Svara þráð

Spjall

Takk Bjarni, þú ert frábær leiðtogi9.október 2013 kl.20:34
Ég gat bara ekki hugsað mér að þakka Bjarna firir hans framlag síðastliðin ár undir firirsögninni "er ekki allt í lagi með menn" Þessi höfðingi á meira skilið. Þetta er eðlileg framþróun á ferli knattspirnumanns með leiðtogahæfileika. Kanski kemur Bjarni aftur sem þjálfari með reinslu því ekki verður Rúnar hjá okkur að eilífu. Takk kærlega Bjarni firir að vera KR-ingur.
Skúli Hersteinn
9.október 2013 kl.20:42
Bjarni Guðjónsson getur lagt skóna á hilluna stoltur af sínu framlagi til KR. Var mjög stór þáttur í þeim tveimur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum sem KR hefur unnið á síðustu árum auk þess að vera félaginu til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Hver veit nema hann endi aftur í Vesturbænum seinna...
Stórveldið
9.október 2013 kl.21:32
Bjarni er frábær leikmaður og það hefði verið gaman að halda í hann aðeins lengur. Mér hefði fundist það rökrétt að gera hann að yfirþjálfara yngriflokka. Hann fær hins vegar þetta tækifæri og við eigum auðvitað að styðja hann í því að taka þetta verkefni að sér. Það verður ekki auðvelt að taka við Fram á þessum tíma. Bjarni Guðjónsson, þakka þér fyrir framlag þitt til KR. Það var skemmtilegt að sjá þig inn á vellinum enda frábær leikmaður. Best af öllu var að sjá þig koma inn á og snúa leikjum við með leiðtogahæfni þinni. Vonandi fáum við að njóta krafta þinna aftur hér í vesturbænum. Takk fyrir allar góðu stundirnar.
Andrés
10.október 2013 kl.14:12
Óþarfi að opna mörg svæði um sama málið Skúli.
Jens
Takk Bjarni11.október 2013 kl.11:13
Jens, ég mun ekki setja inn kveðju til Bjarna fyrir hans framlag til KR undir fyrirsögninni í hinum þræðinum, hann á betra skilið frá KR. Þakka þér fyrir árin og titlana Bjarni - hlakka til að sjá þig taka við KR liðinu í framtíðinni.
Bessi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012