Svara þráð

Spjall

KR-Valir2.maí 2014 kl.12:58
Jæja, KR búið að landa titlinum í körfunni og því allt klárt fyrir fótboltasumarið. Við mætum Vali í fyrsta leik, hvernig líst fólki á þetta og hvaða byrjunarlið vill fólk sjá? Sjálfur hallast ég að eftirfarandi en ég hef ekki séð t.d. Ivar Furu og Gonzalo Balbi spila þ.a. ég veit ekki alveg með miðvarðarstöðuna og miðjuna: Stefán Logi-Haukur Grétar Ivar/Aron Bjarki Mummi - Atli Farid - Kjartan Henry Baldur Óskar Örn - Gary Martin...
Stórveldið
2.maí 2014 kl.14:22
Er Óskar ekki tæpur? Ef hann verður ekki með myndi ég stilla upp í 4-1-4-1: Stefán Logi Haukur - Grétar - Aron Bjarki - Mummi Farid Zato Almarr - Atli - Baldur - Gary Kjartan
Gústi
3.maí 2014 kl.11:44
Sammála þér Gústi. Stefán Logi í markinu-Mummi,Haukur,Aron og Grétar í vörninni - Atli og Farid á miðjunni og Baldur fyrir framan þá - Kjartan á hægri Almarr á vinstri og Gary frammi.
NN
3.maí 2014 kl.21:38
Einmitt - uppsetningin fór öll fjandans til hjá mér. En þú negldir þetta.
Gústi
4.maí 2014 kl.12:31
Í kvold mun koma í ljós ad Valur er med betra lid en KR.
Balli
4.maí 2014 kl.13:19
Balli, það er ekki hollt að drekka vatnið úr Reykjavíkur tjörn.
Damus7
4.maí 2014 kl.20:54
Ekki fer þetta vel úr vör. Balli ætti líklega að gerast sérfræðingur í Pepsi-mörkunum.
Gústi
5.maí 2014 kl.08:23
Til hamingju Valsmenn. Þið voruð okkur KR-ingum fremri á öllum sviðum í þessum leik. Það var ekki fyrr en Rúnar skipti út lélegustu mönnum vallarins og setti Gary Martin og Óskar Örn inn á ( áttu auðvitað að vera byrjunarliðsmenn í þessum leik ), sem að lífsmark sást hjá KR. Það fjaraði þó fljótt út þar sem liðið sem inn á var fyrir var ekki tilbúið að taka þátt í því með þeim.
Stefán
5.maí 2014 kl.10:05
Vissulega sammála því að Óskar og Gary hefðu átt að byrja leikinn en ég er algjörlega ósammála því að Rúnar hafi skipt út lélegustu mönnum leiksins. Hann Zato var eini maðurinn inni á vellinum sem sýndi einhverja getu og baráttu...það sá það nú hver heilvita maður.
Bobbi
5.maí 2014 kl.10:06
Afskaplega svekkjandi byrjun. Liðið var mjög dauft í fyrri hálfleik en færðist smá líf í þetta eftir að Gary og Óskar komu inn á. Fannst skrítið að Farid hafi verið tekinn útaf í kjölfarið, hann var með betri mönnum í liðinu. Hef trú á að þetta lagist, en óttast að skarð Bjarna sé stærra og vandfylltra en menn hafi áttað sig á.
Stebbi
5.maí 2014 kl.10:54
Bobbi, ég átti við Atla og Þorstein Má. Þeir voru virkilega daprir í þessum leik blessaðir og bæta vonandi bara fyrir það í næstu leikjum. Mér fannst fremstu menn vera skelfilega óviljugir að hjálpa miðjumönnum okkar í fyrri hálfleik. Valsmenn alveg yfirspiluðu KR á miðjunni.
Stefán
5.maí 2014 kl.11:18
Ég er ekki sammála þvi að Atli og Þorsteinn hafi verið áberandi lélegastir. Þeir hafa báðir átt betri dag en lélegustu menn í okkar liði voru varnarmennirnir. Þeir voru í basli allan leikinn.Engu að síður var skiljanlegt að það þurfti að gera eitthvað til að reyna að vinna leikinn. Ég hélt að blessaðir þjálfararnir færu í 3 manna vörn og fjölguðu mönnum í sókn frekar en að taka sóknarsinnaða menn útaf. Ef þeir hefðu gert það værum við kannski komnir með 3 stig í hús.
Bjarni
5.maí 2014 kl.16:34
Valsmenn eru einfaldlega með mjög gott lið sem verður í toppbaráttu til loka móts.Held að KR sakni Bjarna sem var mikill leiðtogi og lím innan liðsins.Eins Hannesar sem er án efa besti markvörður sem Ísland hefur átt lengi.
Helgi
6.maí 2014 kl.00:03
Slakið á það er varla komið sumar enn. Auðvitað þarf að vinna þessa leiki til að sækja dolluna og ekki gott að tapa á móti Val, lið sem ég tel að að sé lakara en FH, Stjarnan, Breiðablik og KR að öllu jafna. Hugsanlega stemming hjá þeim núna fyrir mót en þetta bara fyrsti leikurinn. Víti til varnanðar.
Andri
6.maí 2014 kl.19:24
Er virkilega ósáttur með þetta en ætla aað reyna að halda mér niðri því þetta er rétt að byrja. Vil þó segja að koma ekki betur stemmdir í fyrsta leik móts, Á
Vaxtavextir
6.maí 2014 kl.19:27
...Á móti Val af öllum liðum! er slæmt. Finnst líka eins og KR komi ekki eins vel stemmdir í þessa leiki og Valur, greinilega meira undir fyrir Val þegar þessi lið mætast, bara úrslitin síðustu ár sína það meira að minna, sérstaklega á okkar Heimavelli. En vonandi er þetta bara smá misstig og víti til varnaðar.
Vaxtavextir
6.maí 2014 kl.20:40
Leikmenn komu einfaldlega ekki rétt stemmdir til leiks slíkt gengur ekki.Vonandi verður það til þess að leikmenn okkar leggi sig 100 % fram í næsta leik gegn Blikum sem verður erfiður. Áfram KR
Vesturbæingur
7.maí 2014 kl.08:24
Rétt Vesturbæingur. Það er ekki nema sjálfsögð krafa frá okkur stuðningsmönnum, að leikmenn KR mæti 100 % til leiks á móti Breiðablik og FH í næstu leikjum. Góð úrslit fyrir okkur í þeim leikjum kunna að skipta ÖLLU máli að móti loknu í haust.
Stefán
7.maí 2014 kl.18:55
bLAÐRAN ER SPRUNGINN.
FHafnfirðingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012