Svara þráð

Spjall

Breiðablik - KR á Samsungvelli fimmtudagskv. kl. 19.157.maí 2014 kl.20:17
Vona að fólk fjölmenni á þennan leik og láti vel í sér heyra. Eftir afrek síðustu ára eiga strákarnir það inni hjá okkur að við styðjum þá vel þegar á móti blæs. Erfiður leikur framundan. Hvernig liði skyldi Rúnar stilla upp?
ábs
7.maí 2014 kl.22:21
Jújú, það var slæmt að tapa fyrir val í fyrstu umferð en er "á móti blæs" ekki fullmikil dramatík? Hef fulla trú á því að okkar menn sýni sitt rétta og feyknasterka andlit í leiknum gegnu Blikum annað kvöld og vinni sigur...
Stórveldið
7.maí 2014 kl.23:58
Það má vel vera rétt hjá þér að þetta fullsterkt orðalag. En það er vont fyrir KR að tapa fyrsta leik og frekar sjaldgæft seinni árin.
ábs
8.maí 2014 kl.08:30
Auðvitað fjölmennum við í kvöld þrátt fyrir slæmar minningar frá úti-viðureigninni við Breiðablik í fyrra og vonandi verða Gary Martin og Óskar Örn í byrjunarliðinu.
Stefán
8.maí 2014 kl.10:58
Verður erfiður leikur í kvöld gegn sterku liði Blika. Ég geri mér grein fyrir því að þetta getur fallið báðum megin en geri þá einu kröfu að okkar menn mæti af krafti í þennan leik, sýni vilja og þor. Að sjálfsögðu mætir maður í Garðabæinn.
Stebbi
8.maí 2014 kl.11:02
Vil helst sjá liðið svona: Stefán Logi - Mummi, Aron, Ivar Furu, Haukur - Farid, Baldur, Atli - Óskar, Gary, Kjarri.
Stebbi
8.maí 2014 kl.12:47
Líst vel á þessa uppstillingu - nema vil hafa Emil á hægri og spila 4-4-2. Stefán Logi - Mummi, Aron, Ivar Furu, Haukur - Óskar, Farid, Baldur, Emil - Gary, Kjarri.
Diddi
Sanngjarn sigur9.maí 2014 kl.09:11
Þarna var komið KR-liðið frá því í fyrra ( þekkti ekki KR-liðið sem lék á móti Val ). Mjög sanngjarn sigur og hefði í raun átt að vera stærri, því að markið sem við fengum á okkur var fyrir hreinan klaufaskap. Ekki eru samt allir leikmenn KR komnir í rétta gírinn ennþá og óska ég hér með eftir því að viðkomandi verði alveg tilbúnir á móti FH.
Stefán
9.maí 2014 kl.10:37
Flottur leikur hjá okkar mönnum, voru mun betra liðið á vellinum. Gott að fara inn í FH leikinn eftir svona leik.
Stebbi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012