Svara þráð

Spjall

Celtic - KR: Hópferð?26.júní 2014 kl.01:09
Eitthvað farið að skoða þetta? - ÁBS? Jónas K.?
Alfie Conn
26.júní 2014 kl.14:53
Talið við Friðgeir, Kidda Kjærn og svo einfaldlega við þá sem hafa áhuga á að fara. Ég verð úti á landi um þetta leyti og melda mig frá þessu.
ábs
26.júní 2014 kl.15:19
Þetta er stærsti leikur KR í áraraðir og að sjálfsögðu á KR-klúbburinn að standa fyrir hópferð á leikinn. Annað er skandall. KR-klúbburinn hefur ekki staðið fyrir hópferð síðan farið var til Basel 2009. Þetta er stutt ferðalag sem á að vera hægt að fara ódýrt.
KR
26.júní 2014 kl.15:42
Ekki þennan tón. KR-klúbburinn eru bara ég og þú. Ef nægilegur áhugi er fyrir hópferð verður hún áreiðanlega haldin. Leggðu bara þitt af mörkum - ekki bata sitja á rassgatinu og heimta að ég geri allt fyrir þig. Ég verð úti á landi um þetta leyti, aðrir innan félagsins og áhugasamir munu áreiðanlega efna til hópferðar ef forsendur eru fyrir henni.
ábs
26.júní 2014 kl.15:47
Við þetta er að bæta að málið er í athugun.
ábs
26.júní 2014 kl.20:46
Ekki þennan tón? Þú ert i fyrirsvar fyrir stuðningsmenn KR og það er ekki til mikils ætlast að klúbburinn standi fyrir hópferð. Það er i besta falli sjálfsögð krafa enda hefur verið farið i slíkar ferðir áður. Ódýrt ferðalag og sennilega margir sem hafa áhuga.
KR
26.júní 2014 kl.23:13
Taktu bara við af mér ef þú ert ekki ánægður með mín störf. Verið er að kanna málið og upplýsingar liggja fyrir fljótlega. Og ég tek ekki við skipunum frá þér svo það sé á hreinu.
ábs
26.júní 2014 kl.23:35
Taka við af þér og ekki ánægður með þín störf. Vertu nú alveg rólegur. Störf þín eru ekkert hafin yfir gagnrýni. Her ræðum við frammistöðu leikmanna og starf félagsins yfir höfuð hvort sem það ert þú eða einhver annar. Mér finnst bara alveg sjálfsagt að klúbburinn standi fyrir ferð. Það er bara eitt af hlutverkum klúbbsins
KR
27.júní 2014 kl.22:36
Sammála KR. Ef það er ekki ástæða til hópferðar núna þá hvenær??? Styðsta ferðalagið og stórleikur. Auðvitað á stjórn knattspyrnudeildar að vilja að stuðningsmenn mæti og styðji sitt lið. Hljótum að geta fyllt í eina Fokker vél og farið dagsferð til Skotlands.
Haffi
27.júní 2014 kl.22:43
„Vandamálið er að leikinn ber upp á mesta háannatíma ársins í flugi og gistingu og fyrirvarinn er svo lítill. Segir Kristinn Kjærnested. Er ekki alveg að kaupa þessa skýringu. Fyrirvarinn er aldrei mikill þegar við spilum í Evrópukeppni og fyrirvarinn nú er einstaklega góður því við eigum seinni leikinn úti, s.s. nánast mánuða fyrirvari. Evrópukeppni ber alltaf upp á sumrin hjá okkur þ.e.a.s. á háannatíma og höfum við oft getað efnt til hópferða þrátt fyrir það. Erfitt að fá gistingu er KK að tala um. Veit ekki betur en að samveldaleikarnir séu í Glasgow en leikurinn okkar á að vera í Edinborg og ef maður kíkir á dohop þá sýnist mér að það sé nú þó nokkur laus pláss á gistingu í Edinborg
Reynir
28.júní 2014 kl.01:38
Haffi, er hægt að taka leiguflug og fljúga heim að kvöldi leikdags aftur?
ábs
28.júní 2014 kl.10:58
