Svara þráð

Spjall

Fram27.september 2013 kl.12:26
Lokaleikurinn: Kórónum frábært ár með...ég spái...4-1 sigri!! Hljótum að fá A.M.K. 3000 manns líka...
Vaxtavextir
27.september 2013 kl.15:10
Það er rosalega mikilvægt að enda þetta á góðum sigri gegn FRAM sérstaklega af því við töpuðum fyrir þeim fyrr í sumar. Þó að ég sé enginn FRAM-aðdáandi þá finnst mér eitthvað skemmtilegt við að þessi tvö gömlu Reykjavíkufélög hafi skipt á milli sín stóru titlunum í sumar og mætist núna í lokaleik.
ábs
27.september 2013 kl.15:39
Góður punktur ábs, var búinn að gleyma að Fram vann titill í fyrsta skipti í næstum aldarfjórðung...Meistarar meistara leikur
Vaxtavextir
27.september 2013 kl.16:53
Það væri nú ekki vitlaust að láta þennan bara gilda sem leik meistara meistaranna fyrir næsta ár.
ábs
28.september 2013 kl.12:14
Já ég er mjög ánægður að þessi félög hafi deilt á milli sín stóru titlunum þetta árið enda verðskuldað hjá báðum liðum. Svo er líka algjör óþarfi að fara með þessar dollur út fyrir höfuðborgina. Þær gætu skaðast við það :)
Framari
29.september 2013 kl.12:42
Þörf umræða í pepsí mörkum að fara að hætta að telja titla fyrir 1930.
Balli
29.september 2013 kl.20:34
Það er aldrei hægt að afneita sögunni, fyrsta Íslandsmótið var haldið árið 1912 og þá hófst að sjálfsögðu talningin og verður alltaf.Á hinn bóginn er fáránlegt að Fram skuli vera talinn sigurvegari árin 1913 og 1914 þó enginn kepnni hafi farið fram þau ár.
kalli
Kr29.september 2013 kl.22:30
Hvers vegna var ekkert mòt 1913 og 1914 .
Joi
30.september 2013 kl.15:09
Mín vegna má alveg byrja að telja frá því KSÍ var stofnað, því KR verður búið að éta upp forskot Skagamanna innan tíðar, ekki eru þeir að fara að vinna titilinn á næstunni. Og slík talning kemur mun verr út fyrir FRAM en KR.
ábs
30.september 2013 kl.17:29
Er ekki KR búið að vinna upp forskot Skagans ef við tökum saman unna Íslands og Bikarmtitla frá því Skaginn tók fyrst þátt í Íslandsmóti 1948 KR 16 Íslm 13 Bikarm= 29 titlar. Skaginn 18 Íslm 9 Bikarm= 27 titlar. Annars er þessi umræða út í hött eru allir Íslandmeistarar í öllum greinum ómarktækir áður en viðkomandi sérsambönd voru stofnuð? ÍSÍ var stofnað 1912 og sá um öll mót áður en sérsambönd voru stofnuð.
Vesturbæingur
1.október 2013 kl.07:39
Vegna stríðs í Evrópu og erfiðleika tengda því var ekkert Íslandsmót 1913 og 1914.
kalli
1.október 2013 kl.10:52
Raunar hygg ég að aðal ástæðan hafi verið ósamkomulag milli Fram og KR um hvenær ætti að spila, þe.e.a.s í byrjun júní eða í lok júní, allavegana fór svo að Fram var lýstur sigurvegari bæði árin, í raun án þess að reima á sig skóna sem er ótrúlegt.
kalli
9.október 2013 kl.16:04
Svona er bara sagan og henni verður aldrei breytt. Menn verða bara að sætta sig við það. KR treystu sér ekki til að spila um titilinn fyrr en megnið af Fram liðinu væri komið til afa og ömmu í sveitina vegna þess að þeir vissu sem var að fullskipað lið Fram var þeim ofviða. KR ingar fóru í fýlu og neituðu að spila og því varð Fram verðskuldað meistari þessi ár.
Árni

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012