Svara þráð

Spjall

Markmaður1.febrúar 2014 kl.20:02
Sælir KR-ingar Ég er að forvitnast um stöðun milli stanganna hjá KR. Ljóst er að erfitt verður að feta í fótspor markmanna KR en það hafa stór nöfn verið milli stanganna hjá okkur. Er einhver að koma upp úr 2.flokki eða á að fá markmann úr öðru liði?
Andri
1.febrúar 2014 kl.20:50
Ég held að það sé alveg klárt að við fáum Stefán Loga nema eitthvað mjög óvænt gerist. Frábær kostur sem aðalmarkvörður og svo er um að gera að hafa ungan og efnilegan markvörð í varamarkvarðarstöðunni.
ábs
1.febrúar 2014 kl.22:29
Ungur markmaður á bekknum er alls ekki slæm hugmynd. Það borgaði sig svo sannarlega í sumar og ég held að það sé alls ekki ósanngjarnt að segja að sonur Rúnars hafi átt stóran þátt í sigri KR á FH í Frostaskjólinu. Ég sá leikinn við Leikni í kvöld og mér fannst markmaðurinn sem varði mark KR standa sig ágætlega. Hann var þó dálítið ragur að mínu mati að fara upp í háar sendingar. kannski er maður bara góður vanur en Hannes borðaði flesta bolta sem komu inn í vítateig úr hornum og aukaspyrnum.
Andri
1.febrúar 2014 kl.22:41
en hvenig var leikurinn annars hverjir stóðu uppúr mikið af ungum sá ég á skýrslu
1.febrúar 2014 kl.23:10
Það sem ég sá af liðinu þá lofar það góðu. Auðvitað verður að hafa í huga að þarna voru að mætast annars vegar Íslandsmeistara KR og svo hins vegar lið úr 1.deildinni. Það breytir því samt ekki að KR liðið var að spila vel og héldu boltanum ágætlega innan liðsins á stórum köflum. Gary og Mummi voru hættulegir upp vinstrikantinn en mér fannst boltinn fara minna upp hægri. Þá var Alti að standa sig vel átti margar hættulegar sendingar inn fyrir vörn Leiknis í lappirnar á Gary.
Andri
2.febrúar 2014 kl.07:35
Ég hef það fyrir staðfestar heimildir að Atli Jónasson er tilbúinn til að spila þetta season með KR og það frítt
þjóðólfur
2.febrúar 2014 kl.07:43
eitthvað að fyrir ofan?......þó alltaf til í að hjálpa. Áfram KR og ekki síður KV.
Atli Jónass
2.febrúar 2014 kl.13:14
Skiptir ekki máli hver verður í marki KR eða FH í sumar.Valur eða Stjarnan taka titilinn.
Balli
3.febrúar 2014 kl.15:29
Stefán Logi er góður kostur, en hann er ekkert unglamb. Við þurfum líka mjög sterkan varamarkvörð ef SL meiðist.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012