Svara þráð

Spjall

Stjarnan - KR10.júní 2014 kl.11:44
Hvað segja menn um stórleikinn við Stjörnuna á miðvikudagskvöld? Leikurinn fer fram kl. 20 á Samsung-velli.
ábs
10.júní 2014 kl.12:28
Býst við mjög öruggum Stjörnusigri.
Helgi
10.júní 2014 kl.13:53
Helgi, er Silfurskeiðin ekki með síðu þar sem þú getur tjáð þig eða ertu ekki nógu fínn í klúbbinn þeirra? Er pabbi þinn ekki nógu ríkur?
ábs
10.júní 2014 kl.14:41
Það er ýmislegt að angra mig. Mér finnst sóknarleikurinn svona og svona. Mér finnst vanta eitthvað. Það vantar einhvern sem er að búa eitthvað til fyrir Gary. Kjartan er ekki að gera mikið og Óskar kemur annað slagið og gerir eitthvað.Þetta er ekki alveg að ganga. Við vorum heppnir í síðasta leik. Hvað vantar veit ég ekki en þetta er ekki að ganga eins og það er. Egill og Ljónið eru ekki gott team og það þarf augljóslega að gera einhverjar breytingar á miðjunni. Hverjar veit ég ekki. Þið segið mér þær. Er ekki verið að tala um að fá líf í umræðurnar. Komið með innlegg.
Bjarni
10.júní 2014 kl.14:55
Takk fyrir gott innlegg, Bjarni. Mér fannst Kjartan Henry aftur vera orðinn nokkuð eitraður gegn FRAM. Var síðan mjög ánægður með baráttuna í bikarleiknum gegn FH. Nú er það spurning hvenær lykilmenn eins og Mummi og Jónas Guðni fara að skila sér úr meiðslum, sá fyrrnefndi til að efla sóknarleikinn, því það gerir hann þó að hann sé barkvörður, og sá síðarnefndi til að þétta miðjuna. Ef við tökum það besta úr síðustu leikjum þá má alveg leyfa sér bjartsýni ef menn koma virkilega gíraðir til leiks.
ábs
10.júní 2014 kl.15:28
Þakka þér ábs fyrir umreæðuna. Ég er hins vegar ekki að sjá að Mummi í bakverðinum og Jónas til að þétta miðjuna eins og þú orðar það séu mennirnir til að laga sóknarleikinn eða öllu heldur til að búa það til sem vantar. Þeir gera lítið fyrir Gary eða Kjartan eða Þorstein. Og ekki gera Egill eða Ljónið það heldur. Því miður kemur lítið sem ekkert sóknarlega út úr þeim mönnum annað en barátta og vinnsla. Það er bara ekki nóg.Ég er hins vegar alls ekki svartsýnn en það vantar samt eitthvað.
B
10.júní 2014 kl.15:32
Rétt en Mummi og Óskar Örn vinna vel saman og það skapar ógn í sókn okkar.
ábs
10.júní 2014 kl.17:57
Ég held að það sé alveg ljóst að KR-liðið er enn ekki komið á beinu brautina en mér hefur þó fundist stígandi í leik liðsins. Ég hef heldur ekki miklar áhyggjur þar sem baráttuna hefur alls ekki vantað í liðið, spilið mun koma, ég er handviss um það. Ég er því bara bjartsýnn á þennan leik við Stjörnuna. Held við vinnum sanngjarnan sigur...
Stórveldið
11.júní 2014 kl.22:55
Var á leiknum í kvöld og betra liðið vann. Andleysi yfir okkar mönnum og gjaldþrot í uppbyggingu á sóknarleik. Ljósir punktar voru Haukur Heiðar, Þorsteinn og Gary þegar hann kom inná.
Baddi
11.júní 2014 kl.23:31
Því miður minnir andleysið á að menn séu orðnir mettir eins og því miður skeður oft eftir gott ár á undan.Áfram KR.
Vesturbæingur
KR ERU BESTIR12.júní 2014 kl.00:44
Ég var greinilega á allt öðrum leik. Mér fannst við vera betri aðilinn og óheppnir að vera ekki komnir í 0-3 áður en þeir taka 20 mín rispu sem þeir komast í 2-1. Góða við leikinn að menn sjá vonandi að Almarr er ekki að standa undir væntingum þó svo að hann hafi spilað vel á undirbúningstímabilinu, hann hægir á spilinu og sendingar hans leita alltof oft tilbaka fyrir utan að varnavinna hans er skelfileg. Við eigum besta leikmann síðasta tímabils inni, þ.e.a.s Jónas Guðna og hann virðist vera detta í gott stand. Ég var búinn að afskrifa Þorstein Ragnarsson en þetta er klárlega tímabilið hans. Hann getur auðveldlega verið okkar besti sóknarmaður og ég hef trú á því að hann muni skora helling af mörkum í næstu 2 leikjum. Gegnum árin hef ég hraunað á Óskar Örn fyrir lélegar sendingar og ekki var þessi leikur að auka trú mína á honum, og að hann sé maðurinn sem tekur aukaspyrnur og hornspyrnur er hlægilegt. Hann má þó eiga það að hann á góðan skotfót og kannski ætti bara að vera fremstur svo hann þurfi ekki að gefa boltann. Kantmenn okkar verða að fara taka ábyrgð á sóknarleiknum og mér finnst okkur ekki vanta mikið upp á til að við förum að skora helling af mörkum. Annað sem er gott er að Gary er farinn að hlaupa frá kanti inn að marki í stað þess að hlaupa frá Miðju í átt að hornfána enda ólíklegt að hann skori þar.
Damus7
Tölurnar ljúga ekki12.júní 2014 kl.07:34
Sammála þessu með 20 mínúturnar, en því miður fyrir okkur eru leikir 90 mínútur. Höfum fengið á okkur 9 mörk í 7 leikjum, og tapað 3. Segir þessi tölfræði ekki allt, sem segja þarf.
Klaus
12.júní 2014 kl.08:26
Ja, ég hefði sko frekar viljað vera á leiknum sem Damus7 var á, he, he. Ef KR-liðið vantar virkilega eitthvað núna er það góður íþróttasálfræðingur, það er næsta víst. Svo er alveg spurning að setja Almar og Kjartan Henrý í frí þangað til þeir eru tilbúnir í mótið, sem þeir eru alls ekki núna. Ég set svo spurningu við okkar ástkæra Bikar-Baldur sem fyrirliða ? Andleysi er besta orðið sem lýsir KR það sem af er sumri, því og miður alveg niðurdrepandi andleysi ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ
Stefán
12.júní 2014 kl.11:13
Sammála Stefáni. Algjört andleysi í gangi. Hvað veldur því? Vantar leiðtoga í liðið eftir að Bjarni og Brilli eru hættir? Miðverðir okkar í gær litu ekki vel út saman, sérstaklega í öðru markinu, jesús kristur. Miðjan er ekki nógu öflug, en vonandi lagast það núna þegar Jónas Guðni er að koma aftur inn. Kjartan Henry þarf að taka til í hausnum á sér, tvö gul spjöld, annað fyrir leikaraskap og svo rauða fyrir fáránlegt brot. Ef menn geta ekki verið einbeittir og notað kálið þegar í leik er komið þá þurfa menn kannski á aðstoð að halda. Sem betur fer eru þarna ljósir punktar, en menn þurfa heldur betur að líta inn á við og byrja að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að ná árangri.
Helgi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012