan og mikilvægt að áhorfendur mæti vel á völlinn í næstu leikjum og styðji liðið.
ábs
14.júlí 2014 kl.17:36
Sammála þér Diddi. Það mátti reyndar sjá í vetur strax þegar þessi ungi drengur kom að hann var langt frá því að vera nógui góður. Reyndar var hann Þá einfaldlega lélegur. En samt var hann fenginn til félagsins. Mistök. Ég er samt ekki sammála því að það þurfi að styrkja hópinn. Þjálfarar þurfa hins vegar að fara að átta sig á því að Gonsalo er í besta falli bakvörður og gæti því dekkað bakverðina þegar á þarf að halda og að til þess að fá jafnvægi í liðið þarf mann inná miðjuna sem hefur bæði leikskilning og hæfni til að senda boltann. Það er augljóst að það er pirringur í mannskapnum og spurning af hverju það er. Ég hef einhverra hluta vegna ekki trú á þessu eins og þetta lítur út núna. En ég er sammála þér ábs að nú er nauðsynlegt að mæta á alla leiki og styðja leikmenn.
Þór
15.júlí 2014 kl.09:06
Var að frétta að Furu væri farinn heim til Noregs og kæmi ekki aftur. Gangi honum allt í haginn blessuðum drengnum.
Diddi
15.júlí 2014 kl.10:12
Sé þetta rétt Diddi, þá vantar okkur klárlega varnarmann og það virkilega góðan leikmann.
Stefán
16.júlí 2014 kl.10:47
Það munar miklu að fá Mumma aftur.
Gústi
18.júlí 2014 kl.11:52
Nú eru flest liðin að styrkja sig svo um munar, t.d. Valur með nýjan svertingja í laugardagsleiknum gegn okkur og Fh að fá fimmta útlendinginn, en ég nú að KR-hópurinn sé alveg nógu góður, þar þarf bara að fara að finna sterkustu uppstillinguna ekki seinna en strax.....
Kalli
18.júlí 2014 kl.11:55
Ég held að Rúnar og kó telji að okkur vanti miðherja. Við erum bara með tvo heila miðherja í augnablikinu. En spurning hvað býðst í glugganum.
ábs
18.júlí 2014 kl.12:18
OK. gott og vel Rúnar ætti að vita þetta manna best, ekki mæti ég á æfingar en met stöðuna auðvitað eftir leikjum liðsins, við verðu að fara að skora meira í leikjum okkar.
Kalli
18.júlí 2014 kl.14:02
Sterkan miðvörð í KR hið bráðasta, já takk - Verðum bara að vinna Val !!!
Stefán
18.júlí 2014 kl.17:23
Er ekki hægt að halda litarhafti leikmanna fyrir utan umræðuna?
Gústi
18.júlí 2014 kl.22:52
fotbolti.net fjallaði í dag um tölfræði sem sýnir að KR væri á botni deildarinnar ef aðeins væri leikinn fyrri hálfleikur. Tölfræði er yfirleitt ómerkilegt og aðeins hálfsannleikur... en er þetta ekki einfaldlega haldbær sönnon á skorti á hvatningu/motivation? Af hverju er svona erfitt að mótivera hópinn þegar Íslandsmeistaratitill er unninn árið áður? KR var nákvæmlega eins árið 2012, ári eftir að við unnum tvöfalt. Menn mæta með hálfum hug inní leiki; tölfræðin sannar það.
ebeneser
18.júlí 2014 kl.23:54
Alveg rétt virðist erfitt að mótivera hópinn eftir að Íslandsmeistaratitill er unnin árið áður er búið að vera svona meðan maður byrjaði að fylgjast með KR.Virðist vera öfugt farið hjá FH alltaf stöðugleiki síðan 2003.Áfram KR.
Vesturbæingur
19.júlí 2014 kl.12:52
Andri: ég sagði 3 ár í röð. Það gerðist síðast á 7. áratugnum. KR vann titla 1999 og 2000 en ekkert árið 2001. Síðan aftur 2002 og 2003. Auðvitað frábært tímabil og ekki kvartaði ég þá frekar en nú.
KK
19.júlí 2014 kl.14:19
Síðast þegar KR vann Íslandsmótið þrjú ár í röð var 1948, 1949 og 1950. Síðan hafa aðeins tvö lið afrekað það. IA 1992-1996 fimm í röð og FH 2004-2006. Það er kominn tími á aðra þrennu.
KR70
19.júlí 2014 kl.14:57
Já það er kominn tími á aðra þrennu :) en bara til að fyrirbyggja frekari misskilning þá var ég að tala um bikar og/eða íslandsmeistaratitil þrjú ár í röð þ.e stóra titla. Það gerðist s.s 2011, 2012, 2013 og þar á undan 1962,1963,1964,1965,1966,1967 og 1968
KK
19.júlí 2014 kl.15:10
Bikarinn vannst fyrstu fimm árin, 1960-1964 og aftur 1966 og 1967 svo ekki fyrr en 1994 og 1995.
KR70
19.júlí 2014 kl.17:48
ebenezer! Af hverju skrifar fótbolti.net ekki bara um fyrri hálfleikinn ef þeim finnst þetta vera sannleikurinn.
Griezmann

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012