Svara þráð

Spjall

Framtíð KR svæðisins?25.nóvember 2013 kl.12:02
Hver er framtíð KR svæðisins? Lengi hefur verið kvartað undan aðstöðuleysi sem KR ingar búa við og þá sérstaklega í fótbolta. Gervigrasvellir hafa verið lagðir um alla borg nema í Vesturbænum. Enn eru engir gervigrasvellir við skólana í Vesturbænum og takmarkaður fjölda tíma fæst í Egilshöllinni sem er í hinum enda bæjarins. Önnur lið hafa mörg hver frábæra aðstöðu til fótbolta iðkunar og það er ekki skrítið að önnur lið hafa mun fleirri liðsmenn í landsliðum okkar á meðan aðstaðan er eins og hún er. Samkvæmt hugmyndum borgarstjórnar þá á að þétta byggð enn frekar í Vesturbænum umfram aðra bæjarhluta en ekkert er minnst á KR eða uppbyggingu KR svæðisins. Einnig er fyrirhuguð er uppbygging á skerjafyrðinum og í Vatnsmýri og ekkert hugsað um íþróttaaðstöðu vesturborgarinnar. Meðal annars á að byggja íbúðir á svokölluðum SÍF reit þar sem núna er einhverskonar lager á horni Eiðisgranda og Keilugranda. Það væri frábær kostur fyrir KR að fá þá lóð fyrir lítinn innbyggðan gervigrasvöll í ekki alveg fullri stærð rétt við KR. Þetta er frábær staðsetning fyrir KR enda rétt við KR heimilið og flott stærð á lóð. Ef ekki á að berjast fyrir því að KR fái þarna aðstöðu, hvar á þá að byggja upp aðstöðu fyrir KR sem svo sárlega vantar í Vesturbæinn? Hvar verður KR eftir 20 ár? Verðum við þá á toppnum? Marty McFly
Marty
Kr26.nóvember 2013 kl.00:12
Eins og talað úr mínu hjarta .
Jói
26.nóvember 2013 kl.09:45
Hvað hefur borgarfulltrúinn úr Vesturbænum Kjartan Magnússon verið að gera í þessum málum ? Ég hef alls ekki orðið var við að hann sé neitt að beita sér sérstaklega fyrir uppbyggingu KR eins og ætlast má til af honum.
Stefán
26.nóvember 2013 kl.10:30
Borgin á þessa lóð. Hefur KR sóst eftir því að fá hana undir gervigrasvöll? Ef ekki, hvar sjá KRingar fyrir sér uppbyggingu KR svæðisins? Á þessari lóð er ekki þörf á að byggja nýja búningaaðstöðu, hún nýtist í Frostaskjóli.
Marty
26.nóvember 2013 kl.12:01
En að sameinast VAL er það ekki draumur borgarinnar?
Gullskeiðungur
26.nóvember 2013 kl.12:12
Efast um að valsarar vilji kalla sig KRinga þessvegna er það ekki að fara gerast. KR þarf samkeppnishæfa aðstöðu og Síf skemman væri frábær staður fyrir lítinn gervigrasvöll. *Hverfið vill fremur fá lítinn fótboltavöll heldur en 10 hæða blokkir með tilheyrandi bílastæðavandamáli og skuggamyndunum. *Grandaskóli gæti fengið afnot að vellinum ásamt krökkunum í hverfinu. * Iðkenndur knattspyrnu í KR geta æft við samkeppnishæfar aðstæður í öllum veðrum.
Marty
26.nóvember 2013 kl.14:06
Við KR-ingar viljum auðvitað hafa okkar ágætu nágranna úr Hlíðunum áfram sem andstæðinga og berjast við þá á sumrin þó að mótstaðan hafi vissulega verið lítil undanfarin ár.
Stefán
26.nóvember 2013 kl.17:16
Valsmenn eru með hærra sigurhlutfall í deryby leikjunum seinustu 10 árin þannig að mótstaðan hefur nú væntanlega verið einhver.
Loki
26.nóvember 2013 kl.17:17
Valsmenn eru með hærra sigurhlutfall í derby leikjunum seinustu 10 árin þannig að mótstaðan hefur nú væntanlega verið einhver.
Loki
26.nóvember 2013 kl.18:00
Loki hvernig færðu út að Valsmenn séu með hærra hlutfall í Derbyleikjum liðanna síðastliðinn 10 tímabil sem þessi lið hafa leikið í efstu deild?sýnist KR hafa 2 sigurleiki leiki í plús síðustu 10 tímabil í efstudeild.Valur 2 sigurleiki í bikar KR 1.
Vesturbæingur
26.nóvember 2013 kl.21:08
Höldum okkur við efni þessa þráðar og snúum þessu ekki upp í einhvern liða rembing. Ef KR fær ekki SÍF skemmuna hvað er þá til bragðs? Hvar verður framtíðar æfingarsvæði KR? Starhaginn? Loftbóluhús yfir KV-Park?
Marty
27.nóvember 2013 kl.14:52
Einhver skrifaði grein í Vesturbæjarblaðið fyrir nokkru síðan þar sem bent var á að hægt væri að setja gervigras og byggja segl yfir holuna við Þjóðarbókhlöðuna. Það mætti kalla þann völl Melavöllinn. Eflaust er það samt ekki varanleg lausn.
Andri
29.nóvember 2013 kl.14:28
Það er fullt af möguleikum en bara skortur á peningum, ekki flóknara en það
KR
29.nóvember 2013 kl.16:40
Ef byggðar verða íbúðir á þessum reit, hvaða möguleikar eru í þá í stöðunni "KR"? Er ekki hentugt að láta borgina bíða með að selja þessa lóð þangað til við getum fjármagnað svona framkvæmd?
Marty
2.desember 2013 kl.16:18
Það var fjallað um Keilugranda-dæmið í síðasta tölublaði hjá Búseta og þar kom fram að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað milli Búseta, KR og borgarinnar um sameiginlega uppbyggingu á reitnum. Þar myndi Búseti byggja fjölbýlishús en KR fá fjölnota íþróttahús sem væri að miklu leyti niðurgrafið og með þakgarð ofan á því fyrir almenning. Virkar metnaðarfullt og flott sem kæmi vonandi vel út fyrir KR og Vesturbæinn. Hægt að skoða á þessari slóð á blaðsíðu 24: http://issuu.com/goggurehf/docs/buseti_low
Maggs
3.desember 2013 kl.10:17
Það er flott að það sé eitthvað gert á þessum reit fyrir KR. Eitthvað er betra en ekkert. En hefði ekki verið betra að geta nýtt allan reitinn í stað ca 20% af reitnum?
Marty
10.desember 2013 kl.09:50
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/10/vilja_vidraedur_um_staekkun_egilshallar/ Önnur félög halda áfram að bæta aðstöðuna hjá sér með hjálp borgarinnar. Hvenær er röðin komin að KR?
Marty
13.janúar 2014 kl.15:41
http://www.433.is/433-tv/runar-reitarb/ * Rúnar talar hér um vanbúnað KR, bæði meistaraflokks og yngri flokkanna. * SÍF húsið við Keilugranda yrði frábær lausn við þessum vanda. * Kosningar í vor. Hver eru loforð flokkanna í þetta skiptið? Getum við haft áhrif.
Marty

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012