Svara þráð

Spjall

Akranes25.september 2013 kl.01:07
Fer á Skagann a morgun ef einhverjir vilja far... Síminn minn er. 8960595
Friðgeir Bergsteinsson
ÍA - KR25.september 2013 kl.08:44
Flottastur Friðgeir ! Alltaf grenjandi rigning þegar á að leika uppi á Skaga og völlurinn verður klárlega þungur og leiðinlegur. Á von á því að Gary Martin verði samt á markaskónum og verði markakóngur í ár.
Stefán
25.september 2013 kl.21:16
Án þess að vera með leiðindi spyr ég hvernig var hægt að tapa 1-3 gegn einu slakasta úrvalsdeildarliði seinni ára ? þó Rúnar hafi gert 6 breytingar þá tel ég KR vera með það góðan mannskap að það ætti nú að nægja, en greinilega var ekki svo. Að þessu sögðu vil ég samt þakka leikmönnum fyrir frábært sumar í heldina séð og hlakka til að sjá tekið við bikarnum um helgina en krefst þess nú að KR endi með sigri á heimavelli og svo væri sætt að Martin tæki líka markakóngstitilinn, en ég spyr fróða menn hvenær var KR-ingur síðast markakóngur ?
kalli
25.september 2013 kl.21:27
2009 Bjöggi varð þá markakóngur.Vonandi mæta strákarnir allir til leiks á laugardaginn og vinna Fram.Áfram KR.
Vesturbæingur
26.september 2013 kl.07:36
Leikurinn í gær var algjör skandall. Menn verða að halda haus þó titillinn sé kominn í hús. Óttast helst að þetta endi eins og 2003 tímabilið. Titillinn kominn og liðið tapaði 7-0 í krikanum. Það var lítið um fögnuð það kvöld.
KK
ÍA - KR26.september 2013 kl.08:25
Það er alveg greinilegt já, að þessi leikur hefur verið skandall hjá Íslandsmeisturunum, en vonandi bara að Rúnar stilli nú upp sínu allra sterkasta liði á móti Fram, því að þarna hefur greinilega mikið vanmat verið í gangi uppi á Skaga. Við stuðningsmenn óskum eftir sigri KR í kveðjuleiknum á Laugardaginn og vonandi verður Gary Martin í sínum bestu markaskóm.
Stefán
26.september 2013 kl.10:01
kalli: Gunnar Þór. Úti að aka hverja mínútu sem hann hefur spilað í sumar. Kemur inn gegn Breiðabliki, þrjú mörk. Nú gegn Akranesi, þrjú mörk. Getum við ekki sent hann í KV?
Gústi
26.september 2013 kl.10:45
Sammála þér Gústi, leikur hans í Kópavogi er það aumasta sem ég hef séð árum saman, jafnvel þó allt liðið væri slakt þá stóð Gunnar uppúr, senda hann aftur í Fram.
kalli
26.september 2013 kl.11:46
Gunnar Þór átti reyndar toppleiki sem miðvörður gegn Skaganum og FH í fyrri umferðinni. Hef aldrei hrifist af honum sem bakverði.
ábs
26.september 2013 kl.12:15
Sá ekki leikinn í gær en fannst þetta vera fullkomið fyrir "letdown". KR-liðið í spennufalli og ÍA að reyna að halda í lágmarksvirðingu eftir hellinng af skellum. KR kemur á laugardaginn og tekur fram og klárar tímabilið með stæl. Skil hins vegar ekki af hverju Kjartan fær ekki að byrja á toppnum, sérstaklega þegar KR er búið að klára dæmið. Hvað þá með Emil Atla, að nota hann á toppnum, maður sem er klárlega á leið í atvinnumennsku fljótlega og er að gera flotta hluti með U21 landsliðinu. Ég er á því að Gary Martin sé búinn að taka alltof mikinn tíma frá strákum sem eru ekki síðri og eiga framtíðina fyrir sér. Virkar eins og Rúnar sé að gera allt til að láta Gary taka markakónginn...
Vaxtavextir
26.september 2013 kl.13:40
Algjörlega ósammála vaxtakallinum hér að ofan, finnst þetta líka ósanngjarnt gagnvart Martin sem hefur lagt sig gríðarlega fram í öllum leikjum og gert flott mörk og mikilvæg, svo mikið að hann er búinn á því eftir 70 mín og oftast tekinn útaf. Getur verið að Kjarri bara treysti sér ekki í að byrja ? hitt er annað mál að KR þarf að fá meira út úr Emil svona eins og U-21 gerir. Þá eiga Óskar og Baldur Sig. mun meira inni finnst mér.
kalli
26.september 2013 kl.15:06
Gary er orðinn alveg óstöðvandi og besti kosturinn í þessa stöðu. Kjartan Henry getur gert skemmtilegan usla ef hann kemur inn á einhvern tíma í síðari hálfleik.
