Svara þráð

Spjall

Brynjar Björn Gunnarsson ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunar25.október 2013 kl.14:37
Hvernig lýst mönnum á það ? Hann á eftir að vita mikið um KR liðið og gera Stjörnumenn að mun erfiðari andstæðingum á næsta ári. Allavega mikill missir fyrir KR, svo gæti Rúnar farið til Noregs þá verður þetta ennþá erfiðara. En svona er þetta víst tímarnir breytast...
Rúnar
25.október 2013 kl.22:22
Ég er enn að reyna að jafna mig á óvæntu hvarfi Bjarna fyrirliða okkar, það er mikill missir af honum, ef svo færi að Rúnar færi til Noregs fyndist mér kjörið að Pétur tæki við með Brynjar sem aðstoðarmann sinn, svo ég vona svo sannarlega að Brynjar láti ekki Stjörnumenn tæla sig yfir heldur verði áfram að minnsta kosti eitt ár sem leikmaður eða þá aðstoðarþjáfari, Brynjar er náttúrulega eðal KR-ingur og ég neita að trúa því að hann fari núna.
Kalli
26.október 2013 kl.13:56
Bíddu nú aðeins hægur, þú orðar þennan póst eins og þetta sé staðfest. Er eitthvað komið á hreint um þetta?
Gústi
26.október 2013 kl.20:37
Er ekki flótti úr Frostaskjóli? titilinn fer á Hlíðarenda 2014.
Balli
26.október 2013 kl.23:53
Þetta er staðfest, bara beðið eftir að hann komi heim úr fríi til að skrifa undir.
John
27.október 2013 kl.04:07
Það er ekkert staðfest fyrr en það er staðfest.
Gústi
30.október 2013 kl.13:02
Þótt Brynjar hafi valdið mér vonbrigðum í þau skipti sem hann kom inn á í leiki í sumar þá vil ég halda honum í KR. Hann hefur lítið sem ekkert lengur fram að færa inná vellinum, en ég hef traustar heimildir fyrir því að hann hafði gríðarlega góð áhrif á liðsandann og móralinn í hópunum og haldið yngri mönnum við efnið. KR þarf að koma honum í þjálfarateymið og að halda því opnu að komi kannski inná í einhverjum leikjum en umfram allt að halda honum til að halda búningsklefanum góðum. KR er búið að missa Bjarna, ágætis leiðtoga, og hefur ekki efni á að missa annan leiðtoga.
Vaxtavextir
30.október 2013 kl.22:39
Ekki sammála þér hann Brynjar skoraði í sínum fyrsta leik eftir að ég held ein 12-15 ér erlendis í atvinnumennsku, geri aðriri betur, svo má ekki gleyma einu af mörkum ársins er hann skoraði frá miðju gegn Fylki, hann er mikilvægur hlekkur í liði meistaranna og vona að hann taki eitt tímabil enn.
kalli
31.október 2013 kl.11:20
Það hefur enga þýðingu að hann hafi skorað í sínum fyrsta leik. Ég er að tala um allt tímabilið og heilt yfir olli hann mér vonbrigðum. Hann var að koma úr atvinnumennsku í semi-atvinnumennsku og ég reiknaði með meiru. En við erum sammála um það að hann er mikilvægur, af mismunandi ástæðum kannski. Ég held að Brynjar sé frábær fyrir búningsklefann og æfingasvæðið og geti skilað nokkrum mínútum hér og þar á vellinum ásamt að koma inní þjálfarateymið.
Vaxtavextir
31.október 2013 kl.15:12
Enga þýðingu segir þú, en þetta var sigurmark gegn Stjörnunni og tryggði KR 3 dýrmæt stig, hugsa aðeins áður en þú tjáir þig. Eins og ég segi þá átti Brynjar fínar innkomur maður veit að leikmaður bráðum fertugur spilar ekki allar 90 mín í leik segir sig sjálft, en Brynjar er mikill persónuleik (það er Bjarni líka) þannig að það er ómetanlegt fyrir þá yngri í liðinu að hafa svona mann sér við hlið og í hópnum. Vil alls ekki missa báða þessa pósta á sama bretti, það var inntak mitt.
