Svara þráð

Spjall

Fjölnir - KR22.maí 2014 kl.14:29
Hvernig líst mönnum á leikinn í kvöld? Og svo er hægt að skrifa um hann hér á sama þræði eftir að leik lýkur.
ábs
22.maí 2014 kl.16:02
Ég mæti allavega í Grafarvoginn í kvöld, einungis til þess að geta farið glaður aftur í Vesturbæinn að leik loknum.
Stefán
Bjartsín22.maí 2014 kl.17:35
Èg hef fulla trû à okkar mönnum . Og verð að hrósa stráknum í miðjunu vóru flottir í Keflavík .
Joi
23.maí 2014 kl.09:49
Alveg furðulegt að geta ekki spilað seinni hálfleikinn vel eins og þann fyrri. Sumir leikmenn KR eru vissulega að leika langt undir getu. Held t.d. að Almar eigi mikið inni. Skrítin skipting það að taka Gary Martin út af í stað Almars ?
Stefán
23.maí 2014 kl.14:55
Einmitt, ég var búinn að bóka Almarr út af. Gary var reyndar búinn að spretta allan leikinn.
Gústi
23.maí 2014 kl.15:11
Reyndar heyrist mér allir óháðir segja að skallamarkið sem Grétar Sigfinnur skoraði hafi verið löglegt. Þegar það er skoðað grant á netinu sést að þarna er um rangan dóm að ræða. Þannig að niðurstaðan hefði verðið KR-sigur ef dómgæslan hefði verið alveg í lagi.
Stefán
23.maí 2014 kl.19:47
Að vera að væla yfir dómgæslu og ef og hefði dómum, og "ef skoðað grannt á netinu sést að" bla bla bla bla. Bestu liðin eru yfir svona tal hafin, eiga að vera það allavega. Á endanum jafnar þetta sig út og gæðin eru það sem ráða úrslitum og KR er þarf að byrja á því að spila heilan góðan leik, og svo að vinna 2 í röð og svo áfram. Þeir eru að leika töluvert mikið undir getu og þolinmæði mín fer þverrandi fyrir lala spilamennsku og skrýtnum skiptingum hjá Rúnari. Engu að síður held ég mig við minn fyrri spádóm um KR komist á þetta run sem ég spáði í fyrri pósti og taki sem besta liðið stjórn á þessu Íslandsmóti sem virðist uppfullt af meðalliðum og þaðan af verra.
Vaxtavextir
23.maí 2014 kl.20:06
Vesturbæingur
23.maí 2014 kl.20:10
Yfir heilt tímabil jafnast þetta yfirleitt út.Eru leikmenn okkar orðnir mettir?sammála var glórulaust að taka Martin útaf Almar var áberandi slakur í gær og átti að skipta honum út fyrir Kjartan. Áfram KR.
Vesturbæingur
26.maí 2014 kl.09:29
Hvað er að frétta af meiddum mönnum. Hvernir eru Atli og Jónas. Nauðsynlegt að fara að fá þá til baka.Veit einhver hvernig staðan er á þeim. Er Baldur meiddur? Emil?Kjartan?Mummi?

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012