Svara þráð

Spjall

4 útlendingar í liðinu11.apríl 2014 kl.00:26
Finnst engum það vera mikið?
Bingi
11.apríl 2014 kl.09:38
Mér finnst reyndar mjög skynsamlegt hvernig útlendingar hafa verið fengnir til liðsins síðustu ár. Við höfum fengið til okkar a) erlenda leikmenn í þær stöður sem ekki hefur tekist að fylla með Íslendingum (Jonas Grönner, Ivan Furu núna o.fl.), b) unga og efnilega erlenda leikmenn sem bæta einhverju við liðið og gæti verið tækifæri á að selja í atvinnumennsku (Gary Martin, Farid Zato, Gonzalo Balbi).
Stórveldið
11.apríl 2014 kl.10:12
Þessi útlendingar eru meira og minna þekktar stærðir og Gary Martin hefur búið hérna árum saman. Þetta truflar mig ekki.
ábs
11.apríl 2014 kl.10:20
Það er hið besta mál að hafa alla þessa ágætu útlendinga í KR til þess að auka breiddina. Hlakka mikið til mótsins, en hef áhyggjur af vellinum og bara öllum völlum hér.
Stefán
11.apríl 2014 kl.19:51
Persónulega finnst mér það of mikið 2-3 væri ok.
Vesturbæingur
14.apríl 2014 kl.14:59
Er ekki örugglega 2014, eða? Hvaða máli skiptir það hvar menn fæddust, ef þeir eru nógu góðir í fótbolta til að vera í röndóttu treyjunni? Ef menn hafa áhyggjur af tungumálaörðugleikum er bent á að allir í liðinu geta gert sig vel skiljanlega á ensku, og það þarf ekki próf í íslensku frá Háskólanum til að skilja Baldur Sigurðsson öskra á boltann.
Gústi
15.apríl 2014 kl.01:29
Frábært, öflugir ungir og efnilegir leikmenn um allan heim vilja spila fyrir KR. Ekkert nema jákvætt. Hlakka til að sjá liðið spila í vor.
Andri
15.apríl 2014 kl.15:49
Ég er ekki á móti því að það séu útlendingar í liðinu. Þvert á móti geta þeir gert margt fyrir hópinn, móralinn og komið með skemmtilega stemmningu inní liðið, það er mín reynsla allavega, en það eru til undantekningar á þessu. Ég er líka á því að það þurfi ekki endilega að vera útlendingur/ar í liðinu. Að þessu sögðu finnst mér 4 útlendingar of mikið. KR er stærsta liðið á Íslandi og ég trúi því ekki að það sé ekki hægt að manna liðið með góðu móti án þessa að hafa 4 útlendinga. Nú heyri ég einhvern segja að það eigi að manna lélegustu póstana með útlendingum. Ókei, ef á einhverjum tímapunkti við eigum ekki spilara til að græja stöðu með topp hætti, setjum þá ungan mann í hana, þess vegna 17 ára strák, og horfum á hann vaxa í stöðunni og verða að atvinnumanni og landsliðsmanni. Um þetta snýst þetta allt, að leyfa okkar strákum að vaxa, og gefa þeim tækifæri til að verða afburðamenn. Með svona mörgum útlendingum er bekkjarseta og lánssamningar í kortunum fyrir suma og við höfum slæma reynslu af því að missa efnilega stráka þannig. Treystum ungu strákunum okkar!
Vaxtavextir
15.apríl 2014 kl.21:33
FH-ingar skiluðu ríflega hagnaði upp á ríflega 50 milljónir á síðasta ári en við KR-ingar 4,7 milljónum. Kostnaður við útlendinga er ekki lítill og þegar við fjölgum þeim um þrjá milli ára þá má búast við því að útgjöld aukist. Þessir leikmenn skila ekki af sér beinum hagnaði t.d. með sölu en ef vel gengur í Evrópukeppni þá má búast við tekjum. En á meðan þá erum við ekki að selja leikmenn okkar út fyrir neinar umtalsverðar upphæðir né heldur erum við að laga aðstöðu okkar.
KR-ingur frá 1899
15.apríl 2014 kl.23:25
Það eru nú fleiri þættir í þessum hagnaði hjá FH en kostnaður vegna erlendra leikmanna.
Gústi
16.apríl 2014 kl.09:07
Ef ég skil það rétt, þá er mikill hagnaður FH tilkominn að mestu vegna þess hve langt þeir náðu í Evrópukeppninni. Íslendingar horfa mikið á ensku úrvalsdeildina þar sem bestu liðin byggja árangur sinn á ,, útlendingum ", en auðvitað ná allra bestu uppöldu leikmennirnir inn þar líka eins og hér og annarsstaðar. Við KR-ingar eigum bara að taka góðum erlendum leikmönnum fagnandi, rétt eins og uppöldum leikmönnum sem standa upp úr og ná að spila með meistaraflokki.
Stefán
16.apríl 2014 kl.09:58
Þessi hagnaður FH-inga er nær algjörlega tilkominn vegna Evrópukeppninnar. Að komast áfram í gegnum fyrstu umferð í undankeppni Meistaradeildarinnar er ávísun á mikla peninga (hið minnsta tvær umferðir í Meistaradeild = ca. 60 milljónir brúttó + ein umferð í Evrópudeild = ca. 16 milljónir brúttó). En ef við tökum Gary Martin sem dæmi þá er þetta leikmaður sem skorar fullt af mörkum og leggur ýmislegt til liðsins og svo eru að ég tel fínar líkur á að okkur teljist að selja hann í atvinnumennsku áður en yfir lýkur...
Stórveldið
16.apríl 2014 kl.11:39
4 útlendingar hljómar vissulega fullmikið. En þegar rýnt er í þetta má sjá að við erum að tala um (i) Gary Martin sem er búinn að vera á Íslandi í allmörg ár og er að byrja sitt þriðja sumar með KR, (ii) Ivan Furu - 19 ára unglingur frá Noregi sem getur varla verið konstnaðarsamur, (iii) Gonzalo Balbi - fínn fótboltamaður sem fluttist að eigin frumkvæði til landsins með unnustu sinni, (iv) Farid Zato. Það er því alls ekki eins og KR sé að fylla liðið af óþekktum útlendingum rétt fyrir mót. Þvert á móti virðist þetta vera eðlileg stefna í þessum málum.
Stebbi
16.apríl 2014 kl.12:40
Hagnaður FH er fyrst og fremst vegna góðs árangurs í Evrópukeppni og öflugs uppeldisstarfs.Eins eru þeir ekki að spenna upp bogann í launum til leikmanna nota frekar peninginn í að bæta aðstöðu.Önnur félög í Rvk mættu taka þá til fyrirmyndar.
Helgi
16.apríl 2014 kl.18:24
Mér finnst Stebbi algjörlega vera með þetta. Hins vegar til lengri tíma, þá hef ég áhyggjur af vænlegri fjárhagsstöðu sumar erkifjenda okkar, t.d. FH og Vals.
ábs
17.apríl 2014 kl.15:51
veit einhver hvenær Farid kemur á móts við hópinn þar sem nú fer að styttast í mót og hann hefur ekki verið í hóp enn sem komið er!?
David Winnie
Farid17.apríl 2014 kl.16:52
já hvenar kemur hann hann hefur ekki spilað med KR og svo fór hann ekki út med þem ég held að hann mundi koma til að liðið gætti komið sig saman
Adam Ingvarsson

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012