Svara þráð

Spjall

Jói kalli14.nóvember 2013 kl.21:18
Vonandi nær kr að krækja i hann ,en fram var að selja hólmbert og ætla sennilega að nota þà penínga í Jói,
Jói
15.nóvember 2013 kl.11:11
Ég átta mig ekki á því hvort við viljum hann eða ekki. Hvað segja menn um það? En það eru að koma upp fleiri spurningamerki varðandi KR-hópinn. Til dæmis eru erlend lið farin að sýna báðum markvörðunum okkar áhuga og á sama tíma virðist Stefán Logi stefna heim.
ábs
15.nóvember 2013 kl.13:46
Forráðamenn félagsins ættu að leggja mikið kapp á að fá Jóhannes Karl til KR. Þar sem Bjarni og Brynjar hafa lagt skóna á hilluna er pláss fyrir nýjan miðjumann í hópnum. Jóhannes Karl er einn sterkasti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni og því augljós kostur í þá stöðu. Bjarni bróðir hans reyndist okkur vel, Guðjón pabbi hans reyndist okkur líka vel, auðvitað á Jói Kalli að koma í KR...
Stórveldið
15.nóvember 2013 kl.13:46
Forráðamenn félagsins ættu að leggja mikið kapp á að fá Jóhannes Karl til KR. Þar sem Bjarni og Brynjar hafa lagt skóna á hilluna er pláss fyrir nýjan miðjumann í hópnum. Jóhannes Karl er einn sterkasti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni og því augljós kostur í þá stöðu. Bjarni bróðir hans reyndist okkur vel, Guðjón pabbi hans reyndist okkur líka vel, auðvitað á Jói Kalli að koma í KR...
Stórveldið
15.nóvember 2013 kl.14:10
100% sammála síðasta ræðumanni (Stórveldinu). Jói Kalli myndi styrkja KR og það á alltaf að vera markmiðið. Það væri hörku yfirlýsing um meistarametnað að landa stórlaxi eins og JKG. Forza KR!
Maggs
15.nóvember 2013 kl.15:19
Er á báðum áttum erum með sterka menn á miðjunni eins er spurning að láta Atla inná miðjunna sem er staða hans.En þetta er í höndum Rúnars sem virðist ávallt finna réttu menninna.
Vesturbæingur
17.nóvember 2013 kl.20:32
Jói Kalli er ofmetinn, hefur alltaf verið. Hann var með lélegri leikmönnum Skagaliðsins í sumar, lið sem gat ekki neitt btw. Vil ekki sjá að KR sé að fara að redda honum einhverjum díl, hann er ekki Bjarni Guðjóns. KR verður verra við að fá hann.
Vaxtavextir
17.nóvember 2013 kl.20:36
Verð að vera sammála Vaxtavöxtum sé ekki tilgang að fá Jóa Kalla í KR liðið er vel mannað á miðjunni.
Vesturbæingur
18.nóvember 2013 kl.09:11
Ég held það sé nú ekki hægt að segja að Jói Kalli sé lélegur knattspyrnumaður. Það sem mér finnst hins vegar markverðara er að það virtist vera lélegur mórall í kringum hann í sumar. Í stað þess að vera leiðtogi og rífa menn upp var hann yfirleitt með skeifu, að rífast við dómarann og með ljót brot. Þetta er karakter sem á ekki heima í jákvæðu liði KR, nema Rúnari takist þá að mótivera hann.
Gústi
18.nóvember 2013 kl.17:14
Algjörlega sammála. Við höfum ekkert með þennan mann að gera. Við erum mjög vel mannaðir á miðjunni.Löngu tímabært að Atli spili á miðjunni. Hlakka hreinlega til að sjá hann þar.
Bjarni
22.nóvember 2013 kl.12:06
Sem betur fer herma fréttir að KR sé ekki í kapphlaupinu um Jóa Kalla, gott að Valur eða Fram hirði hann upp fyrir fullt af peningum á mánuði og litla framlegð.
Vaxtavextir
22.nóvember 2013 kl.16:59
Hann kemur í stórveldið á Hlíðarenda þar sem titilinn fer á loft næsta haust.