ábs
26.september 2013 kl.15:24
Gary hefur verið leika miklu betur í síðari hluta móts en þeim fyrri en KR er búið að vinna mótið! Af hverju ekki að leyfa öðrum að spreyta sig? Og ábs: ertu búinn að downgreida Kjartan Henry í mann sem "getur gert skemmtilegan usla ef hann kemur inn á einhvern tíma í síðari hálfleik"? Kjartan er ekki síðri leikmaður en Gary að mínu mati og ef Rúnar ætlar að hafa hann alltaf á bekknum sé ég ekki að Kjartan muni sætta sig við það lengi. Emil Atla er annar maður sem mætti nota þarna, maður sem KR á að láta fá mikinn tíma því hann er atvinnumannaeffni og því meiri tíma sem hann fær því betri verður hann, því verðmætari verður hann og því hagstæðara fyrir KR.
Vaxtavextir
26.september 2013 kl.15:52
Þetta eru allt frábærir strákar. Gary, Emil, Kjartan og allt liðið. Hlýtur að vera erfitt fyrir Rúnar að velja byrjunarliði. Sumir myndu kalla þetta "lúxusvandamál". Ég vil bara að menn hætti ekki að berjast þó titillinn sé kominn í hús.
KK
26.september 2013 kl.15:56
Sammála KK, þetta er geggjuð breidd! Eitt besta lið íslandssögunnar og besta liðið síðan fh-liðið 2005 og KR-liðið 1999.
Vaxtavextir
26.september 2013 kl.16:10
Vaxtakarl ekki gleyma því að Kjartan er meiddur og mundi ekki þola fullan leik, takt það með í reikninginn áður en þú hraunar yfir menn, það er reynt að hlífa honum og jafna sig almennilega.
kalli
26.september 2013 kl.16:29
Sælir kappar Mér finnst nú full mikið í lagt að tala um einhvern skandal vegna leiksins í gær. Auðvitað er alltaf súrt að tapa en það myndaðist undarleg stemmning vegna þessa leiks. Hafði litla sem enga þýðingu hjá hvorugu liði, færður fram og aftur og endaði sem hálfgerður æfingaleikur í gervigrashöll. Því fór sem fór. Ég var á leiknum í gær og fannst leikmenn alveg leggja sig fram. Heilt yfir var jafnræði með liðunum en við fengum "suckerpunch" í lokin þegar við sóttum til sigurs. Eins og eðlilegt er miðað við vægi leiksins og leikjaálag þá var hressilega róterað og bitnaði það á flæðinu og hraðanum í spilinu. Skiljanlega var ekki verið að henda sér í tæklingar og margir virkuðu meðvitaður um að vilja ekki meiðast á gervigrasinu. Mér finnst ekkert óeðlilegt við þetta að öllu ofansögðu þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið mér að skapi. En ég skil ekki alveg þessa ítrekuðu umræðu varðandi Gary Martin sem mér finnst hafa verið frábær í sumar, unnið óeigingjarnt starf fyrir liðið og skorað jafnt sem lagt upp mörk. Hans ógnun, pressa og hlaup hjálpa við að láta leikskipulagið ganga upp. Kjartan Henry er toppleikmaður, sérstaklega þegar hann er líkamlega í toppstandi, en hann getur líka spilað sem vængframherji líkt og hann gerði árið 2011. Þá var Guðjón Baldvins í hlutverki Gary sem hlaupagikkur í fremstu línu og það gekk nógu vel upp til að landa titlinum. Emil Atla hefur fengið margar mínútur í sumar og leyst sitt hlutverk vel sama hvar það er á vellinum. Ekki margir tvítugir leikmenn að spila svona mikið hjá toppliðunum og ég vil frekar halda honum eitt sumar í viðbót en að missa hann strax í atvinnumennskuna. Gary er ekki að "taka" tíma frá öðrum heldur á hann bara skilinn allann sinn spilatíma vegna góðrar frammistöðu. Ef hann er markakóngur þá þýðir það að hann hafi skorað helling af mörkum fyrir KR sem er frábært. Gervigrasið og ótti við meiðsli höfðu örugglega meira að segja um hvort að Kjartan Henry spilaði í gær eða ekki. Það væri afar óskynsamlegt að djöflast á hné sem hefur ítrekað bólgnað upp í sumar og betra fyrir Kjartan og KR að hann fari heill inn í veturinn og finni vonandi bót sinna meina. Ég biðla til manna að halda í gleðina yfir að vera orðnir Íslandsmeistarar, ég endurtek ÍSLANDSMEISTARAR, og látum ekki smá mótvind á Skaganum breyta því. Syngjum fyrir frábæru sumri á laugardaginn og fögnum titlinum fram á Rauða Ljóns-nótt! Forza KR! Áfram STÓRVELDIÐ!
Maggs
27.september 2013 kl.12:25
Sammála þér með sumt Maggs en held samt að allir séu nokkuð rólegir þó menn skrifi eitthvað á spjallið. En nú held ég að það sé kominn tími til að loka þessum Akraness þræði og opna Fram þráð.
Vaxtavextir
27.september 2013 kl.15:06
Ekki vera alltaf með þessa neikvæðni vaxtaverkir.
kalli
27.september 2013 kl.15:40
Mér finnst engin neikvæðni vera hérna kalli, við erum bara að fara yfir málin saman...
Vaxtavextir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012