kalli
31.október 2013 kl.23:20
Sjálæfsögðu er missir af bæði Bjarna og Brilla mikill leiðtogareynsla sem smitar út til yngri manna nú reynir á eldri menn okkar Baldur, Grétar ,Óskar, Jónas Guðna og Kjartan H ef hann verður heill að miðla til yngri manna .KR er velsett með besta þriggja manna þjálfarapar landsins og er ekki þörf á að bæta í hópinn.Reksturinn er þungur og verður að sýna skynsemi af þeim sökum skilur maður að ekki er hægt að bæta í þjálfarateymið. Legg til að Jónas verði arftaki Bjarna sem fyrirliði.
Vesturbæingur
1.nóvember 2013 kl.02:35
Fullt eftir af foringjum í KR eins og Vesturbæingur nefnir. Nú taka þeir höndum saman um að uppfylla þetta leiðtogahlutverk og fylla í skarðið sem þessir tveir foringjar skilja eftir sig.
ábs
2.nóvember 2013 kl.14:16
Brynjar Björn í þjálfarateymi Stjörnunnar (Staðfest) Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar en þetta staðfesti Almar Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar félagsins við Fótbolta.net í kvöld. Brynjar Björn mun ekki verða leikmaður hjá Stjörnunni og leggur því skóna á hilluna sem leikmaður. Rúnar Páll Sigmundsson tók við þjálfun liðsins af Loga Ólafssyni í síðasta mánuði eftir að hafa verði aðstoðarmaður hans í fyrra. Brynjar Björn tekur nú við hlutverki Rúnars Páls í þjálfarateyminu en þar er einnig fyrir Henrik Bödker og verður áfram. ,,Brynjar Björn verður í þjálfarateyminu næstu þrjú árin," sagði Almar við Fótbolta.net í kvöld. ,,Hann verður í teyminu hans Rúnars ásamt Bödker og mun hafa yfirumsjón með þjálfun 2. flokks karla og þá sem eru á landamærum þess að koma í meistaraflokkinn." Brynjar Björn kom til KR frá Reading fyrir ári síðan en hann hafði verið byrjaður í þjálfarastörfum á Englandi áður en hann kom heim. ,,Við erum að tryggja okkur mann með mikla reynslu og efnilegan þjálfara sem hefur aflað sér réttinda og kynnt sér þjálfun úti," sagði Almar. ,,Við erum með mikið af strákum sem þurfa góða þjálfara og reynslumikla menn sem hjálpa sér áfram," bætti hann við. http://fotbolti.net/news/01-11-2013/brynjar-bjorn-i-thjalfarateymi-stjornunnar-stadfest
Sveppi
2.nóvember 2013 kl.17:49
Mikið er nú gott að geta hvatt bæði Brilla og Bjarna með reisn. Það hefði verið pínlegt fyrir þá að vera báðir á bekknum hjá KR næsta sumar. Það lá ljóst fyrir að báðir eru langt frá því að vera betri leikmenn en við eigum og eiginlega hefði verið stórhættulegt að spila þeim á næsta ári eins seinir og lúnir þeir voru orðnir. Góður tími að "losa" sig við þá! Hlakka til að sjá Atla stjórna spili okkar manna og að sjá Þorstein og Almar í liðinu. Takk fyrir Brilli og Bjarni.
Ófeigur
2.nóvember 2013 kl.20:40
Verðið þið ekki að fá ný gamalmenni í staðinn?
Balli
5.nóvember 2013 kl.13:58
Við þökkum Brilla bara kærlega fyrir sumarið og mark ársins ! Hvernig væri nú að fá Skúla Jón heim ?
