Svara þráð

Spjall

KR - FH 11.maí 2014 kl.19:25
Jæja, hvernig meta menn möguleika okkar gegn FH núna?
ábs
11.maí 2014 kl.21:12
Þetta verður að öllum líkindum hörkuleikur þar sem bæði lið geta unnið sigur. Okkur hefur gengið ágætlega með FH-ingana síðustu ár sem ég hef rakið til yfirburða á miðjunni. Ég held að munurinn þar núna sé minni en hann hefur verið með Bjarna farinn og Jónas Guðna meiddann okkar megin og Davíð Þór mættan til leiks aftur hjá FH. Ég held því að það sé ósköp lítið sem skilji liðin að þótt okkar sóknarlína sé kannski örlítið sterkari. Ætla að spá því að það skilji liðin að og að við vinnum 3-2 sigur í fjörugum leik...
Stórveldið
11.maí 2014 kl.21:24
Held að þetta verði erfiður leikur synd að þessi leikur er ekki á KR vellinum.Spái okkur sigri 2-1 en jafntefli gætu verið raunsæ úrslit.Sammála Stórveldinnu munurinn á þessum liðum síðustu ár er miðjan hjá okkur. Áfram KR.
Vesturbæingur
12.maí 2014 kl.12:25
Sorry en mér finnst ekki mótið byrjað fyrir alvöru meðan leikið er á grasteppum um allt, hefði átt að fresta þessu aðeins.
Kalli
12.maí 2014 kl.12:28
Mótið er heldur betur byrjað þótt maður sakni KR-vallarins enda stórleikur í kvöld sem gæti þess vegna skipt verulega máli í haust. Ætla rétt að vona að KR-ingar fjölmenni í Laugardalinn. Nóg er undir...
Stórveldið
12.maí 2014 kl.13:50
Nákvæmlega það sem ég átti við, á okkar góða KR-velli fengum við 31 stig af 33 möguleikum í fyrra sem er stórkostleg og varla hægt að bæta, unnum alla leiki nema einn. Þess vegna legg ég gamal grasteppi ekki að jöfnu og er persónulega ekki eins spenntur að horfa á leiki við slíkar aðstæður, vart hægt að bjóða áhorfendum né leikmönnum upp á þetta, en því miður erum við á köldu landi og mótið byrjar of snemma.
Kalli
Verður að vinnast !!!12.maí 2014 kl.14:13
Þessi leikur gegn FH í kvöld bara VERÐUR AÐ VINNAST !!! Svo einfalt er málið fyrir KR-liðið sem ætlar sér að vera á toppnum að móti loknu.
Stefán
12.maí 2014 kl.22:25
Það bitnar ca jafnt á öllum liðum að það skuli þurfa að spila á plastinu. Rvk liðin koma reyndar x-tra illa út úr þessu. Er dálítið hissa á fyrirhyggjuleysi manna að vera ekki búnir að taka einhverja velli og updeita þá eins og gert var hér í Keflavík. Þið fáið loksins að spila á alvöru fótboltavelli á mánudaginn
Gísli
12.maí 2014 kl.22:57
Slæmt tap gegn FH en mótið er rétt að byrja sannanlega ekki byrjunin sem maður vænti.Spyrjum að leikslokum. Áfram KR.
Vesturbæingur
13.maí 2014 kl.08:28
Er til of mikils ætlast af okkur stuðnungsmönnum KR, að okkar ástsælu leikmenn fari nú að ljúka undirbúningstímabilinu og fari að spila sumabolta í anda sannra íslandsmeistara ???
Stefán
13.maí 2014 kl.10:59
Rugl, hvað var í gangi þarna? Dómgæslan í ruglinu, spilið í ruglinu og völlurinni í ruglinu.
Andri
Slæm byrjun13.maí 2014 kl.11:22
Hef á tilfinningunni að það vanti hungur í liðið. Vonandi vakna þeir til lífsins þannig að þetta verði ekki upphaf að hörmungartímabili.
TB
13.maí 2014 kl.11:30
Í fyrra héldum við hreinu í 6 leikjum í deildinni, fengum á okkur 27 mörk. Vörnin hefur verið of áhættusöm að mínu mati í ár og allt seinasta tímabil. Sóknin og miðjan skilaði titlinum í fyrra. það er uppgangur í liðinu og margt jákvætt við leik liðsins þrátt fyrir tap. Hef fulla trú á verkefninu í sumar, Sóknin og miðjan mun koma til með að skila þessu í hús
ÞJ
13.maí 2014 kl.15:42
KR er einfaldlega skrefi á eftir FH sem eru bestir eins og staðan er í dag og munu ekki gefa eftir liðið er einfaldlega með bestu samsetningu á hóp.
Helgi
13.maí 2014 kl.15:53
Ef Helgi ætlar að halda því fram að 4 stiga forskot FH-inga á okkur með 19 leiki óspilaða sé óbrúanlegt þá þykir mér hann æði sannfærður um eigin spádómshæfileika. Staðreyndin er sú að mótið er rétt hafið og algjörlega ótímabært að draga digurbarkalegar ályktanir um sumarið framundan. Sjáið þið til, KR-liðið verður komið í gang innan skamms og þá geta hin liðin farið að vara sig...
Stórveldið
13.maí 2014 kl.16:12
Við eigum ekki að láta mann eins og Helga fara í taugarnar á okkur og það er best með því að svara honum ekki. Það er hins vegar erfitt að láta ekki "fagmann" eins og blessaðan Henry Birgi sem heldur að hann hafi vit á fótbolta fara ekki í taugarnar á sér. Mikið djöfull er hann alltaf leiðinlegur og hvað hann sýnir oft hvað henn hefur lítið vit á hlutunum. Þetta er hreinlega bara vitleysingur. Hvaðan kemur þetta gerpi?
Bjarni
13.maí 2014 kl.17:10
KR þarf bara að fara að byrja mótið. Við vitum hvað þeir geta og og ef vélin kemst í gang er erfitt að eiga við liðið. En tíminn tikkar og sex tapaðir punktar strax er dýrt, sérstaklega ef eitthvað lið byrjar að slíta sig frá pakkanum. Eins og ég sé þessa 3 leiki þá er tap á móti Val,sem gæti mögulega hafa verið besti leikur vals allt tímabilið, sigur á óvenjudöpru Blikaliði og svo tap á móti FH í ekkert sérstökum leik. Ég segi að þþetta sé wakeup call fyrir liðið og okkur. Nú kemur góður kafli, spái allavega 6 sigrum í næstu 8 deildarleikjum og við hífum okkur upp töfluna. Liðið verður betra, vellirnir verða betri, þetta helst í hendur.
Vaxtavextir
14.maí 2014 kl.08:55
Vaxtavextir, vonandi að góð spá þín rætist og að okkar menn í KR byrji strax á því að ,, girða sig í brók " á móti toppliði Keflavíkur. Annað kann ekki góðri lukku að stýra.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012