Ég á rosalega bágt með að trúa því að það sé bara útilokað að fá gistingu fyrir nokkra KR-inga í allri Glasgow eða Edinborg þótt það sé sumar. Það er ekki eins og þetta sé mörg þúsund manna her af stuðningsmönnum. Er það virkilega þannig að þessar stórborgir geti hreinlega ekki tekið við pínulitlu fótboltaliði frá Íslandi?
Ketill
28.júní 2014 kl.14:17
Strákar, ef þetta er svona lítið mál af hverju takið þið ykkur þá ekki til og stofnið til ferðar í samvinnu við knattspyrnudeild. Við erum hérna örfáar hræður að eyða miklu af frítíma okkar í að halda uppi þeirri umgjörð sem þó er til staðar, það vantar sárlega fleiri hendur. Verið hluti af félaginu, verið hluti af KR-klúbbnum, ekki bara væla á netinu.
ábs
30.júní 2014 kl.17:21
Fyrir mér er þetta ekkert annað en framtaksleysi og leti í forsvarsmönnum félagsins. Staðhæfingar Kristins formanns eru hlægilegar. Að lýsa því yfir mánuði fyrir leik að ekki verði hægt að bjóða upp á hópferð vegna skorts á flugi og gistingu er hlægilegt og það sjá allir í gegnum þetta.
KR
KR1.júlí 2014 kl.02:30
Ágúst Borgþór. Hætt þú nú. Ég hef farið í fjolda ferða á vegum KR klúbbsins og allir þeir sem hafa stýrt þeim klúbbi hafa sett upp ferðaáætlanir eða allavega gert sitt besta til þess að allir geta séð stórveldið spila á heimsvísu. Ég skil ekki hvernig menn eins og þú poppa upp og svara mönnum af slíkum hroka og segist ætla út á land á háannatímabili stórveldisins. Ég skal taka við á næsta tímabili og gera þetta betur, en þú ættir að klára þína pligt þetta tímabilið. Ætla minna þig á að það verður langt í svona leik aftur. Ágúst Borgþór mbk, JL
JL
1.júlí 2014 kl.10:51
Heyr heyr
SBS
1.júlí 2014 kl.10:56
Við erum búnir að senda fyrirspurnir fyrir löngu á Flugleiðir varðandi leiguflug og búnir að afdráttarlausar neitanir. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta bull hér þegar maður er með öll samskiptin varðandi þetta mál svart á hvítu fyrir framan sig. - JL, að sjálfsögðu stend ég mína pligt út tímabilið en það væri fínt að fá nýtt blóð í klúbbinn næsta ár enda standa menn yfirleitt ekki í þessu lengur en tvö tímabil í einu.
ábs
Flugfélag Íslands1.júlí 2014 kl.11:03
Daginn hér, held að menn séu að hlaupa aðeins á sig. Gagnrýnin á KR-klúbbinn er ekki alveg sanngjörn en það er önnur saga. Eftirfarandi svar varst í morgun frá Flugfélagi Íslands: ....því miður eigum við ekki til vélar né mannskap í þetta verkefni á þessum tíma, það er það mikið að gera hjá okkur á þessum tíma í júlí. Vona að ykkur gangi vel í keppninni. Kær kveðja/Best regards ÁRNI GUNNARSSON Framkvæmdastjóri / Managing Director Sem sagt þá er spurning með önnur flugfélög. Held áfram að kanna það og bíð svara frá fleirum, m.a. lággjaldafélögum. Held hins vegar - ef ég á að segja eins og er - að þetta verði einfaldlega of kostnaðarsamt. Það má vera að hægt sé að finna einn miða, tvo eða þrjá á DoHop eða öðrum slíkum vefjum en ef haft er samband við ferðaskrifstofur, flugfélög eða aðra og beðið um 30 til 50 sæti í svona ferð þá er nei-ið fljótt að koma, allt fullt og við getum ekki...... En ég skal pósta inn þeim svörum sem berast hér frá öðrum sem ég hef heyrt í. Kveðja, ÞE
FÍ útilokað

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012