Svara þráð

Spjall

Hannes Þór Halldórsson 15.nóvember 2013 kl.21:31
Rosalega var strákurinn flottur í leiknum á móti Króötum og allir strákarnir í landsliðinu. Það er ekki hægt að vera annað en stoltur af íslenskri knattspyrnu í dag. Virkilega gaman að eiga svona góðan mann í okkar röðum. Nú óttast maður bara að hann fari út. Áfram KR og ekki síður Áfram Ísland!
Andri
16.nóvember 2013 kl.01:40
Hannes var frábær í kvöld, sýndi og sannaði það sem maður hefur séð til hans hjá KR; hann er besti markmaður sem Ísland hefur átt þegar kemur að því að eiga við háa bolta inn í teiginn. Öruggur í öllum sínum aðgerðum. KR til sóma...
Stórveldið
17.nóvember 2013 kl.20:34
Sammála, Hannes frábær og gerði allt rétt. Þvílíkt stoltur af honum.
Vaxtavextir
18.nóvember 2013 kl.09:32
Ég er sammála því að Hannes Þór er besti markvörður sem Ísland hefur átt í knattspyrnu og þessi leikur er líklega hans besti sem landsliðs-markvörður.
Stefán
19.nóvember 2013 kl.23:00
Hannes var frábær í leiknum í kvöld, úrslitin kannski þau sem við óskuðum okkur en þvílíkur markmaður sem við KR-ingar eigum. Enn og aftur, allt landsliðið á hrós skilið fyrir frábæra framistöðu í undankeppninni og ég hlakka til að fylgjast með liðinu í undankeppni EM.
Andri
20.nóvember 2013 kl.11:00
Meistari Hannes Þór var hreinlega langbesti leikmaður vallarins. Framlína íslenska landsliðsin getur ekkert án Kolbeins Sigþórs miðað við þessa leiki.
Stefán
20.nóvember 2013 kl.18:09
Ég viðurkenni það fyrstur manna að vera enginn sérfræðingur á þessu sviði þó svo ég hafi æft og spilað upp alla yngriflokka KR og horft á fleiri knattspyrnuleiki en mig langar að muna. Takið því þessum vangaveltum með fyrirvara en hefði maður eins og Guðjóns Baldvinsson ekki verið góður í framlínunni í stað Kolbeins? Hér er ég að velta því fyrir mér hvort leikmenn í kringum Kolbein þurfi ekki dálítið á því að halda að hafa sterkan og vinnusaman leikmann í kringum sig sem sífellt ógnar miðju- og varnarmönnum andstæðinga liðsins?
Andri
20.nóvember 2013 kl.19:37
Áhugaverð ábending. Þessi nýja senteratýpa sem hleypur út um allt og lætur varnarmenn aldrei í friði, í stað þess að lúra í sníkjunni, menn eins og Gary Martin, Mandzukic og jafnvel Kolbeinn, eru það sem gildir í nútímafótbolta. Oft skora þessir senterar ekkert meira en kantmenn. Þennan faktor vantaði í íslenska liðið. Ég veit samt ekki hvort Guðjón Baldvinsson er í landsliðsklassa. - Og ég hef ekki spilað upp neina yngri flokka, er bara fótboltabulla.
ábs
21.nóvember 2013 kl.08:52
Góðar pælingar og þyrftu að komast til landsliðsþjálfaranna, sem mega ekki einblína um of á menn eins og Alfreð Finnbogason. Það er bara alls ekki sjálfgefið að Alfreð eigi að ganga eitthvað fyrir í landsliðinu þó að hann skori mikið í Hollandi.
Stefán
30.nóvember 2013 kl.14:39
Nú er orðið ljóst að Hannes og Rúnar Alex eru að fara vona ég að menn séu búnir að læra af reynslunni frá 2010 og gangi frá markmannsmálum sem fyrst.
Vesturbæingur
30.nóvember 2013 kl.14:52
Ótrúlegt að Rúnar hafi ekki 5 mínútur til sð svara fréttaþyrstum KR-ingum um stöðu mála.Eiginlega fáránlegt.Svona fréttir eiga að sjálfsögðu að birtast fyrst á KR síðu.En hvað um það,við þurfum tvo markmenn og tvo miðverði. Annað er klárt.
Stúfur
1.desember 2013 kl.11:44
Búið spil næsta sumar keppa Valur og Stjarnan um titilinn.KR og FH eru off.
Balli
2.desember 2013 kl.00:14
Væri flott að fá Stefán Loga í rammann ef þetta verður niðurstaðan. Þó það sé slæmt að missa jafn frábæran markvörð og Hannes, þá vona ég hans vegna að þessi viðskipti gangi eftir og hann upplifi draum sinn um atvinnumennsku. Varðandi Alex þá finnst mér svolítið skrítið að hann vilji ekki taka eitt sumar sem aðalmarkvörður KR áður en hann fer út. Fengi frábæra reynslu og myndi spila í Evrópukeppni. En ef hann fer út þá óska ég honum að sjálfsögðu alls hins besta.
Stebbi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012