Svara þráð

Spjall

Hópurinn klár?13.mars 2014 kl.18:59
Ég sé það á mbl.is að Norðmaðurinn Ivan Furu er búinn að semja við okkur og svo er Farid Zato kominn líka. Er þá hópurinn ekki orðinn nokkurn veginn klár hjá okkur? Hvernig líst fólki á þetta, þetta lið getur keppt um allt, er það ekki? Við erum þá að tala um þetta lið: Markmaður: Stefán Logi Hægri bakverðir: Haukur Heiðar og Gonzalo Balbi (er hann ekki hægri bakvörður?) Vinstri bakverðir: Mummi (Gunnar Þór) Miðverðir: Aron Bjarki, Grétar Sigfinnur, Ivan Furu (Gunnar Þór) Miðjumenn: Atli Sigurjóns, Jónas Guðni, Baldur Sig, Egill Jónsson, Farid Zato Sóknarmenn: Óskar Örn, Kjartan Henry, Gary Martin, Þorsteinn Már, Emil Atla, Almarr Ormarsson (sem getur reyndar spilað víða) Svo erum við unga stráka sem hafa verið að spila nokkuð á undirbúningstímabilinu en ég þekki ekki sérstaklega vel til. Er ég annars að gleyma einhverjum?
Stórveldið
14.mars 2014 kl.00:28
Það hafa að minnsta kosti orðið mjög áhugaverðar breytingar á liðinu og ég er spenntur fyrir þessum nýju leikmönnum. Þess má geta að KR-klúbburinn verður með spjallkvöld á Rauða ljóninu fimmtudagskvöldið 27. mars. Þá mæta þjálfarar og allt liðið og allir leikmenn verða kynntir. Hvet alla KR-inga til að mæta en þetta verður kynnt betur þegar nær dregur.
ábs
14.mars 2014 kl.08:03
Mér skilst að það eigi að fá a.m.k. einn sterkan leikmann til KR í viðbót, en ég veit ekki í hvaða stöðu. Hvernig er annars staðan á Andra Ólafs. er hann ekki inni í myndinni ?
Stefán
14.mars 2014 kl.12:13
Án þess að þekkja stöðu Andra í þaula heyrir maður Rúnar alltaf svara því til að menn hafi aldrei almennilega komist að því hvað sé að hrjá hann. Og nú í morgun kemur frétt inn á fótbolta.net um að hann sé að æfa með Grindavík sem er furðulegt en ég geri ekki ráð fyrir honum í sumar að óbreyttu. Annars verður spennandi að fylgjast með hvernig Almar, Gonzalo Balbi og Farid koma inn í þetta. Hef fulla trú á því að þessir leikmenn geti gert hóða hluti í sumar.
Stórveldið
14.mars 2014 kl.14:56
Er ekki verið að kaupa enn einn titilinn hjá KR"Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis"
Balli
14.mars 2014 kl.15:03
Æi, þetta er svolítið þreytt kæri Balli, alveg sama hvort svona löguðu er beint að KR, FH, eða öðrum liðum með metnað. Horfum bara til fyrirmyndanna t.d. á Englandi og Spáni.
Stefán
14.mars 2014 kl.17:52
Það koma ekkert fleiri menn en fara.
ábs
14.mars 2014 kl.18:17
Andri mögulega að fara, en ég tel að það vanti einn leikmann í hópinn (varamarkmann) þar sem ég tel að Hugi sé ekki alveg nógu góður og þá sé hópurinn vera fulkominn
David Winnie
16.mars 2014 kl.00:34
Stebbi fyrirmyndinn er Breiðablik sem elur upp unga leikmenn og selur til aað afla tekna.
Balli
16.mars 2014 kl.00:35
Sammála David Winnie (sem er orðinn ansi sleipur í íslensku), við verðum að vera með góðan varamarkvörð - menn sáu hvað það skipti miklu máli síðasta sumar í tveimur mjög erfiðum leikjum (gegn ÍBV og FH).
