Svara þráð

Spjall

KR-Fram16.febrúar 2014 kl.16:12
KR-Fram á eftir kl. 17:00 í Egilshöll.Fjölmennum á 115 ára afmæli Stórveldisins.
Alfie Conn
17.febrúar 2014 kl.09:55
Hvernig er staðan á Andra Ólafs, Jónasi Guðna og Kjartani Henrý ???
Stefán
17.febrúar 2014 kl.10:46
Er stórveldið að hrynja og lendir í fallbaráttu í sumar.
Helgi
17.febrúar 2014 kl.14:36
Slökum aðeins á. Hér er um að ræða leik sem skiptir KR engu máli. Auðvitað fara leikmenn inn á völlinn til að vinna en þetta er æfingamót og við skulum ekki horfa of mikið á úrslit þess. Hvernig var þetta á sama tíma í fyrra? Mig minnir að KR hafi verið að tapa leikjum og var kaflaskipt á undirbúningstímabilinu. Eina sem skiptir máli er hvernig liðið mun spila í sumar. Rúnar hefur stýrt KR með góðum árangri og við skulum leyfa honum að pússa liðið saman fyrir sumarið.
Andri
17.febrúar 2014 kl.15:36
Nákvæmlega málið Andri og enn eigum við inni þá sem ég var að spurja um stöðuna á Andra Ólafs, Jónas Guðna og Kjartan Henrý, einnig Egil, Gonzalo, Baldur og Óskar Örn. Svo á eftir að ganga frá því að fá aðal markvörð, sem væntanlega verður Stefán Logi, eða ? Og hvað varð um Hollendinginn sem var hér á æfingum ?
Stefán
17.febrúar 2014 kl.21:53
Ef allir þessir menn ná sér af sínum meiðslum og við fáum Stefán Loga í markið þá erum við að tala um að: 1. Stefán Logi 2. Jónas Guðni 3. Baldur 4. Óskar Örn 5. Kjartan Henrý 6. Egill 7. Andri Ólafs 8. Gonzalo Verði mögulega allir í eða að keppa um sæti í byrjunarliðinu í sumar. Mér sýnist þetta vera ansi sterkur hópur og ansi ná næstum því í eitt stykki lið. Ef þessir menn verða heilir í sumar og aðrir sem eru að spila í dag þá hef ég litlar áhyggjur af liðinu.
Andri
17.febrúar 2014 kl.22:04
Anda með nefinu þessir leikir skipta ekki máli í haust.Áfram KR.
Vesturbæingur
18.febrúar 2014 kl.08:20
Nei, þessir leikir skipta auðvitað ekki máli í haust, en það skiptir okkur KR-inga miklu máli að fá alla þessa ofantöldu snillinga alveg heila fyrir sumarið og svo líka að fá topp markvörð fyrir tímabilið.
Stefán
18.febrúar 2014 kl.19:10
Hver er „6. Egill“ ?
Dengsi
18.febrúar 2014 kl.19:12
Og ef það er Egill Jónsson, er hann ennþá í KR?
Dengsi
19.febrúar 2014 kl.11:17
Samkvæmt því sem talið er upp á þessari síðu undir ,, Leikmenn ", þá er Egill Jónsson enn leikmaður KR, en hann var meiddur allt síðasta tímabil eins og Andri Ólafsson. Gaman væri að fá að vita hvort von sé á þessum leikmönnum fyrir komandi tómabil ?
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012