Stefán
6.nóvember 2013 kl.12:00
Liðið er klárlega veikara eftir viðskipti undanfarnar vikur. Hins vegar held ég að liðið hafi verið það sterkt fyrir, það vel þjálfað að mestu og með það góða umgjörð, að það ætti að geta þolað þessa veikingu. Svo er spurning hvort að liðið muni eitthvað bæta við sig þegar líður á veturinn og vorið. Svo sé ég ekki hvaðan samkeppnin ætti að koma næsta sumar. Bestu ár FH eru liðin, Stjarnan er ekki klúbbur sem getur svona titil, Blikar eru of nískir, Valur ekki nógu vel rekinn klúbbur...og öll þessi lið eru ekki með nógu góðan mannskap. KR mun vinna aftur 2014 á meðan Stjarnan og Fram verða í vandræðum, og Bjarni og Brynjar munu sjá eftir því að hafa látið ginnast af gylliboðum Meðaljóna.
Vaxtaverkir (a.k.a. vaxtavextir)
6.nóvember 2013 kl.14:59
Brilli átti draumkennda heimkomu með titli og marki frá miðju og maður er þakklátur fyrir það. Kominn á síðustu metrana en átti flott framlag í sumar og hans reynsla & karakter í klefanum gulls ígildi. Pínu súrt að missa hann strax þar sem manni langaði að njóta hans krafta eitt sumar í viðbót. En Rúnar og KR meta það greinilega þannig að við megum við því að missa hann og Bjarna, hvort sem við fyllum skarðið með liðsauka eða gefum núverandi leikmönnum stærra hlutverk. Maður vill samt alltaf sjá liðið styrkja sig milli ára og Almarr er fín innkoma. Miðað við hrókeringar annara liða þá eru keppinautarnir um titilinn að veikjast en það er ennþá bara nóvember og langt í mót. Rúnar & co. eru eflaust búnir að spá í valkostum ef Hannes, Emil, Rúnar Alex eða aðrir fara til útlanda. Væri fínt að fá Stefán Loga og/eða Skúla Jón aftur heim en ég væri til í 1-2 öfluga menn til viðbótar. Aðalatriðið er samt að halda Rúnari áfram sem þjálfara! Með hann í brúnni er maður alltaf sigurviss.
Maggs
14.nóvember 2013 kl.20:07
Báðir markmennirnir að fara ? http://fotbolti.net/news/14-11-2013/sandnes-ulf-hefur-ahuga-a-hannesi-thor Ef þetta er rétt þá ættum við að reyna að "stela" Ingvari Jónssyni af Stjörnumönnum en ég sá að hann er samningslaus á fotbolti.net
Villi
15.nóvember 2013 kl.18:50
Villi minn Ingvar er samningsbundinn til 2013 og ekki séns að hann fari frá okkur, ef svo væri þá er það erlendis en ekki í hið dalandi veldi KR :) Velkominn Brynjar !
Stjörnumaður
15.nóvember 2013 kl.21:10
Stjörnumaður alveg rétt tími KR er búinn en titilin fer ekki úr Rvk hann fer á Hlíðarenda.
Balli
16.nóvember 2013 kl.12:32
Rosalega hlýtur lið að vera að dala mikið sem er nýbúið að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Dream on.
ábs
17.nóvember 2013 kl.17:13
Stjörnumaður, 2013 segirðu, hefurðu litið á dagatalið nýlega ? ;)
Villi
18.nóvember 2013 kl.10:25
2015 meinti ég Villi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning í fyrra
Stjörnumaður
18.nóvember 2013 kl.10:28
Velkominn úr fallandi stórveldi í Vesturbænum í hratt rísandi stórveldið í Garðabæ.
Gullskeiðungur
18.nóvember 2013 kl.16:34
Ég skil ekki þennan barnaskap í Stjörnumönnum. Árangur Stjörnunar í sumar var mjög góður fyrir lið sem aldrei hefur unnið titil. Augljóslega má búast við því að Stjarnan geri tilkall til bæði bikars- og Íslandsmeistartitla á næstu árum en það gera líka KR, FH og Breiðablik. Allt lið með öflugt yngriflokkastarf og viljan, getuna og hungrið til að vinna titla. Ekki gleyma því að meðan öll síðarnefndu liðin voru að berjast um báða titlana í sumar voru þau að keppa í evrópukeppnum. Þrátt fyrir það tókst Stjörnunni ekki að vinna titil. Það verður áhugavert að sjá hvernig Stjarnan stendur sig undir pressu og álagi næsta sumar.
Andri

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012