Balli
22.nóvember 2013 kl.18:09
Mikið vona ég að okkur beri gæfa til að reyna ekki einu sinni að fá þennan leikmann.
ónefndur
22.nóvember 2013 kl.18:23
Verði þér og Val að góðu Balli. Haldið áfram að bruðla og borga miðlungsleikmönnum stjörnulaun. Tölum svo saman næst þegar þið náið að vinna stóran titil í knattspyrnunni félagi...
Vaxtavextir
23.nóvember 2013 kl.03:04
Hvaða er Valur?
Andri
23.nóvember 2013 kl.09:54
Við KR-ingar þurfum öflugan varnarmann með Grétari og svo sterkan og stóran miðjumann. Jói kalli fittar ekki inn í liðið þótt öflugur sé.
Stuðningsmaður
23.nóvember 2013 kl.12:36
"Haldið áfram að bruðla og borga miðlungsleikmönnum stjörnulaun." Góður Vaxtavextir hvaða félag er að borga mest?
Balli
23.nóvember 2013 kl.15:00
Ætli hæstu launagreiðslurnar í fótboltanum í dag séu ekki hjá Stjörnunni og Val. Það kæmi mér ekki á óvart þó FH, KR og Breiðablik komi þar á eftir. Ekki ætlar þú að halda því fram Balli að útlendingasveitin í Val komi til Íslands í hjálparstarf?
Andrés
23.nóvember 2013 kl.19:40
Bullukollar það vita allir hvaða félag borgar mest reyndar meira en þa'ræður við.
Balli
23.nóvember 2013 kl.23:43
Balli það vita allir sem vilja vita hvernig fjárhagur Vals er. Það eru mörg leiðindamál í kringum Val og brask klúbbsins. Þarf að minnast á valsmenn hf. sem ráku sig í þrot og fengu síðan björgunarhring frá skattgreiðendum í Reykjavík. Það þarf enginn að segja mér að útlendingarnir á mála hjá Val hafi fengist gefins.
Andrés
24.nóvember 2013 kl.12:25
Andrés @23.nóvember 2013 kl.23:43 hvað varð um KR-Sport?
Balli
24.nóvember 2013 kl.16:28
KR-sport gerði engar kröfur á hendur útsvarsgreiðenda í Reykjavík. Valsmenn hf. heimtuðu hins vegar greiðslur vegna forsendubrest á rekstri félagsins. Það hlýtur að vera einsdæmi í sögunni að félag á frjálsum markaði fái bætur frá skattgreiðendum fyrir það eitt að viðskiptaáætlun félagsins og þar með hugsanlegir styrkir þess til íþróttafélags tengt þeim gengu ekki eftir. Þið haldið bara áfram að kaupa útlendinga inn í liðið ykkar, það er greinilega svona svakalega "ódýrt". Í hvaða sæti endaði aftur útlendingadeild Vals í ár?
Andrés
26.nóvember 2013 kl.18:04
vill ekki blanda mér í deilumál Valsara og KRinga.tek það fram að undiritaður er Framari.Og vill aðeins blanda mér í svæði rvkborgar og svo KRÞað er að mínu mati alveg kominn tími á að svæði KR þarna vestur í bæ verði bæt.ef þétta á borg í miðbænum þá þarf að sjálfsögðu alltaf að bæta íþróttasvæðið sem þar er.Nú í Kópavogi eru bæði HK og Breiðablik með knattspyrnuhallir. FH eru með hálfa í hfj.það er ein í Grafarvogi og stendur til að byggja aðra í Gholtinu þar sem mitt félag mun festa rætur.En börn í hinum gamlahluta borgarinar og knatsprna almennt situr alveg eftir.þarna munu vera félög eins og KR,Valur,Þróttur,Víkingur sem dæmi.Reykjavíkurborg verður að passa að félög borgarinar séu við sama borð og hjá nágranna bæjarfélögunum.Svo má alltaf ræða um sameiningar hjá félögum en þá mun líka þurfa að bæta starf þeirra mikið til að taka við fleirum iðkendum.
f
2.desember 2013 kl.13:44
Hvernig er það, erum við ekkert að skoða Jóa Kalla?
Stórveldið

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012