Svara þráð

Spjall

Almarr Ormarsson14.október 2013 kl.13:31
Hvernig líst mönnum á að fá hann í KR?
ábs
14.október 2013 kl.13:40
Ekkert sérstaklega. Að mínu mati ekki topp leikmaður, gæti nýst í einhverri róteringu og að koma inn af bekknum. Ekki nógu góður til að vera byrjunarliðsmaður yfir seasonið.
Vaxtavextir
14.október 2013 kl.14:51
Ef það er rétt að Almarr sé á leið í KR, þá líst mér mjög vel á það. Þarna er um topp-leikmann að ræða og við KR-ingar tökum slíkum mönnum fagnandi.
Stefán
Góður kostur14.október 2013 kl.15:28
Ef þetta er rétt þá líst mér mjög vel á þetta. Hann er fljótur og vinnusamur og góður í fótbolta. Skv. KSÍ vefnum er hann búinn að spila um 180 leiki og skora yfir 40 mörk í efstu deild. Síðan á hann um 20 landsleiki fyrir U19 og U21. Sterkur karakter og góð viðbót, væntanlega valkostur á hægri kant, bakvörð eða miðju. Hann hefur spilað mest á hægri kanti síðustu tímabil. Hlakka til að sjá hvort við náum honum.
Bessi
14.október 2013 kl.18:01
Ég trúi þessu ekki. Til hvers? Við erum með miðjumenn,kantara og bakverði. Okkar vantar alls ekki svona mann.
Sbjorn
14.október 2013 kl.20:58
Það sem hefur fært KR mikla velgengni undanfarin þrjú ár er mikil breidd. Núna missum við einn mesta miðjumenn í sögu KR og þá er alveg ljóst að það þarf að bæta við manni. Ennfremur hefur Rúnar staðið sig þannig með liðið að við treystum honum til að velja rétta menn í það. Síðast en ekki síst höfum við KR-ingar borið gæfu til að taka vel á móti nýjum leikmönnum og þess vegna hafa þeir orðið að miklum KR-ingum. Þess vegna er ljóst að ef þjálfarar og stjórn KR, sem hafa staðið sig mjög vel undanfarin ár, velja að gera samning við Almarr þá bjóðum við hann hjartanlega velkominn í KR.
ábs
15.október 2013 kl.13:38
Almarr er frábær leikmaður, langbesti leikmaður Fram og passar vel í okkar sterka hóp. Svo er heldur ekki öruggt að allir vilji vera áfram hjá okkur, t.d. Atli eða Þorsteinn sem fengu takmarkaðan spilatíma.
Helgi
16.október 2013 kl.14:23
Er ekki komið nóg af kaupum hjá ykkur? kaupið alla bestu menn hinna félaganna.
Kári
16.október 2013 kl.15:11
Bullaðu annars staðar en hér, Kári. Við bættum einu manni við okkur í fyrra og svo kom Brynjar Björn heim. Í haust höfum við enn engan keypt.
ábs
Almar kominn16.október 2013 kl.19:18
Jæja hvar à vellinum spilar þessi àgæti leikmaður
Jói
Almar kominn16.október 2013 kl.19:20
Jæja hvar à vellinum spilar þessi àgæti leikmaður
Jói
16.október 2013 kl.19:27
Hægri kantur aðallega, tel ég
Bessi
16.október 2013 kl.19:33
Fagna þessu, Almarr er bæði góður í fótbolta og mikill baráttuhundur. Þá er hann fjölhæfur þótt hann sé sennilega bestur úti á kanti. Held að hann styrki lið KR.
Stórveldið
16.október 2013 kl.21:07
...svo er hann skor-dýr
Bessi
16.október 2013 kl.21:45
Áhugaverð leikmannakaup, þetta er flottur leikmaður og það verður gaman að sjá hann berjast eins og ljón fyrir KR.
Andri
17.október 2013 kl.11:26
Ég sé ekkert nema jákvætt við þessi leikmannakaup og býð Almarr hjartanlega velkominn í Vesturbæjarstórveldið. Klókt hjá Rúnari og co. að landa honum fríkeypis og gefur sterk skilaboð um að meistararnir ætli að styrkja sig. Öflugur baráttujaxl með sterkan karakter og fína ferilskrá. Fjölhæfur og getur leyst margar stöður, sérstaklega á hægri væng ef Emil Atla fer erlendis. Með ágætt markanef úr mismunandi stöðum á vellinum. Ætti að eiga sín bestu ár framundan og frekar ólíklegt að missa hann erlendis, nema að hann brilleri þeim mun meira sem er auðvitað stórfínt fyrir KR. Höfum fína reynslu af Norðlendingum og Almarr er fín viðbót í þann hóp. Mjög ánægður með þetta. Forza KR!
Maggs
17.október 2013 kl.12:54
Mjög góður leikmaður og flottur karakter. Flinkur en að sama skapi baráttuhundur. Virkilega ánægður með komu hans í KR og býð hann hjartanlega velkominn.
Stebbi
17.október 2013 kl.13:23
Innilega velkominn í KR, Almarr. Gangi þér vel.
ábs
20.október 2013 kl.11:41
Er verið að kaupa alla bestu bitanna á markaðinum?
Balli
21.október 2013 kl.08:32
Nei Balli, enn eru of góðir bitar í hundskjöftum hér og þar.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012