ábs
17.mars 2014 kl.17:04
Hvað varð um kamerúnska strákinn sem kom til okkar. Dingong Dindong?
KRingur frá 1899
17.mars 2014 kl.21:56
Samkvæmt KSI.is Þa er hann skradur i KR! en eg held ad hann hafi ekki fengid atvinnuleyfi seinastlidid sumar, og thess vegna se hann ekki "leikmadur KR"
David Winnie
18.mars 2014 kl.15:48
http://i1.kym-cdn.com/photos/images/newsfeed/000/349/990/304.gif
Gústi
19.mars 2014 kl.18:35
Þá er það ljóst að Andri Ólafs mun ekki spila með okkur í sumar!! en það var nú nokkuð ljóst að hann ætti erfitt með að vinna sér inn sæti að nýju í þetta sterka lið okkar! http://www.mbl.is/sport/efstadeild/2014/03/19/andri_til_lids_vid_grindavik/
David Winnie
20.mars 2014 kl.08:22
Maður óskar Andra Ólafs bara góðs bata, en hans verður auðvitað aldrei minnst sem leikmanns KR þrátt fyrir samning, þar sem hann lék ekki eina mínútu fyrir félagið.
Stefán
21.mars 2014 kl.09:11
Þessi Andra umræða er dáldið sérstök og skrýtin en ég skil að það þurfi að taka hana. Átti upphaflega að vera rosa liðstyrkur og spilaði svo ekki neitt og við unnum dolluna sannfærandi. Nú er hann farinn og þetta er sennilega tilfellið sem sýnir að máltækið að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur virkar ekki alltaf því nú erum við búnir að missa hann og ég veit ekki ennþá hvað við áttum. Andri Ólafsson og KR gæti orðið góð trivia spurning eftir nokkur ár.
Vaxtavextir
21.mars 2014 kl.12:37
Átti Andri ekki að vera þvílíkur styrkur að Grétari var sagt að fara og finna sér nýtt lið?
Helgi
21.mars 2014 kl.14:02
Það er rétt Helgi. Þannig að það má segja að það sem Andri gerði var að mótiveita Grétar upp á nýtt þannig að hann afsannaði hrakspár margra hér og annars staðar um að hann væri búinn. Þökkum Andra fyrir þetta.
Vaxtavextir
3.apríl 2014 kl.15:24
nú er hópurinn orðinn klár með komu Sindra Snæs markmanns! þá er bara eftir að fínstilla hópinn fyrir Íslandsmótið
David Winnie
4.apríl 2014 kl.09:28
Snilld - En veit einhver hver meisðslastaðan er á meistara Jónasi Guðna ?
Stefán
4.apríl 2014 kl.11:02
Var vonast til að hann gæti byrjað að æfa í Spánarferðinni en ekki búist við honum í fyrsta leik í vor. Semsagt á batavegi og við eigum hann inni í sumar.
ábs
4.apríl 2014 kl.11:03
Þess má geta að á kynningunni um daginn sagðist Rúnar upplifa stöðuna á Kjartan Henry þannig að í raun væri hann búinn að fá inn nýjan toppleikmann í hópinn miðað við í fyrra.
ábs
4.apríl 2014 kl.13:21
Snilld!!!Líst ekkert smá vel á þetta tímabil sem er framundan, bara hægt að vera bjartsýnn. Flottur hópur og flott stemmning í kringum liðið og klúbbinn núna!
Vaxtaverkir (a.k.a. vaxtavextir)
4.apríl 2014 kl.14:35
Nákvæmlega ábs - Meistari Kjartan Henrý hefur alla burði til að verða leikmaður ársins !
Stefán
Meiðsli27.apríl 2014 kl.19:21
Eru allir klárir eða er ljóst að einhverjir eru ekki ennþá komnir til baka úr meiðslum, eins og Óskar og Jónas?
TGG

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012