Svara þráð

Spjall

KR svæðið 1.júní 2014 kl.17:43
Ég átti leið um KR svæðið ekki alls fyrir löngu og sótti barnabarn mitt á æfingu í fótboltanum. Þeir æfðu á stærri gervgrasvellinum þetta skiptið. Ég verð að segja að mér hreinlega blöskrar ástandið á KR-svæðinu. Þá er ég ekki að tala ruslið sem var eftir leik KR-FH heldur afar döpur umhirða með gervigrasinu og á æfingasvæðinu. KR svæðið sem var alltaf svo snyrtilegt er félaginu til minnkunar. Mörkin á vellinum eru mörg hver ónýt, netin slitin, rusl og föt á víðavangi, brotnar spýtur, veggjarkrot svo fátt eitt sé nefnt. Í KR húsinu starfar fjöldi manns, hvort sem er á skrifstofu eða við húsvörslu. Mörg félög eru fjársvelt en snyrtimennska kostar ekki fjármuni. Ég spurðist fyrir í húsinu í afgreiðslu en það var enginn í húsinu sem gat svarað fyrir þetta. Ég vona að þetta veki menn til umhugsunar því það er afar leiðinlegt að sjá okkar ástækara félag drabbast niður með þessum hætti. Það er nóg að grasvellirnir séu ljótir og svo sem lítið við því að gera en við getum heldur betur bætt úr hinu.
KR1949
1.júní 2014 kl.22:36
Langbest að gera bara eitthvað í málunum sjálfur, stofna tiltektarhóp eða eitthvað þannig. Mér virðist starfsfólkið í KR hafa meira en nóg að gera enda vorið búið að vera erfitt vegna vallarmála. Það er síðan því miður alltaf skortur á sjálfboðaliðum í öllum íþróttafélögum - en enginn skortur á fólki til að gagnrýna það sem því finnst ekki nógu vel gert.
ábs
2.júní 2014 kl.10:28
Þetta er ekki spurning um skort á sjálfboðaliðum. Í KR starfar fólk sem er á launum frá félaginu. Hér áður fyrr var félag sem KR nær eingöngu rekið á sjálfboðaliðum en það eru breyttir tímar. Við eigum að gera þá kröfu til starfsfólks að svæðinu sé vel við haldið og snyrtilegt. Ástandið á gervigrasvelli félagsins er til að mynda óboðlegt. Það er ekki í verkahring sjálfboðaliða að skipta út netum, taka upp rusl eða laga ruslafötur.
KR1949
KR sv3.júní 2014 kl.19:15
P
Elli
KR s3.júní 2014 kl.20:13
blessadur tetta er rett tetta a ekki ad vera sona en tvi midur hefur tetta lent undir og tad er I lagi ad benda a tetta en Mikid hefur verid ad gera I ad Koma adalveIlli okkar I stand Og afingavelli eg laga tetta I Annars veit eg ekkert hvort eg verdi afram hja KR kanski tarfa Madur ad breita til en eg legg Mig allann fram tangad til I lok sumars ad haf ta hluti Sem a ad gera ad vinna ta eins og eg get kv elli Aframm KR.
Elli
6.júní 2014 kl.12:58
Samt svona grínlaust, hver er þessi Elli eiginlega?
Gústi
6.júní 2014 kl.14:39
Elli er maðurinn.
ábs
8.júní 2014 kl.23:25
Nei en samt, án gríns. Hvaða tegund af steik er á grillinu?
Gústi
íslenski boltinn9.júní 2014 kl.09:36
Djöfull er fátæktin mikil. HM að eyðileggja allar fótboltafréttir og meira að segja fótbolti.net orðinn þannig að maður nennir ekki einu sinni að tjakka á síðunni. Öll umræða um íslenska boltanna farin til fjandans. Það tekur síðan steininn úr að lesa umræðuna á síðunni okkar eða öllu heldur að sjá að það er nákvæmlega engin umræða. Elli þetta Elli hitt. Guð minn almáttugur.Með fullri virðingu fyrir þér Elli minn
Bjarni
9.júní 2014 kl.16:12
Sammála síðasta ræðumanni, það þarf að fara rífa umræðuna upp aftur og við getum hjálpað til, með því að halda þessari frábæru síðu við með góðum og reglulegum innslögum í spjallþræði um leiki og allt sem tengist KR.
Vaxtavextir
11.júní 2014 kl.06:59
hvað áttu við bjarni
elli
11.júní 2014 kl.14:18
Ég man eftir einhverri umræðu um þessa persónu síðustu sumur. Fann reyndar ekki gömlu þræðina, en þeir snerust einmitt yfirleitt um „Ella“, óskrifandi „vallarstjóra“ sem var sí og æ að lýsa því yfir að hann ætlaði að „stíga til hliðar“ eða eitthvað álíka bíó. Núna er hann mættur aftur, og ég trúi því bara ekki að þetta sé ekki grín, og hvað þá að þessi karakter hafi eitthvað umboð til að vera í fyrirsvari fyrir KR út á við. Ég veit ekki betur en að Sveinbjörn Þorsteinsson sé vallarstjóri hjá KR. Getur einhver leiðrétt mig ef ég er að misskilja, en að öðrum kosti stoppað þennan sirkus?
Gústi
11.júní 2014 kl.14:42
Gústi, hættum að gera sjálfboðaliða og starfsfólk í KR að umræðuefni hér, tölum um fótbolta - og ekki vera svona persónulegur.
ábs
11.júní 2014 kl.15:39
Ég var bara að velta því fyrir mér hvort við værum að tala um svokallað nettröll. Ef Elli er alvöru persóna, og starfsmaður klúbbsins i sjálfboðavinnu, tek ég auðvitað ofan fyrir því og bið afsökunar á því að sýna ekki aðgát í nærveru sálar. Það breytir því ekki að starfsfólk KR er andlit þess gagnvart stuðningsmönnum og öðrum. Ef ætlunin er að fulltrúi félagsins svari opinberum spjallþráðum á borð við þennan þarf hann að koma fram með fagmannlegri hætti en hér að ofan. Annars er betra að sleppa því.
Gústi
11.júní 2014 kl.23:41
sæll gústi vill þá byðja afsökunar ef þetta var of mikið sveinbjörn er vissulega vallarstjóri en hef verið að aðstoða hann síðann 2010 og hef verið að hjálpa til hjá mfl kk þá veistu það til að stoppa umræðunna hér með áframm KR
elli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012