Svara þráð

Spjall

Breiðablik-KR5.júlí 2014 kl.13:36
Á sunnudagskvöld kl. 20 mætum við Breiðablik á Kópavogsvelli í 8-liða úrslitum bikarsins. Við eigum mikla möguleika á að komast í bikarúrslitaleikinn þetta árið og Blikarnir eru núna næsta hindrun. Óformleg upphitun verður á Spot í Kópavogi fyrir leikinn. Hvernig líst mönnum á þennan leik?
ábs
5.júlí 2014 kl.18:48
Þetta verður eflaust erfiður leikur. Það verður brekka fyrir Blika að ná Evrópusæti í deildinni svo þeir leggja án efa allt kapp á að reyna að vinna bikarinn, fyrir þeim er KR langstærsta hindrunin. Okkar menn þurfa því að mæta klárir og eiga góðan leik. Það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur í síðustu leikjum og vonandi getum við byggt á ágætri spilamennsku í síðustu leikjum...
Stórveldið
7.júlí 2014 kl.00:11
Ef KR hefði spilað á fullu allan þennan leik hefði hann farið 4-0 eða 5-0.
ábs
7.júlí 2014 kl.00:11
Ef KR hefði spilað á fullu allan þennan leik hefði hann farið 4-0 eða 5-0.
ábs
7.júlí 2014 kl.09:13
ábs - Leikmenn KR verða þá bara að gera enn betur gegn Þór fyrir norðan og keyra yfir þá allan tímann. Getan er til staðar hjá KR og Þórsarar munu mæta dýrvitlausir.
Stefán
7.júlí 2014 kl.09:56
Þessir leikir fyrir norðan hafa verið erfiðir undanfarin ár en allir unnist. Ég spái einhverju slíku núna. Það var skynsamlegt að drepa niður leikinn í seinni hálfleik en það hefði verið gaman að sjá flengingu.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012