Svara þráð

Spjall

Íslandsmótið eftir 20 ár?5.desember 2013 kl.10:38
Ég hef velt því fyrir mér hvernig við getum bætt íslenska knattspyrnu. Ég held að ein leiðin sé að spila fleiri mikilvæga leiki. Íslandsmótið okkar er mjög stutt, eða frá byrjun maí til lok september vegna grasvallanna sem eru varla tilbúnir á vorin eða úrsérgengnir á haustin. Jafnvel þótt að keppnisvellirnir yrðu gervigrasvæddir þá væri ekki huggulegt fyrir bæði áhorfendur né leikmenn að spila úti í mars, apríl, október eða nóvember. Mín hugmynd væri sú að það yrði spiluð ein hlutlaus umferð í knattspyrnuhöllum sem væri hluti af íslandsmótinu í upphafi móts í mars, apríl. Við gætum fengið ellefu auka leiki, lengt íslandsmótið og minnkað þetta blessaða undirbúningstímabil. Kostirnir við að spila hlutlausa auka umferð í höllunum er sú að þá fáum við alvöru fótbolta (ekki fótbolta á 80% hugarfari eins og rvk mótið og lengjubikarinn), fleiri unga leikmenn sem spila marga leiki á hæsta stigi sem leiðir til betri leikmanna og liða. Við erum nú þegar með nokkrar hallir um allt land sem hafa verið spilaðir íslandsmótsleikir og það er stefnan að byggja fleiri hallir. Með nokkrum höllum í viðbót væri þetta ekkert vandamál í framkvæmd. Hvað finnst ykkur? Ætti að stökkbreyta Íslandsmótinu í næstu framtíð og spila auka umferð inni fyrir fleiri leiki?
Marty

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012