Svara þráð

Spjall

Stuðningsmannaverðlaunin3.október 2013 kl.23:01
Með fullri virðingu fyrir Víkingi Ólafsvík þá held ég að bæði Stjarnan og KR hafi verið með öflugri stuðningsmenn en Víkingur Ólafsvík í sumar. Á útileiknum gegn Víkingi höfðu sirka 200 KR-ingar í fullu tré við 400 heimamenn. Silfurskeiðin var rosaleg um mitt mót og fáir komust í hálfkvisti við stuðningsmenn KR í mörgum leikjum seinni hluta mótsins, plús það að stuðningur eða mæting voru aldrei beinlínis léleg á neinum leik í sumar. - Ólafsvíkingarnir settu vissulega skemmtilegan svip á mótið í sumar, innan vallar sem utan, en matið á bak við þessa niðurstöðu hlýtur að vera ansi huglægt.
ábs
4.október 2013 kl.00:14
Sammála þér. Silfurskeiðin er öflug en yrði enn öflugri ef þeir áttuðu sig á að trommurnar eru óþolandi og textarnir þeirra heyrast ekki fyrir hávaðanum. Þetta eru ekki tónleikar heldur fótboltaleikir. Eins sást að Silfurskeiðin eru eins og mafían og allt þetta dót þegar fjarar undan árangri. Heyrðist ekki í þeim eftir lægð. Miðjan og allir hinir .stuðningsmenn KR eru sér á báti, hafa verið og munu alltaf verða, enda ljúga áhorfendatölur engu. Meira segja á útileikjunum eru KR undantekningalaust með yfirburði í stúkunni. Ólsarar voru skemmtilegir jafnt innan sem utan vallar en þetta virkar á mig sem einhverskonar sárabótarverðlaun. Get samt alveg unað þeim þess þar sem ég dauðvorkenni þeim að hafa fallið.
Eiríkur
4.október 2013 kl.09:51
Sammála öllu, Eiríkur, er ekkert svekktur yfir þessu og kann vel við Ólsara. Vonandi fáum við þá í bikarnum næsta ár.
ábs

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012