Svara þráð

Spjall

Hressum upp á síðunua okkar !29.júní 2014 kl.15:35
Langar að velta þeirri hugmynd fram til að gera spjallsíðuna skemmtilegri hvort ekki væri hægt að hafa þar rétta stöðu í deild (ekki bara 4 lið af 12) og hafa skrá yfir alla markaskorara KR til gamans og fróðleiks. Sá til að mynda að á síðunni blikar.is eru myndir af öllum leikmönnum meistaraflokks gegnum tíðina sem er flott framtak hjá stuðningsmönnum þess félags. Sting þessu bara fram til gamans og neita að trúa því að twitter og facebook séu að ganga af svona síðum dauðum, koma svo KR-ingar, með kveðju Kalli..
Kalli
30.júní 2014 kl.13:03
Giska á að svarið verði: Gerðu þetta bara sjálfur og hættu að væla.
Elli
1.júlí 2014 kl.11:46
Það mætti laga ýmislegt hérna. Einfaldasta leiðin til að lífga upp á umræðuna er hins vegar að halda umræðunni gangandi. Svara innleggjum um leiki og liðið og halda þeim lifandi.
ábs
1.júlí 2014 kl.13:54
Akkúrat ábs og þú stendur þig vel þar sýnist mér, en ástæðan var sú að ég er búinn að vera nokkrar vikur í Asíu (tölvulaus) og langaði að skoða hverjir hafa skorað fyrr KR í sumar, en þær upplýsingar lágu hvergi fyrir, því kom hugmyndin.
Kalli
1.júlí 2014 kl.14:11
Já, það þyrfti að laga þetta. Er ekki í mínum höndum en ég get ýtt á eftir því. Þú ert örugglega í betra veðri en við hérna, Kalli.
ábs
1.júlí 2014 kl.14:42
J'u mikið rétt hér hefur verið 28-35 stiga hiti í heilan mánuð og ekki dropi úr lofti, óttast að ég breytist í "negra", en hef áhyggjur af blessuðum trjánum. Mun senda hlýja strauma á KR-völl og vonandi afgreiðum við Víkingana og nálgu,mst toppliðin. Sýnist á mannvali KR að aðal höfuðverkurinn sé að finna bestu uppstillingu fyrir hvern leik, spái því að vélin fari að detta í gang.....
Kalli
1.júlí 2014 kl.15:00
Þessar hugmyndir eru auðvitað góðar, en krefjast þess að einhver inni af hendi töluverða (launalausa) vinnu. Á meðan enginn gefur sig fram til þess gerist auðvitað ekki neitt.
Gústi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012