Svara þráð

Spjall

Er ekki allt í lagi með menn ?9.október 2013 kl.13:34
Var að heyra af því að mögulega væri okkar ágæti skipper Bjarni Guðjónsson að taka við Fram, er einhver fótur fyrir þessu ? ég taldi öruggt að við héldum honum að minnsta kosti eitt tímabil enn ? svari nú fróðari menn en ég.
kalli
9.október 2013 kl.13:38
Bjarni er samningsbundinn okkur en væntanlega gildir það ekki ef hann hættir að spila og fer að þjálfa. Þá er hann bara búinn að leggja skóna á hilluna. Mjög vont mál. Teldi nær að Bjarni myndi taka við KR þegar ferlinum lýkur eftir sirka 2-3 ár.
ábs
9.október 2013 kl.13:49
Sammála þér ábs preesum á Bjarna að vera áfram, jafnvel þó hann yngist ekki gætu hann og Brynjar þessvegna leikið 50% á móti hvor öðrum.Ef Bjarni hleypur frá okkur núna þá stein hætti ég að versla við Ellingsen á Granda.
kalli
9.október 2013 kl.13:49
það eru nú til ófá video af Bjarna á netinu þar sem hann syngur hástöfum "Við hötum Fram, við hötum Val, en við elskum........o.s.frv." Spurning hvort framarar taki þetta á sig: http://fotbolti.net/news/09-10-2013/nyr-thjalfari-afklaeddur-af-reidum-studningsmonnum
KR-ingur
9.október 2013 kl.13:56
http://fotbolti.net/news/09-10-2013/bjarni-gudjonsson-tekinn-vid-fram-stadfest ég á engin orð!!
Helga
9.október 2013 kl.13:59
Er ekki bara ferill hans sem leikmaður nánast búinn og ný áskorun að taka við. Rúnar og Pétur eru að gera góða hluti og KR vantar ekki þjálfara akkúrat núna. Hann er því alls ekki að hlaupa frá KR núna. Við skulum ekki gleyma hlutverki hans í liðinu sl 5 ár. 5 titlar í hús.
KR
9.október 2013 kl.14:03
Hvað er þessi meistari að vilja í þennan drasl klúbb?
GJ
9.október 2013 kl.14:08
Leiðinlegt að horfa á eftir Bjarna sem hefur staðið sig frábærlega hjá okkur síðustu árin. Þó er algjör óþarfi að skammast eitthvað í honum fyrir að taka þessa ákvörðun. Þetta er fínt tækifæri fyrir hann og alveg eðlilegt að það heilli hann. Á sama tíma og ég kveð hann í góðu óska ég honum alls hins besta í framtíðinni. Takk fyrir þitt framlag til KR síðustu ár Bjarni.
Stebbi
9.október 2013 kl.14:11
Ég er hissa og hneykslaður, taldi Bjarna mun meiri persónu en þetta og að mínu mati á hann 1-2 ár inni sem leikmaður, mikil vonbrigði að mínu mati.
kalli
Bjarni 9.október 2013 kl.14:13
Það er Guðlast að,tala niður til Bjarna þeim mikla höfðingja og KR ings.. Takk ævinlega fyrir mig BG. Þìn verður miinnst.
EB Legend
9.október 2013 kl.14:14
http://kr.is/knattspyrna/frettir/?ew_0_a_id=403432
KR
9.október 2013 kl.14:17
Bless, Bjarni og takk fyrir allt.
ábs
9.október 2013 kl.14:49
Alltaf velkominn aftur í Frostaskjól. P.S. - Við höfum 7-8 mánuði til að semja ódauðlegan söng til Bjarna. Generalprufa í meistaraleik KSÍ í vor.
Gústi
9.október 2013 kl.14:50
Það er vissulega hundleiðinlegt að horfa á eftir Bjarna Guðjóns. í Fram, en ég þakka honum bara fyrir fimm frábær ár með KR, hinu eina sanna Reykjavíkurstórveldi í knattspyrnunni. Maður kemur í manns stað, það er næsta víst.
Stefán
9.október 2013 kl.15:00
Bjarni hefur verið flottur fyrirliði og sannur meistari fyrir KR. Fjöldi titla sem hann hefur hampað ber vitni um það og hans ástríða og fórnfýsi fyrir félagið. Þessi ákvörðun breytir engu um hans sess í sögu KR. Auðvitað slæmt að missa hann af miðjunni en við þurfum bara að fylla það skarð á sem bestan máta. En núna fær hann bara fína starfsreynslu í þjálfun og getur því snúið aftur í Vesturbæinn þegar hans krafta er þörf á ný :-) Bjarni Fair Play! Legend!
Maggs
9.október 2013 kl.16:57
Svekkelsi að Bjarni sé hættur. Frábær leikmaður og hefur gert virkilega góða hluti fyrir KR. Fimm titlar á fimm árum. Takk fyrir mig Bjarni og gangi þér vel (bara ekki á móti KR :))
KK
9.október 2013 kl.18:23
Þakka Bjarna fyrir 5 góð ár í stórveldinnu hefur verið frábær leiðtogi okkar KR-inga 5 stórir titlar geri aðrir betur.Óska honum alls hins besta nema á móti KR.
Vesturbæingur
9.október 2013 kl.20:24
Ég styð Captain Bjarna í þessu og fagna því að hann sé að fara út í þjálfun þó svo við eigum eftir að sakna hans. Það að hann velur Fram er bara frábært því þeir eru ekki að fara keppa við okkur um titilinn, auk þess fær hann góða reynslu sem þjálfari. Ég sé alveg fyrir mér að honum muni ganga vel og verður svo mögulega næsti þjálfari KR þegar Rúnar ákveður að taka við einhverju stórliðið erlendis. Það eina sem þarf að passa er að Bjarni sé ekki að fara taka góða leikmenn frá okkur. Svo er það líka frábært að við vitum núna strax að okkur vantar leikmann á miðjuna og flott væri ef við myndum styrkja þá stöðu fljótlega.
Damus7
9.október 2013 kl.21:25
Getur hann ekki redda Jóa kalli í sinn stað, halda stöðunni innan fjölskyldunnar :)
Andri
Kr9.október 2013 kl.23:36
Við verðum að muna að syngja uppáhalds lag bjarna à næsta KR fram leik og byrja þetta er til þín Bjarni .
Jói
Kr9.október 2013 kl.23:36
En takk Bjarni mikil eftir sjà í þér
Jói
10.október 2013 kl.12:59
Megi Bjarna vegna sérstaklega vel með Fram á móti Fim leikafélaginu frá Hafnarfirði.
Stefán
10.október 2013 kl.22:23
Mín skoðun þó við missum lykilmann af miðjunni hefur KR úr nóg að moða erum með frábært úrval af miðjumönnum. Tel að það þurfi ekki að bæta við þar Atli getur farið inná miðjunna í stað þess að leika út á kanti .Spurning með að fá hafsent hvernig er með framtíð Andra Ólafs? og hugsanlega markmann ef Hannes fer út.
Vesturbæingur
12.október 2013 kl.15:09
Aljörlega sammála því sem bæði Rúnar sjálfur segir og Vesturbæingur að Atli er maðurinn til að taka við Bjarna á miðjunni. Það er slæm nýting á þeim ágæta leikmanni að hafa hann á kantinum. Enn og aftur vantar okkur hafsent en ekki miðjumann.
Sbjorn

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012