Svara þráð

Spjall

Reykjavíkurmót11.janúar 2014 kl.18:30
Er ekki kominn tími til að fá smá stemmara á 2014. Fyrsti leikur búinn. Hvernig var leikurinn.Hvernig stóðu menn sig. Hvað fannst ykkur sem voru á leiknum
Hugi
11.janúar 2014 kl.21:24
Ég hef aldrei tekið mark á leikjum liða í undirbúningsmótum og vil helst ekki að KR sé að rúlla auðveldlega yfir lið í þessum mótum. Þetta er tíminn þar sem þjálfara eru að prófa sig áfram með nýja leikmenn, uppstillingu á sínu liði og leikkerfum. Það er lítið hægt að lesa í lið á þessum árstíma. Alltaf góð stemming fyrir KR en á veturnar er tíminn til að gera mistökin og sumrin tíminn til að leiðrétta þau.
Andri
12.janúar 2014 kl.00:13
Alveg sammála um að þetta er tíminn til að prófa sig áfram og allt það. Það mælir samt ekkert á móti því að hafa líflegar umræður hér um hvað okkur finnst um það sem er í gangi akkúrat í dag. Í dag erum við að spila í Reykjavíkurmóti og þar er verið að prófa uppstillingar og unga leikmenn. Ég er að kalla eftir upplýsingum og skoðunum um það. Er það ekki bara gaman og jákvætt að koma okkur í gírinn og tala um það sem er í gangi? Hvernig var leikurinn á móti ÍR og hvernig stóðu menn sig?
Hugi
13.janúar 2014 kl.08:32
Er Rúnar Alex í markinu, eða ?
Stefán
Óskar18.janúar 2014 kl.21:23
akverju hefur óskar ekki verið med KR er hann hættur í KR
Adam Ingvarsson
22.janúar 2014 kl.09:55
Óskar Örn fór í aðgerð fyrir áramót og er nýbyrjaður að æfa aftur af fullum krafti. Verður með innan tíðar.
Hjörvar
23.janúar 2014 kl.11:05
Óskar Örn er auðvitað lykilmaður í frábæru liði KR og gott að hann er farinn að æfa af fullum krafti. Ein spurning í leiðinni: Af hverju er mágur Suarez farinn frá KR í KV ?
Stefán
23.janúar 2014 kl.18:12
Ætli hann hafi ekki rifið kjaft við Rúnar og hann rekið hann bara í KV :) Það væri áhugavert að vita hvernig Rúnar myndi taka á agamáli eins og því sem kom upp í leik KV og Fylkis.
Andri
23.janúar 2014 kl.20:00
Þessi drengur hefur alla tíð hagað sér svona. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem hann hefur verið sjálfum sér og félagi sínu til skammar. Ég get ekki séð að hann breytist til batnaðar úr þessu. Sem betur fer er hann ekki lengur í KR og Rúnar þarf ekki að taka á þessu.
Fjalar
10.febrúar 2014 kl.12:00
Á að fjölmenna í Egilshöllina í kvöld ?
Stefán
10.febrúar 2014 kl.21:43
Tap í úrslitaleik hefur oftast verið góður fyrirboði fyrir góðu gengi um sumarið.
Vesturbæingur
11.febrúar 2014 kl.10:10
Ha, ha, ha, já reyndar er það rétt hjá þér Vesturbæingur.
Stefán
14.febrúar 2014 kl.15:29
Virkilega gott start. Hefði verið verra að vinna því það hefði gefið mönnum falskt sjálfstraust. Fram mun fá harkalega lendingu meðan að KR siglir þetta faglega og á reynsluna...í átt að hinum stóra!
Vaxtaverkir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012