Svara þráð

Spjall

Farid12.mars 2014 kl.16:23
Fagna komu hans og býð hann velkominn í KR. Grunar að hann eigi eftir að koma mörgum á óvart, er hörku leikmaður.
Stebbi
12.mars 2014 kl.16:45
Sammála Stebba. Líst vel á hann sem leikmann og hann var með öflugri miðjumönnum deildarinnar síðasta sumar. Minnir mann á helmassaðan Yaya Toure, sterkur en einnig með gott touch ásamt fínni sendingar- og spyrnugetu. Fyllir skarð BB King ansi vel. Skv. Transfermarkt þá getur hann líka spilað sem hafsent en er bestur í hlutverki varnarsinnaðs miðjumanns. Hér er samantekt af honum frá síðasta sumri á þúvarpinu: http://www.youtube.com/watch?v=-15BOuVO1kg
Maggs
13.mars 2014 kl.08:41
Býð hann velkominn í stórveldið og hlakka til að sjá hann spila með alvöru liði.
Stefán
farid23.mars 2014 kl.16:28
hvenar fer hann að spila og lika norðmaðurin
Adam Ingvarsson
24.mars 2014 kl.03:24
ætli það sé ekki líklegast að þeir koma til landsins um mánaðmótin næstu
David Winnie
24.mars 2014 kl.10:06
Hverjum verður hent útúr liðinu fyrir þá?
Helgi
24.mars 2014 kl.14:30
Helgi, ertu 5 ára? Það er svo sem allt í lagi en myndi þá útskýra þetta comment þitt. Til að vinna Íslandsmót þar sem spilaðir eru 22 leikir þá þarf leikmannahópurinn að innihalda 18-20 leikmenn sem allir eru tilbúnir í slaginn. Þessar viðbætur styrkja leikmannahóp liðsins, og eru því velkomnir í hóp sem var frekar þunnur fyrir. Flestir ef ekki allir þessir leikmenn munu spila, mismikið eftir því hvernig þeir standa sig, hversu mikil meiðsli munu setja strik í reikninginn og hvað leikbönn hafa mikil áhrif.
Stulli
25.mars 2014 kl.09:19
Nákvæmlega Stulli, breiddin skiptir miklu máli og sérstaklega þegar fer að líða á mót. Þá fer virkilega að reyna á ,, varamennina ", sem geta skipt sköpum.
Stefán
27.mars 2014 kl.21:37
Farid hefur fé betra segji ég nú bara.
Þórsari
27.mars 2014 kl.23:13
Berin eru súr.
Gústi
28.mars 2014 kl.08:22
Já kæri Þórsari, eitthvað var nú hann Farid aldeilis að rugla í ykkur þarna fyrir norðan, en nú er hann ,, kominn heim " og nær vonandi að blómstra með stórveldinu í sumar.
Stefán
29.mars 2014 kl.21:09
Fá ekki Þórsarar Atla á láni í staðinn?
Balli

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012